Lífið

Justin Bieber aflýsir öllum tónleikum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í tilkynningunni kom ekki fram hvers vegna þessi ákvörðun hafi verið tekin.
Í tilkynningunni kom ekki fram hvers vegna þessi ákvörðun hafi verið tekin. Vísir/getty
Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna finnur söngvarinn Justin Bieber sig knúinn til að aflýsa öllum tónleikum sem eftir eru á tónleikaferð hans Purpose World Tour.

Bieber segist elska aðdáendur sína og að honum þyki mjög leitt að valda þeim vonbrigðum.

Í tilkynningu frá Bieber segir að hann sé þakklátur fyrir alla tónleikana sem hann hafi haldið á tónleikaferðalaginu. Að vel hugsuðu máli hafi sú ákvörðun verið tekin að aflýsa frekara tónleikahaldi. Í tilkynningunni kemur hvergi fram hvers vegna þessi ákvörðun hafi verið tekin.

Allir fá miðana sína endurgreidda.

Hér að neðan er tilkynningin í fullri lengd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.