Klámvísa Mugison og besti vinur barnanna í sólsetrinu við Drangey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2017 10:30 Undir lokin fóru flestir listamennirnir á svið og tóku lagið saman. Hjalti Árna „Hvað segirðu, Drangey Music Festival?“ voru viðbrögð flestra þegar ég sagði þeim frá fyrirhugaðri ferð á tónleikahátíð á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Þegar viðkomandi komust að því hversu flott dagskráin væri urðu allir spenntir. Þó ekki nógu spenntir til að leggja land undir fót enda var veðurspáin ekkert til að hrópa húrra yfir frekar en aðrar helgar framan af sumri. Þó tókst mér að draga góðan vin með mér og úr varð að við fórum tveir með börn okkar fjögur, sem við eigum reyndar hvor í sínu lagi, norður í land. Sú yngsta gisti hjá ömmu sinni á Króknum en mín sex og sjö ára og hans fimm ára voru á leiðinni á tónleikahátíð, þar sem vegurinn endar. Og viti menn, sólin var komin fram úr skýjunum og byrjað að lægja þótt kalt væri í veðri. Two Guys and Three Babies hljómar eins og framhald á „stórmyndinni“ Three Men and a Baby sem skartaði þeim Ted Danson og Tom Selleck. Þó ég hafi ekki gerst svo frægur að sjá þá mynd, aðeins séð hulstrið á henni í hvert einasta skipti sem ég skannaði rekkana á vídeóleigunum í gamla daga, þá held ég að vandræði okkar hafi verið minni en þeirra þriggja. Enda eintóm gleði á Reykjum.Emmsjé Gauti og börnin Hvassviðrið um daginn hafði vafalítið töluverð áhrif á það hve fáir hentu upp tjaldi á svæðinu. Reykir eru í um fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá Sauðárkróki og er það tilfinning mín að stór hluti hafi verið Króksarar og sveitungar úr næsta nágrenni. Einn skipuleggjandinn, Áskell Heiðar Ásgeirsson, var brosmildur á svip þegar ég hitti á hann snemma kvölds og sagði um fjölmennustu hátíðina að ræða. Tónleikagestir slöguðu upp í þúsund. „Svona dagskrá selur,“ sagði Áskell Heiðar afslappaður. Heimamennirnir í Contalgen Funeral voru að ljúka leik við góðar undirtektir upp úr klukkan 21 þegar við mættum á svæðið vopnuð hlýjum fötum, útilegustólum, teppi og nesti í formi kanilsnúða, æðibita og annars kruðerís. Enginn bjór í kvöld, engin vitleysa. Bara ábyrgur faðir að gera tilraun með börn sín eftir háttatíma. Næstur á svið var besti vinur barnanna 2017, því getur líklega enginn mótmælt. Emmsjé Gauti. Fyrir því voru allir undir tvítugu og vafalítið fjölmargir eldri spenntastir. Enda Gauti með frábæra sviðsframkomu og húmor auk þess sem lagið Reykjavík er okkar er á hvers manns vörum.Þetta má! Gauti stóð svo sannarlega fyrir sínu með einvalalið sér við hlið þar sem Hrafnkell Örn Guðjónsson fór á kostum á trommunum. Það er fátt tilkomumeira en að sjá Kela með rauða hárið taka á trommunum. Gauti upplýsti snemma hvað það hefði komið honum á óvart að tónleikarnir væru ekki úti í Drangey eins og nafn hátíðarinnar gefur vissulega til kynna. Hvort einhver haldi nokkurn tímann tónleika í Drangey (eða hafi gert það?) verður að koma í ljós en þangað til verða Reykir að duga. Og duga vel. Í framhaldinu fékk Gauti stóran hluta gesta, sem sátu svo þægilega í brekkunni og ætluðu að fylgjast með sitjandi, til að standa upp. Krakkarnir mínir og fleiri skelltu sér fremst og voru ofan í rapphetjunni fyrstu lögin milli þess sem þau gjóuðu augunum til pabba síns. Eitt skemmtilegt við að fara með svo ung börn í fyrsta skipti á útitónleika er sú staðreynd að viðmiðið er ekkert. Hvað má, hvað má ekki? Sá sex ára tók sér pásu og settist í lítinn útilegustól í einhverju lagi Gauta sem hann þekkti ekki. Svo kom „Þetta má“ og þá fór hann aftur fremst, og tók stólinn með! Sá ekkert athugavert við það að troða sér í gegnum þvöguna og planta sér fremst, fyrir framan sviðið. Ekki var ég að fara að stöðva hann. „Þetta má!“Ung hetja stal senunni Sviðið á Reykjum er einstaklega fallegt eins og sést glögglega á myndunum sem Hjalti Árna, Króksari með meiru, tók og fylgja þessari umfjöllun. Er ástæða til að benda sérstaklega á myndasyrpuna neðst í fréttinni. Gauti gat ekki á sér setið og bað um stiga til að geta prílað upp á sviðið, sem hann gerði við töluverðan fögnuð. Á meðan söng hann Silfurskottu og fékk svo ungan sjálfboðaliða úr aðdáendahópnum á sviðið til að syngja viðlagið sem líklega allir undir tvítugu kunna aftur á bak og áfram. Fyrir hina eldri er það svona. „Hún er týpan sem ég vil sjást með Veit ekki hvort hún eigi að treysta mér Ég er nýfarinn að haga mér Vil hafa hana með Ég veit það manna best“ Ekki var að sjá sviðsskrekk á hinum unga ofurhuga sem á eflaust seint eftir að gleyma augnablikinu þegar hann fyllti í skarð Aron Can sem syngur viðlagið í lagi Gauta. Frammistöðu hins unga kappa má sjá eftir um tíu mínútur í myndbandinu að neðan.Klámvísan hans Mugison Þegar Emmsjé Gauti hafði lokið sér af voru góð ráð dýr. Mugison, Amabadama og Jónas Sig eftir. Pabbarnir spenntir, börnin farin að ókyrrast. En þá er gott að einhverjir strákar voru að prufukeyra drónann sinn, það var hægt að ná í fótbolta í bílnum og hundasúrur voru óteljandi á svæðinu. Í ljós kom að fyrir tvær stelpur, fimm og sjö ára, sem aldrei hafa prófað hundasúrur - þá eru þær það mest spennandi í heiminum. Sömuleiðis reyndust fleiri á svæðinu áhugasamir að sparka bolta með sex ára fótboltafíkli. Sumir á ellefta bjór en þeim mun áhugasamari að leika sér með bolta. Aðrir á svipuðum aldri og til í rennitæklingar á grænu grasinu á Reykjum. Það ætti engin haka að falla í gólfið yfir þeirri staðreynd að Mugison hafi sjarmað alla upp úr skónum með sveit sinni. Mugimama sjálf var kölluð á svið, Rúna Esradóttir, þegar Mugison flutti sína frægustu „klámvísu“ eins og hann kallar lagið sívinsæla um Gúanóstelpuna. Klámvísa? Tja, það er ekki hver sem er sem fær alla til að syngja með línunni: „langar að hitta þig, kíkja smá inn í þig“.Hjarta mitt Amabadammdamm Svo skemmtilega vildi til að á meðan Mugison spilaði eitt laga sinna fór rafmagnið af sviðinu. Ekki bestu tíðindinn fyrir útitónleika en þá er um að gera að bjarga sér. Og það gerði Vestfirðingurinn með því að fara með sveitina út í áhorfendaskarann og spila órafmagnað. Sungið var með í laginu Stingum af þótt þeir félagar hafi sleppt hluta seinni hluta lagsins og farið beint í viðlagið, svo allir gætu verið með. Viti menn, rafmagnið komst aftur á og næst á svið var stuðsveitin Amabadama með hina heillandi Sölku Sól í broddi fylkingar. „Amabadammdamm hjarta mitt Amabadammdamm“ hljómaði í fallegri kvöldsólinni og feðgin tóku undir eins og svo margir. Einhvern veginn er ekki hægt að gera annað en að brosa. Um þetta leyti var sex ára guttinn minn búinn að eignast vin á fótboltavellinum. En nú var hann horfinn. Svo sem ekki áhyggjuefni en jú, mér líður yfirleitt betur að vita hvar krakkarnir eru.Fyrsti gossopinn Skömmu síðar kemur minn maður gangandi með litla appelsíndós á milli handanna út úr veitingasölunni bak við sviðið. Sá hafði dottið í lukkupottinn en pabbi hins stráksins hafði ákveðið að bjóða þeim vinunum upp á gos, sem minn maður sötraði nú. Spenntur? Já, mjög. Hann vissi reyndar ekkert að þetta væri gos og hefur ákveðið að drekka aldrei gos. Ég ákvað reyndar að drekka ekki áfengi fyrr en eftir tvítugt en svo þurfti ekki meira en eina gullfallega stúlku í partýinu fyrir busaballið, að blanda G&T, til að breyta því. Engu að síður brá mér nokkuð að guttinn sex ára væri byrjaður að kynnast gosinu, sex ára, á undan systur sinni sjö ára sem sömuleiðis ætlar „aldrei“ að drekka gos. „Ha, hefur hann aldrei drukkið gos?“ sagði pabbi vinarins við mig undrandi þegar ég sagði honum þetta, í mesta bróðerni. Soparnir urðu ekki margir og strákarnir voru farnir að sparka boltanum aftur. Rétt í tíma fyrir pabbana að kíkja á lokaatriðið, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar.Mögnuð saga Jónasar Þótt ég þekki nokkur lög með Jónasi Sig, og hafi heyrt lítið annað en lofsöng um hann undanfarin ár, þá hef ég aldrei heyrt í honum á tónleikum áður. Skömmu fyrir ferðina norður las ég afar áhugavert viðtal Sólveigar Gísladóttur við Jónas þar sem hann sagði sögu sína. Þvílík saga. Í stuttu máli fór vinur hans í Alþýðuskólann og sendi honum plaköt af sér þar sem hann var orðinn einhver svaka spaði í hljómsveit. Jónas fylgdi á eftir og segir það hafa gert dreng með lítið sjálfstraust gott að verða hetja í hljómsveit. Sólstrandargæjar, kvíði, sumarið 1995, forritun, Vísindakirkjan og ísraelskur vinur í dönskuskóla sem fjármagnaði fyrstu plötu Jónasar. Sagan er mögnuð og má lesa hana nánar hér. Barnlaus hefði ég setið út síðasta lag, verið fyrirliði í uppklappsliðinu og aldrei viljað að kvöldið endaði. Þarna var hins vegar farið að síga á þreytulið þeirra 5, 6 og 7 ára enda klukkan farin að ganga eitt. Hafið er svart var útgöngulagið og ekki hægt að hugsa sér betra lag á göngu út í bíl, horfandi á sólina kasta gullfallegum litum á Drangey og sjóinn í kring.Eintóm bros og ekkert vesen Kvöldið var ógleymanlegt, hvort sem er fyrir föður á besta aldri, sex og sjö ára systkini eða alla hina tæplega eitt þúsund sem skemmtu sér á gullfallegum stað í takt við tónlist frábærra listamanna úr ólíkum áttum. Salka Sól komst vel að orði þegar hún sagðist hafa komið í fyrra, gjörsamlega fallið fyrir stað og stund og í framhaldinu óskað eftir því að fá að koma fram. Sem hún gerði, með stæl. Ég velti vel fyrir mér hvort það væri eitthvert vit í því að fara með svo unga krakka á svona hátíð. En hvort sem um var að ræða borgarbörn á táningsaldri í ævintýraferð eða reynslubolta úr sveitinni þá var ekkert vesen á neinum. Bros á hverju andliti og gleðin í fyrirrúmi. Á leiðinni aftur á Krókinn að tónleikum loknum stóðu lögreglumenn vaktina, létu fólk blása og ekki þótti smáfólkinu það minna spennandi. Upplifun eftir upplifun, úti á landi þar sem svo margt er að sækja sem fáir vita af. Hátíðin verður haldin í fjórða skipti næsta sumar og ekki úr vegi að taka helgina frá, skella sér á geggjaða tónleika og skola af sér í Grettislaug í leiðinni. Að neðan má sjá syrpu af myndum sem Hjalti Árna tók á Drangey Music Festival 2017. Hægt er að skoða myndirnar með því að fletta þeim.Jónas Sig og félagar slúttuðu einstöku kvöldi.Hjalti ÁrnaSalka Sól greip í trompetið eins og fleiri í Amabadama sem voru í banastuði.Hjalti ÁrnaKlifurmúsin Emmsjé Gauti og hinn ungi söngvari sem kom, sá og sigraði.Hjalti ÁrnaDrangey er glæsileg í kvöldsólinni á Reykjum.Hjalti ÁrnaÞessar skemmtu sér vel og ekki leiddist þeirri stuttu að fara á háhest.Hjalti ÁrnaHjalti ÁrnaÞegar rafmagnið fór af dóu menn ekki ráðalausir heldur fóru af rafmagnslausu sviðinu út í magnaðan gestahópinn.Hjalti ÁrnaEmmsjé Gauti vakti mikla lukku og sjónarspilið með Kela á trommunum var geggjað.Hjalti Árna Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Hvað segirðu, Drangey Music Festival?“ voru viðbrögð flestra þegar ég sagði þeim frá fyrirhugaðri ferð á tónleikahátíð á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Þegar viðkomandi komust að því hversu flott dagskráin væri urðu allir spenntir. Þó ekki nógu spenntir til að leggja land undir fót enda var veðurspáin ekkert til að hrópa húrra yfir frekar en aðrar helgar framan af sumri. Þó tókst mér að draga góðan vin með mér og úr varð að við fórum tveir með börn okkar fjögur, sem við eigum reyndar hvor í sínu lagi, norður í land. Sú yngsta gisti hjá ömmu sinni á Króknum en mín sex og sjö ára og hans fimm ára voru á leiðinni á tónleikahátíð, þar sem vegurinn endar. Og viti menn, sólin var komin fram úr skýjunum og byrjað að lægja þótt kalt væri í veðri. Two Guys and Three Babies hljómar eins og framhald á „stórmyndinni“ Three Men and a Baby sem skartaði þeim Ted Danson og Tom Selleck. Þó ég hafi ekki gerst svo frægur að sjá þá mynd, aðeins séð hulstrið á henni í hvert einasta skipti sem ég skannaði rekkana á vídeóleigunum í gamla daga, þá held ég að vandræði okkar hafi verið minni en þeirra þriggja. Enda eintóm gleði á Reykjum.Emmsjé Gauti og börnin Hvassviðrið um daginn hafði vafalítið töluverð áhrif á það hve fáir hentu upp tjaldi á svæðinu. Reykir eru í um fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá Sauðárkróki og er það tilfinning mín að stór hluti hafi verið Króksarar og sveitungar úr næsta nágrenni. Einn skipuleggjandinn, Áskell Heiðar Ásgeirsson, var brosmildur á svip þegar ég hitti á hann snemma kvölds og sagði um fjölmennustu hátíðina að ræða. Tónleikagestir slöguðu upp í þúsund. „Svona dagskrá selur,“ sagði Áskell Heiðar afslappaður. Heimamennirnir í Contalgen Funeral voru að ljúka leik við góðar undirtektir upp úr klukkan 21 þegar við mættum á svæðið vopnuð hlýjum fötum, útilegustólum, teppi og nesti í formi kanilsnúða, æðibita og annars kruðerís. Enginn bjór í kvöld, engin vitleysa. Bara ábyrgur faðir að gera tilraun með börn sín eftir háttatíma. Næstur á svið var besti vinur barnanna 2017, því getur líklega enginn mótmælt. Emmsjé Gauti. Fyrir því voru allir undir tvítugu og vafalítið fjölmargir eldri spenntastir. Enda Gauti með frábæra sviðsframkomu og húmor auk þess sem lagið Reykjavík er okkar er á hvers manns vörum.Þetta má! Gauti stóð svo sannarlega fyrir sínu með einvalalið sér við hlið þar sem Hrafnkell Örn Guðjónsson fór á kostum á trommunum. Það er fátt tilkomumeira en að sjá Kela með rauða hárið taka á trommunum. Gauti upplýsti snemma hvað það hefði komið honum á óvart að tónleikarnir væru ekki úti í Drangey eins og nafn hátíðarinnar gefur vissulega til kynna. Hvort einhver haldi nokkurn tímann tónleika í Drangey (eða hafi gert það?) verður að koma í ljós en þangað til verða Reykir að duga. Og duga vel. Í framhaldinu fékk Gauti stóran hluta gesta, sem sátu svo þægilega í brekkunni og ætluðu að fylgjast með sitjandi, til að standa upp. Krakkarnir mínir og fleiri skelltu sér fremst og voru ofan í rapphetjunni fyrstu lögin milli þess sem þau gjóuðu augunum til pabba síns. Eitt skemmtilegt við að fara með svo ung börn í fyrsta skipti á útitónleika er sú staðreynd að viðmiðið er ekkert. Hvað má, hvað má ekki? Sá sex ára tók sér pásu og settist í lítinn útilegustól í einhverju lagi Gauta sem hann þekkti ekki. Svo kom „Þetta má“ og þá fór hann aftur fremst, og tók stólinn með! Sá ekkert athugavert við það að troða sér í gegnum þvöguna og planta sér fremst, fyrir framan sviðið. Ekki var ég að fara að stöðva hann. „Þetta má!“Ung hetja stal senunni Sviðið á Reykjum er einstaklega fallegt eins og sést glögglega á myndunum sem Hjalti Árna, Króksari með meiru, tók og fylgja þessari umfjöllun. Er ástæða til að benda sérstaklega á myndasyrpuna neðst í fréttinni. Gauti gat ekki á sér setið og bað um stiga til að geta prílað upp á sviðið, sem hann gerði við töluverðan fögnuð. Á meðan söng hann Silfurskottu og fékk svo ungan sjálfboðaliða úr aðdáendahópnum á sviðið til að syngja viðlagið sem líklega allir undir tvítugu kunna aftur á bak og áfram. Fyrir hina eldri er það svona. „Hún er týpan sem ég vil sjást með Veit ekki hvort hún eigi að treysta mér Ég er nýfarinn að haga mér Vil hafa hana með Ég veit það manna best“ Ekki var að sjá sviðsskrekk á hinum unga ofurhuga sem á eflaust seint eftir að gleyma augnablikinu þegar hann fyllti í skarð Aron Can sem syngur viðlagið í lagi Gauta. Frammistöðu hins unga kappa má sjá eftir um tíu mínútur í myndbandinu að neðan.Klámvísan hans Mugison Þegar Emmsjé Gauti hafði lokið sér af voru góð ráð dýr. Mugison, Amabadama og Jónas Sig eftir. Pabbarnir spenntir, börnin farin að ókyrrast. En þá er gott að einhverjir strákar voru að prufukeyra drónann sinn, það var hægt að ná í fótbolta í bílnum og hundasúrur voru óteljandi á svæðinu. Í ljós kom að fyrir tvær stelpur, fimm og sjö ára, sem aldrei hafa prófað hundasúrur - þá eru þær það mest spennandi í heiminum. Sömuleiðis reyndust fleiri á svæðinu áhugasamir að sparka bolta með sex ára fótboltafíkli. Sumir á ellefta bjór en þeim mun áhugasamari að leika sér með bolta. Aðrir á svipuðum aldri og til í rennitæklingar á grænu grasinu á Reykjum. Það ætti engin haka að falla í gólfið yfir þeirri staðreynd að Mugison hafi sjarmað alla upp úr skónum með sveit sinni. Mugimama sjálf var kölluð á svið, Rúna Esradóttir, þegar Mugison flutti sína frægustu „klámvísu“ eins og hann kallar lagið sívinsæla um Gúanóstelpuna. Klámvísa? Tja, það er ekki hver sem er sem fær alla til að syngja með línunni: „langar að hitta þig, kíkja smá inn í þig“.Hjarta mitt Amabadammdamm Svo skemmtilega vildi til að á meðan Mugison spilaði eitt laga sinna fór rafmagnið af sviðinu. Ekki bestu tíðindinn fyrir útitónleika en þá er um að gera að bjarga sér. Og það gerði Vestfirðingurinn með því að fara með sveitina út í áhorfendaskarann og spila órafmagnað. Sungið var með í laginu Stingum af þótt þeir félagar hafi sleppt hluta seinni hluta lagsins og farið beint í viðlagið, svo allir gætu verið með. Viti menn, rafmagnið komst aftur á og næst á svið var stuðsveitin Amabadama með hina heillandi Sölku Sól í broddi fylkingar. „Amabadammdamm hjarta mitt Amabadammdamm“ hljómaði í fallegri kvöldsólinni og feðgin tóku undir eins og svo margir. Einhvern veginn er ekki hægt að gera annað en að brosa. Um þetta leyti var sex ára guttinn minn búinn að eignast vin á fótboltavellinum. En nú var hann horfinn. Svo sem ekki áhyggjuefni en jú, mér líður yfirleitt betur að vita hvar krakkarnir eru.Fyrsti gossopinn Skömmu síðar kemur minn maður gangandi með litla appelsíndós á milli handanna út úr veitingasölunni bak við sviðið. Sá hafði dottið í lukkupottinn en pabbi hins stráksins hafði ákveðið að bjóða þeim vinunum upp á gos, sem minn maður sötraði nú. Spenntur? Já, mjög. Hann vissi reyndar ekkert að þetta væri gos og hefur ákveðið að drekka aldrei gos. Ég ákvað reyndar að drekka ekki áfengi fyrr en eftir tvítugt en svo þurfti ekki meira en eina gullfallega stúlku í partýinu fyrir busaballið, að blanda G&T, til að breyta því. Engu að síður brá mér nokkuð að guttinn sex ára væri byrjaður að kynnast gosinu, sex ára, á undan systur sinni sjö ára sem sömuleiðis ætlar „aldrei“ að drekka gos. „Ha, hefur hann aldrei drukkið gos?“ sagði pabbi vinarins við mig undrandi þegar ég sagði honum þetta, í mesta bróðerni. Soparnir urðu ekki margir og strákarnir voru farnir að sparka boltanum aftur. Rétt í tíma fyrir pabbana að kíkja á lokaatriðið, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar.Mögnuð saga Jónasar Þótt ég þekki nokkur lög með Jónasi Sig, og hafi heyrt lítið annað en lofsöng um hann undanfarin ár, þá hef ég aldrei heyrt í honum á tónleikum áður. Skömmu fyrir ferðina norður las ég afar áhugavert viðtal Sólveigar Gísladóttur við Jónas þar sem hann sagði sögu sína. Þvílík saga. Í stuttu máli fór vinur hans í Alþýðuskólann og sendi honum plaköt af sér þar sem hann var orðinn einhver svaka spaði í hljómsveit. Jónas fylgdi á eftir og segir það hafa gert dreng með lítið sjálfstraust gott að verða hetja í hljómsveit. Sólstrandargæjar, kvíði, sumarið 1995, forritun, Vísindakirkjan og ísraelskur vinur í dönskuskóla sem fjármagnaði fyrstu plötu Jónasar. Sagan er mögnuð og má lesa hana nánar hér. Barnlaus hefði ég setið út síðasta lag, verið fyrirliði í uppklappsliðinu og aldrei viljað að kvöldið endaði. Þarna var hins vegar farið að síga á þreytulið þeirra 5, 6 og 7 ára enda klukkan farin að ganga eitt. Hafið er svart var útgöngulagið og ekki hægt að hugsa sér betra lag á göngu út í bíl, horfandi á sólina kasta gullfallegum litum á Drangey og sjóinn í kring.Eintóm bros og ekkert vesen Kvöldið var ógleymanlegt, hvort sem er fyrir föður á besta aldri, sex og sjö ára systkini eða alla hina tæplega eitt þúsund sem skemmtu sér á gullfallegum stað í takt við tónlist frábærra listamanna úr ólíkum áttum. Salka Sól komst vel að orði þegar hún sagðist hafa komið í fyrra, gjörsamlega fallið fyrir stað og stund og í framhaldinu óskað eftir því að fá að koma fram. Sem hún gerði, með stæl. Ég velti vel fyrir mér hvort það væri eitthvert vit í því að fara með svo unga krakka á svona hátíð. En hvort sem um var að ræða borgarbörn á táningsaldri í ævintýraferð eða reynslubolta úr sveitinni þá var ekkert vesen á neinum. Bros á hverju andliti og gleðin í fyrirrúmi. Á leiðinni aftur á Krókinn að tónleikum loknum stóðu lögreglumenn vaktina, létu fólk blása og ekki þótti smáfólkinu það minna spennandi. Upplifun eftir upplifun, úti á landi þar sem svo margt er að sækja sem fáir vita af. Hátíðin verður haldin í fjórða skipti næsta sumar og ekki úr vegi að taka helgina frá, skella sér á geggjaða tónleika og skola af sér í Grettislaug í leiðinni. Að neðan má sjá syrpu af myndum sem Hjalti Árna tók á Drangey Music Festival 2017. Hægt er að skoða myndirnar með því að fletta þeim.Jónas Sig og félagar slúttuðu einstöku kvöldi.Hjalti ÁrnaSalka Sól greip í trompetið eins og fleiri í Amabadama sem voru í banastuði.Hjalti ÁrnaKlifurmúsin Emmsjé Gauti og hinn ungi söngvari sem kom, sá og sigraði.Hjalti ÁrnaDrangey er glæsileg í kvöldsólinni á Reykjum.Hjalti ÁrnaÞessar skemmtu sér vel og ekki leiddist þeirri stuttu að fara á háhest.Hjalti ÁrnaHjalti ÁrnaÞegar rafmagnið fór af dóu menn ekki ráðalausir heldur fóru af rafmagnslausu sviðinu út í magnaðan gestahópinn.Hjalti ÁrnaEmmsjé Gauti vakti mikla lukku og sjónarspilið með Kela á trommunum var geggjað.Hjalti Árna
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira