Lífið

Eurovision verður í tuttugu þúsund manna höll í Lissabon

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sobral vann í Kænugarði á þessu ári.
Sobral vann í Kænugarði á þessu ári.
Skipuleggjendur Eurovision keppninnar í Portúgal 2018 (ríkissjónvarpsstöðin RTP) tilkynntu í í gær að 63. keppnin verði haldin í MEO höllinni í Lissabon sem tekur um tuttugu þúsund manns. Þetta kemur fram á vefsíðu FÁSES.

Borgin verður að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Höll sem rúmar 7-10 þúsund manns
  • Aðstöðu fyrir 1600 blaðamenn nálægt höll
  • Aðstöðu fyrir opnunarhátíð og lokahátíð Eurovision (á að rúma 3 þúsund manns)
  • 2000 hótelherbergi (á sanngjörnu verði og ágætlega staðsett)
  • Öryggi tryggt
  • Nútíma samgöngur (alþjóðaflugvöllur og aðrar samgöngur til staðar)
  • Góðar aðstæður fyrir þátttakendur
  • Skemmtidagskrá 
Keppnin verður haldin 8., 10. og 12. maí á næsta ári og það í Lissabon. Það var hinn portúgalski Salvador Sobral sem vann Eurovision í Kænugarði í maí eins og Vísir fjallaði ítarlega um. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×