Ólafía í 6. sæti eftir frábæra spilamennsku í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 18:15 Ólafía Þórunn er efsti Evrópubúinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einstaklega vel á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fer fram á North Ayrshire í Skotlandi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er í 6. sæti. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu.mynd/skjáskot af vef lpgaÓlafía lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari. Hún byrjaði svo á því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Ólafía lét það ekki á sig fá, fékk par, fugl og loks örn á næstu þremur holum. Hún fékk svo einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum. Ólafía byrjaði seinni níu holurnar á því að fá tvö pör. Síðan komu tveir skollar en Ólafía núllaði þá út með tveimur fuglum í röð. Hún lék svo síðustu þrjár holurnar á parinu og hélt 6. sætinu. Eftir gærdaginn var Ólafía í 37.-54. sæti. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum er með forystu en hún er samtals á fimm höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála í dag í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einstaklega vel á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fer fram á North Ayrshire í Skotlandi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er í 6. sæti. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu.mynd/skjáskot af vef lpgaÓlafía lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari. Hún byrjaði svo á því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Ólafía lét það ekki á sig fá, fékk par, fugl og loks örn á næstu þremur holum. Hún fékk svo einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum. Ólafía byrjaði seinni níu holurnar á því að fá tvö pör. Síðan komu tveir skollar en Ólafía núllaði þá út með tveimur fuglum í röð. Hún lék svo síðustu þrjár holurnar á parinu og hélt 6. sætinu. Eftir gærdaginn var Ólafía í 37.-54. sæti. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum er með forystu en hún er samtals á fimm höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála í dag í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira