Lífið

Veislustjórinn lýsir brúðkaupi Jóns og Hafdísar: Tárvotur Friðrik Dór grætti salinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gekk að eiga unnustu sína til 15 ára, hana Hafdísi Björk Jónsdóttur tannlækni, á laugardaginn.

Veislan var hin glæsilegasta og voru góðvinir parsins Björn Bragi Arnarsson og Ingunn Guðmundsdóttir veislustjórar, en brúðkaupið var haldið í Gamla Bíó.

Björn Bragi var á línunni hjá Brennslunni á FM957 í morgun og fór yfir það helsta sem gerðist þessa fallegu kvöldstund.

„Þetta var alveg geggjað frá a-ö,“ segir Björn Bragi en parið gifti sig í Dómkirkjunni.

Gott að skjóta á fólk sem maður þekkir„Það er svo skemmtilegt að vera veislustjóri þegar maður þekkir svona mikið af fólki í salnum. Maður kann betur við að skjóta aðeins á það, heldur en fólk sem maður þekkir ekki. Brúðkaup eru þannig í eðli sínu að það eru allir í svo geggjuðu skapi og jákvæðir. Það eru allir komnir til að skemmta sér.“

Björn segir að ræða Friðriks Dórs Jónssonar, bróðir brúðgumans, hafi staðið upp úr á laugardagskvöldið.

„Hún hafði allt sem að góð brúðkaupsræða á að hafa og þar voru tár, bros og takkaskór. Hann var með alveg ógeðslega fyndnar sögur af Jóni og svo endaði þetta þvílíkt fallega og hann táraðist sjálfur í pontunni. Það var ekki þurrt auga í húsinu.“

Hér að ofan má heyra viðtalið við Björn og hér að neðan má sjá myndir úr brúðkaupinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.