Allra besta sumarvinnan Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. júlí 2017 10:00 Leikararnir ásamt leikstjóranum, f.v Jón Bjarni Emilsson, George Ari Devos, Tómas Nói og Erlen Isabella Einarsdóttir. Á myndina vantar einn leikarann, Kristínu Önnu. Þetta var allrabesta sumarvinnan,“ segir Tómas Nói Emilsson, ungur og upprennandi kvikmyndargerðarmaður en hann leikstýrði og tók upp sína fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. „Þau hjá Emmessís sáu viðtal við mig í Fréttablaðinu í vor, höfðu samband og báðu mig um að búa til auglýsingu fyrir sig. Þau voru með grófa hugmynd um hvernig hún ætti að vera en svo átti ég að sjá um allt saman. Vinna hugmyndina betur, finna krakka til að leika, leikstýra og finna tökustað. Svo þurfti að útvega græjur og fleira,“ segir Tómas. Þetta hafi verið hörkuvinna. „Ég var mikið í útlöndum með fjölskyldunni í sumar svo ég þurfti að klára þetta verkefni allt á einni viku. Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast en þetta var erfitt – að undirbúa allt, taka upp og klippa. Dagarnir voru dálítið langir,“ segir Tómas en það fylgi kvikmyndabransanum. „Já, maður bara reddaði þessu,“ segir hann hress.„Mesti tíminn fór í undirbúning, tíu tímar á dag í nokkra daga. Aðaltökudagurinn var líka tíu tímar, átta tímar fóru í tökurnar sjálfar og tveir tímar í að gera tilbúið og ganga svo frá. Ég talaði við nokkra krakka sem ég þekki og vissi að finnst gaman að leika. Þau höfðu leikið áður en ekki gert neitt kvikmyndatengt. Meðalaldurinn í hópnum er tólf og hálft ár en þau stóðu sig ótrúlega vel. Sátu ekki og biðu í tíu tíma heldur hjálpuðu mikið til við undirbúninginn og hjálpuðu með ljósin og fleira í tökum, bara eins og alvöru kvikmyndatökuteymi. Svo tók við klippivinna sem ég sá alveg um.“„Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Tómas Nói Emilsson en hann leikstýrði sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. mynd/VilhelmTómas Nói er ekki ókunnugur handtökunum á setti en hann sigraði á stuttmyndahátíðinni í Bíói Paradís með stuttmynd sína Stökkið fyrir tveimur árum og hefur sjálfur leikið í auglýsingu og í tónlistarmyndbandi. Hann segir þetta þó fyrsta stóra verkefnið en vonandi upphafið að því sem koma skal. Hver var helsta áskorunin í verkefninu? „Erfiðast var sennilega að finna tökustað. Ístrukkurinn átti að keyra um svo við þurftum stóran gólfflöt og mikið pláss. Það þýddi ekkert að vera í lítilli íbúð og ég eyddi mörgum klukkutímum í að finna nógu stórt pláss,“ segir Tómas. „Þetta er það langstærsta sem ég hef gert og það skemmtilegasta. Ég lærði helling á þessu og ég vona að fleiri verkefni fylgi í kjölfarið; tónlistarmyndbönd eða fleiri auglýsingar. Ég er búinn að smala saman nokkrum strákum í teymi og einn er mjög góður klippari. Ég er meira að segja kominn með smá fyrirtæki í kringum þetta, Stúdíó Blönduhlíð og er að setja Facebooksíðu í gang,“ segir Tómas Nói.Hér með fréttinni má sjá auglýsinguna og einnig myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við tökur. Krakkar Tengdar fréttir Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Þetta var allrabesta sumarvinnan,“ segir Tómas Nói Emilsson, ungur og upprennandi kvikmyndargerðarmaður en hann leikstýrði og tók upp sína fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. „Þau hjá Emmessís sáu viðtal við mig í Fréttablaðinu í vor, höfðu samband og báðu mig um að búa til auglýsingu fyrir sig. Þau voru með grófa hugmynd um hvernig hún ætti að vera en svo átti ég að sjá um allt saman. Vinna hugmyndina betur, finna krakka til að leika, leikstýra og finna tökustað. Svo þurfti að útvega græjur og fleira,“ segir Tómas. Þetta hafi verið hörkuvinna. „Ég var mikið í útlöndum með fjölskyldunni í sumar svo ég þurfti að klára þetta verkefni allt á einni viku. Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast en þetta var erfitt – að undirbúa allt, taka upp og klippa. Dagarnir voru dálítið langir,“ segir Tómas en það fylgi kvikmyndabransanum. „Já, maður bara reddaði þessu,“ segir hann hress.„Mesti tíminn fór í undirbúning, tíu tímar á dag í nokkra daga. Aðaltökudagurinn var líka tíu tímar, átta tímar fóru í tökurnar sjálfar og tveir tímar í að gera tilbúið og ganga svo frá. Ég talaði við nokkra krakka sem ég þekki og vissi að finnst gaman að leika. Þau höfðu leikið áður en ekki gert neitt kvikmyndatengt. Meðalaldurinn í hópnum er tólf og hálft ár en þau stóðu sig ótrúlega vel. Sátu ekki og biðu í tíu tíma heldur hjálpuðu mikið til við undirbúninginn og hjálpuðu með ljósin og fleira í tökum, bara eins og alvöru kvikmyndatökuteymi. Svo tók við klippivinna sem ég sá alveg um.“„Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Tómas Nói Emilsson en hann leikstýrði sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. mynd/VilhelmTómas Nói er ekki ókunnugur handtökunum á setti en hann sigraði á stuttmyndahátíðinni í Bíói Paradís með stuttmynd sína Stökkið fyrir tveimur árum og hefur sjálfur leikið í auglýsingu og í tónlistarmyndbandi. Hann segir þetta þó fyrsta stóra verkefnið en vonandi upphafið að því sem koma skal. Hver var helsta áskorunin í verkefninu? „Erfiðast var sennilega að finna tökustað. Ístrukkurinn átti að keyra um svo við þurftum stóran gólfflöt og mikið pláss. Það þýddi ekkert að vera í lítilli íbúð og ég eyddi mörgum klukkutímum í að finna nógu stórt pláss,“ segir Tómas. „Þetta er það langstærsta sem ég hef gert og það skemmtilegasta. Ég lærði helling á þessu og ég vona að fleiri verkefni fylgi í kjölfarið; tónlistarmyndbönd eða fleiri auglýsingar. Ég er búinn að smala saman nokkrum strákum í teymi og einn er mjög góður klippari. Ég er meira að segja kominn með smá fyrirtæki í kringum þetta, Stúdíó Blönduhlíð og er að setja Facebooksíðu í gang,“ segir Tómas Nói.Hér með fréttinni má sjá auglýsinguna og einnig myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við tökur.
Krakkar Tengdar fréttir Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00