Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra ásamt þjálfara sínum, Hlyni Geir Hjartarsyni. mynd/golf.is Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, þreytti frumraun sína á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag en hún þurfti að hætta leik í tvígang í dag vegna veðurskilyrða. Var þetta í fyrsta skiptið sem Valdís tók þátt í einu af risamótunum fjórum í kvennagolfi en með því fetaði hún í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem þreytti frumraun sína á PGA-meistaramótinu á dögunum. Fór mótið fram á Trump National Golf Club í Bedminster, New Jersey í Bandaríkjunum. Valdís átti erfitt uppdráttar á upphafsbrautunum en hún fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Fylgdi hún því eftir með tveimur skollum og einum skramba á þremur holum en fresta þurfti leik er Valdís var á áttundu braut. Eftir tveggja tíma pásu fékk Valdís að fara út á völlinn á nýjan leik en þessi pása virtist hafa gert gæfumuninn fyrir Valdísi sem fékk sjö pör í röð á næstu holum. Var hún oft óheppinn að púttin skyldu ekki detta fyrir hana en hún krækti fyrir fugli á tólftu braut og setti niður stutt pútt fyrir pari. Þegar komið var á fimmtánda teig var ljóst að hún næði ekki að ljúka leik í dag þar sem dimmt var orðið úti í New Jersey. Fékk hún að leika síðustu holuna þar sem hún hitti ekki úr fuglapútti en setti niður áttunda parið í röð. Hún leikur því seinustu þrjár holur dagsins í fyrramálið áður en leikur hefst á öðrum degi en þegar þetta er skrifað deilir hún 139. sæti.
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, þreytti frumraun sína á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag en hún þurfti að hætta leik í tvígang í dag vegna veðurskilyrða. Var þetta í fyrsta skiptið sem Valdís tók þátt í einu af risamótunum fjórum í kvennagolfi en með því fetaði hún í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem þreytti frumraun sína á PGA-meistaramótinu á dögunum. Fór mótið fram á Trump National Golf Club í Bedminster, New Jersey í Bandaríkjunum. Valdís átti erfitt uppdráttar á upphafsbrautunum en hún fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Fylgdi hún því eftir með tveimur skollum og einum skramba á þremur holum en fresta þurfti leik er Valdís var á áttundu braut. Eftir tveggja tíma pásu fékk Valdís að fara út á völlinn á nýjan leik en þessi pása virtist hafa gert gæfumuninn fyrir Valdísi sem fékk sjö pör í röð á næstu holum. Var hún oft óheppinn að púttin skyldu ekki detta fyrir hana en hún krækti fyrir fugli á tólftu braut og setti niður stutt pútt fyrir pari. Þegar komið var á fimmtánda teig var ljóst að hún næði ekki að ljúka leik í dag þar sem dimmt var orðið úti í New Jersey. Fékk hún að leika síðustu holuna þar sem hún hitti ekki úr fuglapútti en setti niður áttunda parið í röð. Hún leikur því seinustu þrjár holur dagsins í fyrramálið áður en leikur hefst á öðrum degi en þegar þetta er skrifað deilir hún 139. sæti.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira