Sturla Atlas og Major Lazer í eina sæng Guðný Hrönn skrifar 1. júlí 2017 11:00 Sturla Atlas gefur bráðum út nýtt lag sem er samið af Major Lazer í verkefni sem heitir Tuborg Beat. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af Tuborg en bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins samdi upprunalega lagið og Sturla Atlas mun svo setja í sinn eigin búning. Sigurbjartur Sturla Atlason, einn liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas, segir það vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitina að fá að vinna lag eftir bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer. „Þetta var í raun þannig að Major Lazer-tríóið og Tuborg eru í samstarfi sem felur í sér að nokkrir tónlistar menn hvaðan af úr heiminum vinna lag sem er samið af Major Lazer. Lögin eru í upphafi eins en svo fær hver og einn listamaður eða hljómsveit tækifæri til að leika sér með lagið og gera það að sínu eigin,“ útskýrir Sigurbjartur Sturla Atlason, söngvari Sturla Atlas. Hlutirnir æxluðust þannig að Sturla Atlas var boðið að taka þátt af Tuborg. „Við stukkum bara á tækifærið og reyndum svo að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en við höfum verið að gera áður. Þetta er líka þess lags verkefni.“ Ákveðnar reglur gilda í kringum verkefnið. Spurður út í þær segir Sigurbjartur: „Það er ákveðinn rammi utan um það sem við getum gert, en við höfum samt mikið frelsi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Sigurbjartur. Sveitin er mjög ánægð með þetta tækifæri að sögn Sigurbjartar. „Það er bara geggjað að vera hluti af þessu, með hinum listamönnunum og sveitunum sem eru að vinna þetta, eins og t.d. sá frá Indlandi er risastór listamaður á indverskum markaði. En það er enn þá hálfpartinn á huldu hvaða tónlistarmenn eru að vinna að þessu.“ Spurður út í hvort hann og aðrir meðlimir Sturla Atlas séu aðdáendur Major Lazer svarar Sigurbjartur játandi.„Alveg 100%. Og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt. En þetta er líka hálf furðulegt. Þeir eru svo stórt nafn og það er hálfsteikt að fá að gera eitthvað lag Þar sem ML bjuggu til upprunalega lagið og við fáum að setja það svo í okkar búning.“En er þeirra útgáfa af laginu tilbúin? „Já, við erum búnir með lagið. Við eigum reyndar eftir að senda lokaútgáfuna til þeirra. En já, við erum búnir að vinna það og erum ótrúlega ánægðir með útkomuna.“ Ný nálgun og öðruvísi útkomaAðspurður hvort þetta nýja lag sé frábrugðið því sem bandið hefur áður gert segir Sigurbjartur: „Já, nefnilega. Þetta er ólíkt á skemmtilegan hátt. Þetta er lag með annarri nálgun en við höfum verið með. En auðvitað geggjað Sturla Atlas lag.“ Meðlimir Sturla Atlas sjá mikla möguleika í nýja laginu og þessu verkefni sem er kallað Tuborg Beat. „Það er gaman að gera eitthvað sem er svona öðruvísi, eitthvað sem hefur þessa möguleika. Þetta er lag sem gæti komið til með að vera fyrir stærri markhóp en bara Ísland, en okkar aðdáendahópur núna er mestmegnis íslenskur. Maður getur leyft sér að prófa nýja hluti þegar maður gerir lag á þessum skala.“Og hvað er svo á döfinni? „Við erum að fara að gefa lagið út í byrjun júlí, með myndbandi. Við verðum með alls konar skemmtilegt dót í kringum það sem verður tilkynnt síðar, eitthvað partí og svona.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af Tuborg en bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins samdi upprunalega lagið og Sturla Atlas mun svo setja í sinn eigin búning. Sigurbjartur Sturla Atlason, einn liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas, segir það vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitina að fá að vinna lag eftir bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer. „Þetta var í raun þannig að Major Lazer-tríóið og Tuborg eru í samstarfi sem felur í sér að nokkrir tónlistar menn hvaðan af úr heiminum vinna lag sem er samið af Major Lazer. Lögin eru í upphafi eins en svo fær hver og einn listamaður eða hljómsveit tækifæri til að leika sér með lagið og gera það að sínu eigin,“ útskýrir Sigurbjartur Sturla Atlason, söngvari Sturla Atlas. Hlutirnir æxluðust þannig að Sturla Atlas var boðið að taka þátt af Tuborg. „Við stukkum bara á tækifærið og reyndum svo að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en við höfum verið að gera áður. Þetta er líka þess lags verkefni.“ Ákveðnar reglur gilda í kringum verkefnið. Spurður út í þær segir Sigurbjartur: „Það er ákveðinn rammi utan um það sem við getum gert, en við höfum samt mikið frelsi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Sigurbjartur. Sveitin er mjög ánægð með þetta tækifæri að sögn Sigurbjartar. „Það er bara geggjað að vera hluti af þessu, með hinum listamönnunum og sveitunum sem eru að vinna þetta, eins og t.d. sá frá Indlandi er risastór listamaður á indverskum markaði. En það er enn þá hálfpartinn á huldu hvaða tónlistarmenn eru að vinna að þessu.“ Spurður út í hvort hann og aðrir meðlimir Sturla Atlas séu aðdáendur Major Lazer svarar Sigurbjartur játandi.„Alveg 100%. Og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt. En þetta er líka hálf furðulegt. Þeir eru svo stórt nafn og það er hálfsteikt að fá að gera eitthvað lag Þar sem ML bjuggu til upprunalega lagið og við fáum að setja það svo í okkar búning.“En er þeirra útgáfa af laginu tilbúin? „Já, við erum búnir með lagið. Við eigum reyndar eftir að senda lokaútgáfuna til þeirra. En já, við erum búnir að vinna það og erum ótrúlega ánægðir með útkomuna.“ Ný nálgun og öðruvísi útkomaAðspurður hvort þetta nýja lag sé frábrugðið því sem bandið hefur áður gert segir Sigurbjartur: „Já, nefnilega. Þetta er ólíkt á skemmtilegan hátt. Þetta er lag með annarri nálgun en við höfum verið með. En auðvitað geggjað Sturla Atlas lag.“ Meðlimir Sturla Atlas sjá mikla möguleika í nýja laginu og þessu verkefni sem er kallað Tuborg Beat. „Það er gaman að gera eitthvað sem er svona öðruvísi, eitthvað sem hefur þessa möguleika. Þetta er lag sem gæti komið til með að vera fyrir stærri markhóp en bara Ísland, en okkar aðdáendahópur núna er mestmegnis íslenskur. Maður getur leyft sér að prófa nýja hluti þegar maður gerir lag á þessum skala.“Og hvað er svo á döfinni? „Við erum að fara að gefa lagið út í byrjun júlí, með myndbandi. Við verðum með alls konar skemmtilegt dót í kringum það sem verður tilkynnt síðar, eitthvað partí og svona.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira