Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar Guðný Hrönn skrifar 17. júlí 2017 09:45 Högni Egilsson er kominn í samstarf með útgáfufyrirtækinu Erased Tapes. vísir/andri marinó Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“ Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“
Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira