Lesbíurnar í The L Word snúa aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 13:16 Leikararnir í hinum vinsælu þáttum The L Word. Vísir/Getty Framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar The L Word er nú í bígerð en samkvæmt heimildum Variety hefur sjónvarpsstöðin Showtime hafið undirbúning á framleiðslu nýrra þátta. Nýju þættirnir yrðu framhald af þeim gömlu, sem sýndir voru á árunum 2004-2009, og til umfjöllunar verða nýjar persónur. Þó er talið að aðalleikkonur upprunalegu þáttaraðarinnar snúi aftur, bæði á skjánum í sínum gömlu hlutverkum og í hlutverki framleiðenda. The L Word fjallaði um hóp samkynhneigðra kvenna búsettra í Los Angeles í Kaliforníu. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og mannréttindasamtaka fyrir að vinna brautryðjandi starf í þágu hinseginfólks í skemmtanaiðnaðinum. Showtime leitar nú að handritshöfundum og framleiðendum sem hafa beinar tengingar inn í samfélag samkynhneigðra kvenna. Þá er gert ráð fyrir að höfundur The L Word, Ilene Chaiken, komi einnig að nýju framleiðslunni. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar The L Word er nú í bígerð en samkvæmt heimildum Variety hefur sjónvarpsstöðin Showtime hafið undirbúning á framleiðslu nýrra þátta. Nýju þættirnir yrðu framhald af þeim gömlu, sem sýndir voru á árunum 2004-2009, og til umfjöllunar verða nýjar persónur. Þó er talið að aðalleikkonur upprunalegu þáttaraðarinnar snúi aftur, bæði á skjánum í sínum gömlu hlutverkum og í hlutverki framleiðenda. The L Word fjallaði um hóp samkynhneigðra kvenna búsettra í Los Angeles í Kaliforníu. Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og mannréttindasamtaka fyrir að vinna brautryðjandi starf í þágu hinseginfólks í skemmtanaiðnaðinum. Showtime leitar nú að handritshöfundum og framleiðendum sem hafa beinar tengingar inn í samfélag samkynhneigðra kvenna. Þá er gert ráð fyrir að höfundur The L Word, Ilene Chaiken, komi einnig að nýju framleiðslunni.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein