Tónlist, hjólabrettakennsla, beatboxkennsla, jóga, myndlist, föndur, töframaður, skemmtiatriði, nudd, ritlist, ungbarnasvæði er meðal annars í boði á sunnudaginn næsta, 30. júlí á Klambratúni, en þá verður haldin svokölluð Barnahátíð. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, veðurspáin er góð þannig þetta er kjörið tækifæri til að gera eitthvað úr sunnudeginum.
Miðarnir fást á tix.is og kostar 1.200 krónur inn fyrir hvern og einn, eða 4.000 krónur fyrir fjóra.
Skemmtun og fróðleikur, fyrir okkur og börnin á Klambratúni hljómar mjög vel.

