Axel Íslandsmeistari í annað sinn eftir bráðabana Kristinn Páll Teitsson á Hvaleyrarvelli skrifar 23. júlí 2017 18:15 Axel Bóasson hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í golfi. vísir/andri marinó Axel Bóasson, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki á heimavelli sínum eftir bráðabana en ótrúleg fimm högga sveifla á lokaholunum sendi þetta í bráðabana þótt að Axel hafi leitt um tíma með sjö höggum. Er þetta í annað skiptið sem Axel verður Íslandsmeistari í höggleik en hann vann í fyrsta sinn í Leirunni árið 2011. Fór mótið fram á golfvelli Golfklúbbsins Keilis á þessu ári í tilefni fimmtíu ára afmæli klúbbsins en þetta er í þriðja skiptið sem mótið fer fram á þessum velli. Veðuraðstæður stríddu kylfingum framan af og fékk Axel líkt og allir í ráshóp hans skolla á annarri braut en hann svaraði með þremur fuglum og var ellefu höggum undir pari eftir níu holur. Var hann kominn með sex högga forskot á Harald Franklín á þeim tímapunkti. Slæmt upphafshögg á tólftu holu þýddi að hann tapaði höggi en þrátt fyrir það hélt hann góðu forskoti á þeim tímapunkti. Var það ekki fyrr en á sautjándu holu sem Haraldur náði að minnka forskotið niður í þrjú högg en það reyndist of seint. Upphafshögg Axels og Haralds kom þeim í smá vandræði á átjándu braut en innáhögg Axels fór í steinana og þurfti hann að slá út á braut aftur til að bjarga sér. Gaf það Haraldi líflínu á lokaholunni eftir að hafa verið fimm höggum eftir á þegar komið var á sautjándu braut. Á átjándu fór allt í bál og brand hjá Axeli en hann þurfti að slá úr steinatorfæru aftur inn á braut eftir slakt innáhögg og setti Haraldur pressu á hann með því að setja niður langt pútt fyrir fugli. Axel fékk færi á því að setja niður fyrir sigrinum en fór framhjá holu af 4 metra færi og þurfti því bráðabana til að knýja fram úrslitin. Haraldur byrjaði bráðabanann illa á því að fá skolla á 10. braut eftir að hafa farið í sandgryfjuna og fugl Axels á elleftu þýddi að aftur þurfti Haraldur að vinna upp forskot á lokaholunni. Þar lék Axel holuna af miklu öryggi og setti niður fyrir pari á meðan Haraldur fékk skolla og játaði sig sigraðan fyrir lokapúttið hjá Axeli. Fylgst var með Íslandsmótinu í golfi í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.
Axel Bóasson, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki á heimavelli sínum eftir bráðabana en ótrúleg fimm högga sveifla á lokaholunum sendi þetta í bráðabana þótt að Axel hafi leitt um tíma með sjö höggum. Er þetta í annað skiptið sem Axel verður Íslandsmeistari í höggleik en hann vann í fyrsta sinn í Leirunni árið 2011. Fór mótið fram á golfvelli Golfklúbbsins Keilis á þessu ári í tilefni fimmtíu ára afmæli klúbbsins en þetta er í þriðja skiptið sem mótið fer fram á þessum velli. Veðuraðstæður stríddu kylfingum framan af og fékk Axel líkt og allir í ráshóp hans skolla á annarri braut en hann svaraði með þremur fuglum og var ellefu höggum undir pari eftir níu holur. Var hann kominn með sex högga forskot á Harald Franklín á þeim tímapunkti. Slæmt upphafshögg á tólftu holu þýddi að hann tapaði höggi en þrátt fyrir það hélt hann góðu forskoti á þeim tímapunkti. Var það ekki fyrr en á sautjándu holu sem Haraldur náði að minnka forskotið niður í þrjú högg en það reyndist of seint. Upphafshögg Axels og Haralds kom þeim í smá vandræði á átjándu braut en innáhögg Axels fór í steinana og þurfti hann að slá út á braut aftur til að bjarga sér. Gaf það Haraldi líflínu á lokaholunni eftir að hafa verið fimm höggum eftir á þegar komið var á sautjándu braut. Á átjándu fór allt í bál og brand hjá Axeli en hann þurfti að slá úr steinatorfæru aftur inn á braut eftir slakt innáhögg og setti Haraldur pressu á hann með því að setja niður langt pútt fyrir fugli. Axel fékk færi á því að setja niður fyrir sigrinum en fór framhjá holu af 4 metra færi og þurfti því bráðabana til að knýja fram úrslitin. Haraldur byrjaði bráðabanann illa á því að fá skolla á 10. braut eftir að hafa farið í sandgryfjuna og fugl Axels á elleftu þýddi að aftur þurfti Haraldur að vinna upp forskot á lokaholunni. Þar lék Axel holuna af miklu öryggi og setti niður fyrir pari á meðan Haraldur fékk skolla og játaði sig sigraðan fyrir lokapúttið hjá Axeli. Fylgst var með Íslandsmótinu í golfi í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK. 23. júlí 2017 17:01 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK. 23. júlí 2017 17:01