Eitt það skemmtilegasta við tískuvikurnar er að sjá hvernig gestir hátíðarinnar klæða sig. Á hátískuvikunni í París var greinilega mjög gott veður og klæddi fólk sig eftir því. Kannski við fáum einhverjar hugmyndir fyrst sólin hefur loksins látið sjá sig í Reykjavík.
Gallabuxur eru greinilega aðal málið og getið þið séð meira um það í næsta Glamour-blaði.