Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Boltarnir sem notaðir hafa verið í ensku bikarkeppnunum í vetur virðast ekki hafa slegið í gegn. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, leyfði sér að kvarta undan boltanum í ljósi þess að liðið hafði unnið Plymouth í FA-bikarnum á laugardag. Enski boltinn 3.3.2025 09:02
Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stjóri Stockport County var í skýjunum með unga Íslendinginn sinn um helgina. Benóný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool og var hylltur með víkingaklappi. Enski boltinn 3.3.2025 08:31
Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði. Fótbolti 3.3.2025 08:01
Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Manchester United kemst ekki í úrslit ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið er úr leik eftir tap gegn Fulham í vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 2. mars 2025 16:01
Kristianstad byrjar vel í bikarnum Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Kristianstad sem vann 2-1 sigur á AIK í fyrsta leik sínum í riðli 4 í sænsku bikarkeppninni í fótbolta. Fótbolti 2. mars 2025 15:57
Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Barcelona valtaði yfir Real Sociedad í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 og Barcelona er komið á toppinn. Fótbolti 2. mars 2025 14:46
Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í 1-2 sigri á Vestra í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 2. mars 2025 14:44
Draumainnkoma Dags Dagur Dan Þórhallsson átti sannkallaða draumainnkomu þegar Orlando City sigraði Toronto, 4-2, í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt. Dagur skoraði mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Fótbolti 2. mars 2025 14:18
Welbeck skaut Brighton áfram Danny Welbeck skaut Brighton & Hove Albion í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar með marki í framlengingu gegn Newcastle United. Enski boltinn 2. mars 2025 13:17
Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Benóný Breki Andrésson skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska C-deildarliðið Stockport County þegar það sigraði Blackpool, 2-1, í gær. Enski boltinn 2. mars 2025 12:01
Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni David Nielsen er nýr þjálfari Horsens í dönsku B-deild karla í knattspyrnu. Galdur Guðmundsson gekk nýverið til liðs við félagið eftir að hafa verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn undanfarin ár. Fótbolti 2. mars 2025 08:00
Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Stór breyting verður gerð á knattspyrnulögunum. Mun hún taka gildi í stóru deildum Evrópu á næstu leiktíð. Nú mega markverðir aðeins halda á knettinum í átta sekúndur. Ef lengri tími líður mun andstæðingurinn fá hornspyrnu. Fótbolti 2. mars 2025 07:01
Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hreint út sagt frábært mark þegar lið hans Al Orubah vann frægkinn 2-1 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í efstu deild Sádi-Arabíu. Fótbolti 1. mars 2025 23:30
Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. Enski boltinn 1. mars 2025 22:47
Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club. Fótbolti 1. mars 2025 22:04
Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. Fótbolti 1. mars 2025 19:30
Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Napoli og Inter gerðu 1-1 jafntefli í toppslag Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Fótbolti 1. mars 2025 19:08
Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Englandsmeistarar Manchester City lentu í ákveðnum vandræðum þegar Plymouth Argyle mætti til Manchester í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Guðlaugur Victor Pálsson sat allan leikinn á varamannabekk gestanna. Enski boltinn 1. mars 2025 17:17
„Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Framherjinn Benóný Breki Andrésson er kominn á blað í ensku C-deildinni. Hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Stockport County í 2-1 sigri á Blackpool. Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var einnig á skotskónum í Grikklandi. Fótbolti 1. mars 2025 17:05
Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Atalanta og Venezia gerðu markalaust jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Venezia sem er í harðri fallbaráttu. Fótbolti 1. mars 2025 16:03
Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. Enski boltinn 1. mars 2025 14:45
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. Enski boltinn 1. mars 2025 14:25
Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? Júlíus Magnússon lék allan leikinn fyrir Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í lokaleik sínum í riðli 7 í sænsku bikarkeppninni í dag. Fótbolti 1. mars 2025 14:09
„Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Albert Guðmundsson sneri aftur á völlinn þegar Fiorentina sigraði Lecce, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Knattspyrnustjóri Fiorentina hrósaði honum í hástert eftir leikinn. Fótbolti 1. mars 2025 13:17