Fótbolti

Batistuta haltur eftir langan feril

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Batistuta fagnar í leik með Fiorentina.
Batistuta fagnar í leik með Fiorentina. vísir/getty
Það getur tekið sinn toll að vera atvinnumaður í knattspyrnu til lengri tíma og það hefur Argentínumaðurinn Gabriel Omar Batistuta fengið að upplifa.

Hann lagði skóna á hilluna árið 2005 en hann var þá 36 ára gamall. Hann lék 430 leiki á ferlinum og skoraði í þeim 245 mörk. Hann spilaði þess utan 78 landsleiki fyrir Argentínu og skoraði þar 56 mörk.

Batistuta er lemstraður í dag og haltrar hvert sem hann fer.

„Það er erfitt fyrir mig að ganga því ég gaf fótboltanum meira en ég hafði að gefa. Ég elskaði fótbolta og gaf alltaf 120 prósent. Ég hef fengið að gjalda þess æ síðan,“ sagði Batistuta.

Hann lék lengstum með Fiorentina á Ítalíu. Þar spilaði hann 269 leiki og skoraði  168 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×