Ljúffengar muffins í hollari kantinum Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 15:00 Volgar bláberjamuffins klikka aldrei. NORDICPHOTOS/GETTY Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar. Matur Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar.
Matur Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira