Lífið

Mayer kemur Bieber til varnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
John Mayer minnir okkur á að öllum er hollt að þekkja eigin mörk.
John Mayer minnir okkur á að öllum er hollt að þekkja eigin mörk. Vísir/getty
Söngvarinn John Mayer kom kollega sínum í tónlistinni til varnar á Twitter í kvöld þegar hann sagði að það væri í rauninni gott að Justin Bieber hefði aflýst tónleikaferð sinni. 

Öllum að óvörum tilkynnti Justin Bieber á Facebooksíðu sinni að hann hefði tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum tónleikum sem eftir voru á tónleikaferðalagi hans Purpose World Tour

John Mayer benti tístverjum á að það sé ástæða fyrir því að tónlistarmaður aflýsi tónleikum. Ef Bieber virti að vettugi eigin mörk myndi hann valda sjálfum sér skaða. Hann minnir á að við séum nýlega búin að missa frábæra listamenn og að hann sé ánægður með að Bieber viti hvenær hann eigi að hætta.

Hér að neðan er hægt að lesa tístin frá Mayer.


Tengdar fréttir

Justin Bieber aflýsir öllum tónleikum

Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna finnur söngvarinn Justin Bieber sig knúinn til að aflýsa öllum tónleikum sem eftir eru á tónleikaferð hans Purpose World Tour.

Cornell svipti sig lífi

Hann er sagður hafa hengt sig á hótelherbergi í Detroit eftir tónleika með hljómsveit sinni Soundgarden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.