Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2017 08:00 Eigið fé Kviku nam um 7,5 milljörðum í lok mars en bankinn hagnaðist um 400 milljónir á fyrsta ársfjórðungi. Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. Á hluthafafundi Kviku 14. júlí næstkomandi mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári. Samkvæmt kauptilboði Kviku, sem stjórn félagsins lagði fram 20. júní, greiðir bankinn 2.560 milljónir fyrir allt hlutafé Virðingar og er greitt með reiðufé. Afar ósennilegt er talið að hluthafar Kviku muni að fullu nýta sér forgangsrétt sinn þegar hlutafé bankans verður aukið næstkomandi haust. Hluthöfum Virðingar mun þá gefast færi á því að taka þátt í hlutafjárhækkuninni og eignast þannig hlut í sameinuðu félagi. Þeir hluthafar sem eru meðal annars sagðir áhugasamir um að endurfjárfesta söluandvirði sitt til kaupa á hlut í Kviku banka eru meðal annarra Kristín Pétursdóttur, stjórnarformaður Virðingar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, sem einnig situr í stjórn félagsins, en félög þeirra eru í hópi fimm stærstu hluthafa verðbréfafyrirtækisins.Ármann Þorvaldsson, nýr forstjóri Kviku, á 4,66 prósenta hlut í Virðingu ásamt meðfjárfestum.Vísir/GVAÁ meðal hluthafa Virðingar er Ármann Þorvaldsson, núverandi forstjóri Kviku og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar, en félagið MBA Capital, sem er í eigu hans og meðfjárfesta, á 4,66 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu. Ármann tók formlega til starfa hjá bankanum um miðjan síðasta mánuð og þá mun Marinó Örn Tryggvason, sem var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar fagfjárfesta í Arion banka, hefja störf sem aðstoðarforstjóri Kviku 1. ágúst. Sigurður Hannesson, sem hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar bankans frá 2013, sagði hins vegar starfi sínu lausu undir lok júní en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Langsamlega stærsti hluthafi Kviku er tryggingafélagið VÍS með tæplega 25 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru meðal annars félagið RES II, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis og Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, með 9,92 prósent og þá á Lífeyrissjóður verslunarmanna ríflega 9,5 prósenta hlut. Greint var frá því í Markaðnum þann 28. júní síðastliðinn að RES II hefði aukið við hlut sinn um tæplega þrjú prósent með því að kaupa stærstan hluta bréfa TM í Kviku.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. Á hluthafafundi Kviku 14. júlí næstkomandi mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári. Samkvæmt kauptilboði Kviku, sem stjórn félagsins lagði fram 20. júní, greiðir bankinn 2.560 milljónir fyrir allt hlutafé Virðingar og er greitt með reiðufé. Afar ósennilegt er talið að hluthafar Kviku muni að fullu nýta sér forgangsrétt sinn þegar hlutafé bankans verður aukið næstkomandi haust. Hluthöfum Virðingar mun þá gefast færi á því að taka þátt í hlutafjárhækkuninni og eignast þannig hlut í sameinuðu félagi. Þeir hluthafar sem eru meðal annars sagðir áhugasamir um að endurfjárfesta söluandvirði sitt til kaupa á hlut í Kviku banka eru meðal annarra Kristín Pétursdóttur, stjórnarformaður Virðingar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, sem einnig situr í stjórn félagsins, en félög þeirra eru í hópi fimm stærstu hluthafa verðbréfafyrirtækisins.Ármann Þorvaldsson, nýr forstjóri Kviku, á 4,66 prósenta hlut í Virðingu ásamt meðfjárfestum.Vísir/GVAÁ meðal hluthafa Virðingar er Ármann Þorvaldsson, núverandi forstjóri Kviku og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar, en félagið MBA Capital, sem er í eigu hans og meðfjárfesta, á 4,66 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu. Ármann tók formlega til starfa hjá bankanum um miðjan síðasta mánuð og þá mun Marinó Örn Tryggvason, sem var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar fagfjárfesta í Arion banka, hefja störf sem aðstoðarforstjóri Kviku 1. ágúst. Sigurður Hannesson, sem hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar bankans frá 2013, sagði hins vegar starfi sínu lausu undir lok júní en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Langsamlega stærsti hluthafi Kviku er tryggingafélagið VÍS með tæplega 25 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru meðal annars félagið RES II, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis og Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, með 9,92 prósent og þá á Lífeyrissjóður verslunarmanna ríflega 9,5 prósenta hlut. Greint var frá því í Markaðnum þann 28. júní síðastliðinn að RES II hefði aukið við hlut sinn um tæplega þrjú prósent með því að kaupa stærstan hluta bréfa TM í Kviku.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira