Heldur róleg veiði í Blöndu en sem komið er Karl Lúðvkísson skrifar 22. júlí 2017 11:00 Breiðan í Blöndu er magnaður veiðistaður. Mynd: Lax-Á Blanda er og hefur verið ein af aflahæstu ám landsins þrátt fyrir að taka oft ansi miklar dýfur á milli góðu áranna. Veiðin í Blöndu í fyrra var 2386 laxar sem þykir góð veiði í ánni en bestu árin í henni frá aldamótum voru 2015 en það var metár í ánni þegar 4829 laxar komu á land. Meira að segja á því slaka sumri 2014 veiddust 1931 lax í ánni á meðan flestar ár landsins voru í mestu niðursveiflu sem mælst hefur. Árið 2013 veiddust 2611, 2011 veiddust 2032 og árið á undan 2770. Eina árið sem rétt er að nefna sem eitt af bestu árum Blöndu er 2009 þegar 2413 laxar veiddust. Nú ber svo við að veiðin í sumar hefur verið mjög róleg en 19. júlí voru aðeins komnir 745 laxar á land sem er langt undir veiði sama tíma á þeim viðmiðunarárum sem teljast til góðra ára. Á sama tíma 2016 voru komnir 1492 laxar, 2015 voru þeir 1638, 2014 voru 1060 komnir á land og 2013 voru 1471 laxar veiddir á þessum tíma. Eitt einkennir þó taktinn í veiðinni í Blöndu samfara straumum en það er kippur sem kemur oft í hana með sterkum smálaxagöngum seinni part júlí og nú er þess beðið í Blöndu og fleiri ám á norðurlandi að smálaxinn fari að láta sjá sig en þetta þykir vera heldur rýrt smálaxaár á norðurlandi það sem af er. Aðeins Blanda og Miðfjarðará af komast þó á listann yfir aflahæstu ár landins þetta sumarið en sem komið er en Laxá á Ásum er þar í ellefta sæti með 375 laxa. Þar vantar líka þann kraft í veiðina sem einkennir þessa frægu á. Laxá í Aðaldal er aðeins með 317 laxa sem er um 200 löxum minni veiði en í fyrra og Víðidalsá er með 315 á móti 425 í fyrra en þá veiddust samtals 1137 laxar í ánni. Það er vonandi að það rætist úr smálaxagöngum á norðurlandi á þessum straum annars er árið heilt yfir heldur undir meðaltali og væntingum sem voru á lofti eftir góða byrjun á tímabilinu í sumum ánum. Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði
Blanda er og hefur verið ein af aflahæstu ám landsins þrátt fyrir að taka oft ansi miklar dýfur á milli góðu áranna. Veiðin í Blöndu í fyrra var 2386 laxar sem þykir góð veiði í ánni en bestu árin í henni frá aldamótum voru 2015 en það var metár í ánni þegar 4829 laxar komu á land. Meira að segja á því slaka sumri 2014 veiddust 1931 lax í ánni á meðan flestar ár landsins voru í mestu niðursveiflu sem mælst hefur. Árið 2013 veiddust 2611, 2011 veiddust 2032 og árið á undan 2770. Eina árið sem rétt er að nefna sem eitt af bestu árum Blöndu er 2009 þegar 2413 laxar veiddust. Nú ber svo við að veiðin í sumar hefur verið mjög róleg en 19. júlí voru aðeins komnir 745 laxar á land sem er langt undir veiði sama tíma á þeim viðmiðunarárum sem teljast til góðra ára. Á sama tíma 2016 voru komnir 1492 laxar, 2015 voru þeir 1638, 2014 voru 1060 komnir á land og 2013 voru 1471 laxar veiddir á þessum tíma. Eitt einkennir þó taktinn í veiðinni í Blöndu samfara straumum en það er kippur sem kemur oft í hana með sterkum smálaxagöngum seinni part júlí og nú er þess beðið í Blöndu og fleiri ám á norðurlandi að smálaxinn fari að láta sjá sig en þetta þykir vera heldur rýrt smálaxaár á norðurlandi það sem af er. Aðeins Blanda og Miðfjarðará af komast þó á listann yfir aflahæstu ár landins þetta sumarið en sem komið er en Laxá á Ásum er þar í ellefta sæti með 375 laxa. Þar vantar líka þann kraft í veiðina sem einkennir þessa frægu á. Laxá í Aðaldal er aðeins með 317 laxa sem er um 200 löxum minni veiði en í fyrra og Víðidalsá er með 315 á móti 425 í fyrra en þá veiddust samtals 1137 laxar í ánni. Það er vonandi að það rætist úr smálaxagöngum á norðurlandi á þessum straum annars er árið heilt yfir heldur undir meðaltali og væntingum sem voru á lofti eftir góða byrjun á tímabilinu í sumum ánum.
Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði