Allt á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio | Hér eru sönnunargögnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2017 19:00 Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio. Myhnd/mjolnir.is/Sóllilja Baltasarsdóttir Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Þjóðin þagnaði þegar Santiago Ponzinibbio rotaði Gunnar Nelson eftir tæpa eina og hálfa mínútu í bardaga þeirra á sunnudagskvöld í Glasgow. Mikið hefur verið fjallað um bardagann, en strax að honum loknum talaði Gunnar Nelson um að hafa verið potaður í augun. Gunnar lagði þó áherslu á að hann væri ekki að afsaka sig heldur einfaldlega að segja hlutina eins og þeir gerðust. Þegar farið var að rýna í myndbandsupptökur af bardaganum kom í ljós að hinn argentínski potaði þrisvar sinnum í augu Gunnars. Í fyrsta skiptið potaði Ponzibbio í bæði augu Gunnars, eftir að Gunnar náði góðu inn góðu höggi. Augljóst var að Gunnar fann fyrir augnpotinu á því hvernig hann bar sig strax á eftir. Eftir bardagann kenndi Gunnar sjálfum sér um að hafa ekki gert dómaranum viðvart strax, en samkvæmt reglum UFC getur Gunnar ekki stöðvað bardagann – dómarinn þarf að gera það. Og fyrir bardagann kom dómarinn inn í búningsklefa Gunnars og sagði honum og þjálfurum frá því að hann vildi halda tempóinu í bardaganum, sérstaklega ef menn væru í góðri stöðu. Ef hann sæi villu þá myndi hann kalla inn að hann hefði séð brotið en halda skyldi flæðinu í bardaganum ef unnt væri. Í annað skiptið sem Ponzinibbio setti fingur í auga Gunnars var í kjölfar höggsins sem líklega réði úrslitum. Argentínumaðurinn virtist slá til Gunnars með opinn lófa, og greip svo í stuttbuxur Gunnars þegar hann reyndi að koma sér undan. Slíkt er einnig bannað. Í þriðja sinn sem sá argentínski reyndi að hafa áhrif á sjónsvið Gunnars var upp við búrið. Þá stillti hann Gunnari upp og potaði fyrst í hægra auga hans og síðar í það vinstra. Augljóslega Haraldur Dean Nelson, faðir og og umboðsmaður Gunnars, sagði frá því í samtali við fréttastofu að dómari bardagans hafi sagt í búningsklefanum, fyrr um kvöldið, að bannað væri að slá í andlit andstæðings með opin lófa. UFC leggur mikla áherslu á það, en augnpot hafa verið bönnuð innan sambandsins frá upphafi. Blátt bann liggur við slíkum potum í öllum blönduðum bardagalistum. Sjálfur segist Ponzinibbio saklaus. Í viðtali við fréttamiðilinn MMA Fighting sagðist hann hafa horft á bardagann aftur á myndbandi og ekki hafa getað séð hvenær augnpotið ætti að hafa átt sér stað. „Ég mætti til þess að rota hann og þakka Guði fyrir að hafa náð ætlunarverki mínu. Ef ég hef potað í augu hans var það að sjálfsögðu ekki viljandi. Ég horfði á bardagann aftur og sá ekkert slíkt,“ sagði Ponzinibbio og bætti við: „Þetta rýrir ekki gildi sigursins, það sem hann segir breytir engu. Dómarinn getur stöðvað bardagann þegar hann vill. Sá sem er í áttunda sæti heimslistans entist í 82 sekúndur.“ Ponzinibbio hrósaði Gunnari þó í hástert og sagði ljóst að hann ætti framtíðina fyrir sér og yrði á meðal efstu manna heimslistans í veltivigt innan skamms tíma. MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Sunna sendi kveðjur til vina sinna í Glasgow Frábær frammistaða hjá Sunnu gegn Kelly D'Angelo. 16. júlí 2017 01:15 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow. 16. júlí 2017 16:54 Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið. 18. júlí 2017 12:45 Mjölnismenn brjálaðir og vilja nýjan bardaga | Potað þrisvar í augu Gunnars Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. 17. júlí 2017 21:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Þjóðin þagnaði þegar Santiago Ponzinibbio rotaði Gunnar Nelson eftir tæpa eina og hálfa mínútu í bardaga þeirra á sunnudagskvöld í Glasgow. Mikið hefur verið fjallað um bardagann, en strax að honum loknum talaði Gunnar Nelson um að hafa verið potaður í augun. Gunnar lagði þó áherslu á að hann væri ekki að afsaka sig heldur einfaldlega að segja hlutina eins og þeir gerðust. Þegar farið var að rýna í myndbandsupptökur af bardaganum kom í ljós að hinn argentínski potaði þrisvar sinnum í augu Gunnars. Í fyrsta skiptið potaði Ponzibbio í bæði augu Gunnars, eftir að Gunnar náði góðu inn góðu höggi. Augljóst var að Gunnar fann fyrir augnpotinu á því hvernig hann bar sig strax á eftir. Eftir bardagann kenndi Gunnar sjálfum sér um að hafa ekki gert dómaranum viðvart strax, en samkvæmt reglum UFC getur Gunnar ekki stöðvað bardagann – dómarinn þarf að gera það. Og fyrir bardagann kom dómarinn inn í búningsklefa Gunnars og sagði honum og þjálfurum frá því að hann vildi halda tempóinu í bardaganum, sérstaklega ef menn væru í góðri stöðu. Ef hann sæi villu þá myndi hann kalla inn að hann hefði séð brotið en halda skyldi flæðinu í bardaganum ef unnt væri. Í annað skiptið sem Ponzinibbio setti fingur í auga Gunnars var í kjölfar höggsins sem líklega réði úrslitum. Argentínumaðurinn virtist slá til Gunnars með opinn lófa, og greip svo í stuttbuxur Gunnars þegar hann reyndi að koma sér undan. Slíkt er einnig bannað. Í þriðja sinn sem sá argentínski reyndi að hafa áhrif á sjónsvið Gunnars var upp við búrið. Þá stillti hann Gunnari upp og potaði fyrst í hægra auga hans og síðar í það vinstra. Augljóslega Haraldur Dean Nelson, faðir og og umboðsmaður Gunnars, sagði frá því í samtali við fréttastofu að dómari bardagans hafi sagt í búningsklefanum, fyrr um kvöldið, að bannað væri að slá í andlit andstæðings með opin lófa. UFC leggur mikla áherslu á það, en augnpot hafa verið bönnuð innan sambandsins frá upphafi. Blátt bann liggur við slíkum potum í öllum blönduðum bardagalistum. Sjálfur segist Ponzinibbio saklaus. Í viðtali við fréttamiðilinn MMA Fighting sagðist hann hafa horft á bardagann aftur á myndbandi og ekki hafa getað séð hvenær augnpotið ætti að hafa átt sér stað. „Ég mætti til þess að rota hann og þakka Guði fyrir að hafa náð ætlunarverki mínu. Ef ég hef potað í augu hans var það að sjálfsögðu ekki viljandi. Ég horfði á bardagann aftur og sá ekkert slíkt,“ sagði Ponzinibbio og bætti við: „Þetta rýrir ekki gildi sigursins, það sem hann segir breytir engu. Dómarinn getur stöðvað bardagann þegar hann vill. Sá sem er í áttunda sæti heimslistans entist í 82 sekúndur.“ Ponzinibbio hrósaði Gunnari þó í hástert og sagði ljóst að hann ætti framtíðina fyrir sér og yrði á meðal efstu manna heimslistans í veltivigt innan skamms tíma.
MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Sunna sendi kveðjur til vina sinna í Glasgow Frábær frammistaða hjá Sunnu gegn Kelly D'Angelo. 16. júlí 2017 01:15 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow. 16. júlí 2017 16:54 Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið. 18. júlí 2017 12:45 Mjölnismenn brjálaðir og vilja nýjan bardaga | Potað þrisvar í augu Gunnars Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. 17. júlí 2017 21:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30
Sunna sendi kveðjur til vina sinna í Glasgow Frábær frammistaða hjá Sunnu gegn Kelly D'Angelo. 16. júlí 2017 01:15
Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30
Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20
Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow. 16. júlí 2017 16:54
Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið. 18. júlí 2017 12:45
Mjölnismenn brjálaðir og vilja nýjan bardaga | Potað þrisvar í augu Gunnars Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. 17. júlí 2017 21:45