Gunnar: Ég varð gráðugur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio er hér að klára bardagann. vísir/getty Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Ponzinbbio rotaði Gunnar eftir tæplega eina og hálfa mínútu. Fram að því var ekkert sem benti til annars en að Gunnar myndi klára enn einn andstæðinginn enda leit hann rosalega vel út og hefur aldrei æft eins vel. „Þetta er bara ömurlegt. Hann náði mér með góðu höggi. Ég sagði við þjálfarana mína að ég var að vinna bardagann,“ segir Gunnar en atvik í fyrstu árás Gunnars í bardaganum átti eftir að hafa mikil áhrif í framhaldinu. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma. Eftir það sá ég tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var. Ég er mjög fúll út í sjálfan mig að hafa ekki stoppað þarna. Ég varð gráðugur því mér fannst ég vera með hann. „Ég hefði átt að láta stoppa bardagann og ná alveg að jafna mig. Þá hefði ég mögulega getað brugðist við þessu höggi frá honum. Séð það koma.“ Er það kom var Gunnar vankaður og Argentínumaðurinn kláraði bardagann með stæl. „Þetta högg smelllenti í hökunni á mér. Satt að segja man ég ekki alveg eftir hinu dæminu. Ef ég hefði verið heill heilsu við búrið þá finnst mér að ég hefði getað fært mig undan þessum höggum,“ segir Gunnar en hann var mest svekktur með sjálfan sig. „Ég tek ekkert samt frá honum sem er flottur fighter. Mjög hnitmiðaður. Ég er ekkert að segja að ég hefði getað fært mig. En ég vil halda að þetta hafi verið stór mistök sem ég gerði þarna. Það er ekkert djók að sjá tvöfalt en mér fannst ég vera með þetta.“ Gunnar vonar að þetta hendi honum ekki of langt aftur hjá UFC. Viðtalið við Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow. 16. júlí 2017 16:54 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 Ponzinibbio rotaði Gunnar Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio. 16. júlí 2017 21:45 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Ponzinbbio rotaði Gunnar eftir tæplega eina og hálfa mínútu. Fram að því var ekkert sem benti til annars en að Gunnar myndi klára enn einn andstæðinginn enda leit hann rosalega vel út og hefur aldrei æft eins vel. „Þetta er bara ömurlegt. Hann náði mér með góðu höggi. Ég sagði við þjálfarana mína að ég var að vinna bardagann,“ segir Gunnar en atvik í fyrstu árás Gunnars í bardaganum átti eftir að hafa mikil áhrif í framhaldinu. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma. Eftir það sá ég tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var. Ég er mjög fúll út í sjálfan mig að hafa ekki stoppað þarna. Ég varð gráðugur því mér fannst ég vera með hann. „Ég hefði átt að láta stoppa bardagann og ná alveg að jafna mig. Þá hefði ég mögulega getað brugðist við þessu höggi frá honum. Séð það koma.“ Er það kom var Gunnar vankaður og Argentínumaðurinn kláraði bardagann með stæl. „Þetta högg smelllenti í hökunni á mér. Satt að segja man ég ekki alveg eftir hinu dæminu. Ef ég hefði verið heill heilsu við búrið þá finnst mér að ég hefði getað fært mig undan þessum höggum,“ segir Gunnar en hann var mest svekktur með sjálfan sig. „Ég tek ekkert samt frá honum sem er flottur fighter. Mjög hnitmiðaður. Ég er ekkert að segja að ég hefði getað fært mig. En ég vil halda að þetta hafi verið stór mistök sem ég gerði þarna. Það er ekkert djók að sjá tvöfalt en mér fannst ég vera með þetta.“ Gunnar vonar að þetta hendi honum ekki of langt aftur hjá UFC. Viðtalið við Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow. 16. júlí 2017 16:54 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 Ponzinibbio rotaði Gunnar Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio. 16. júlí 2017 21:45 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20
Svona var bardagavikan hjá Gunnari | Kíkt á bak við tjöldin Mjölnir var að gefa frá sér frábært myndband þar sem fylgst er með Gunnari Nelson frá því hann fór að heiman frá sér í Reykjavík og nánast þar til hann stígur í búrið í Glasgow. 16. júlí 2017 16:54
Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15
Ponzinibbio rotaði Gunnar Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio. 16. júlí 2017 21:45
„Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04