Ítalía er ráðgáta Þorvaldur Gylfason skrifar 20. júlí 2017 07:00 Ítalía er eins og listasafn. Nei, ég ætla að byrja aftur: Ítalía er listasafn. Fegurðin er ekki bundin við Feneyjar, Flórens og Róm, heldur prýðir hún landið nánast allt frá norðri til suðurs, sveit og borg og einnig eyjarnar, þ. á m. Sardiníu og Sikiley. Náttúrufegurð, fagrar byggingar og listaverk frá ýmsum tímum mynda órofa heild. Mig rámar í frásögn af fundi hagfræðinga á Ítalíu fyrir 30-40 árum þar sem áhyggjufullir heimamenn lýstu lítilli trú á efnahagsframför landsins fyrir erlendum gestum eftir rífandi gang efnahagslífsins frá stríðslokum fram yfir 1970. Þá sagði bandaríski hagfræðingurinn John Kenneth Galbraith: Herðið upp hugann. Lítið í kringum ykkur. Ítalar hafa fáheyrt fegurðarskyn sem mun nýtast nútímanum, t.d. í fatahönnun og ferðamennsku. Galbraith reyndist sannspár.Skin og skúrirSaga Ítalíu vitnar um mikil afrek á mörgum sviðum, allar götur frá Rómaveldi fram á okkar daga. Róm var stærsta borg heims í 500 ár, frá 100 f.kr. til 400 e.kr. þegar Istanbúl eins og hún heitir nú óx Róm yfir höfuð. Við tóku myrkar miðaldir. Endurreisnin hófst á Ítalíu á 14. öld og barst þaðan til annarra Evrópulanda, þ.m.t. upprisa vísindanna gegn kreddum kirkjunnar. Bókmenntir, listir og vísindi voru öldum saman hryggjarstykkið í ítalskri menningu. Stjórnmál sátu á hakanum. Ítalía náði þó að sameinast undir einni stjórn 1861, tíu árum á undan Þýzkalandi. Í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 börðust Ítalar með bandamönnum (Bretum, Frökkum og Rússum), en þeir náðu litlum árangri og máttu þola mikið mannfall. Þótt þeir hefðu skipað sér í sveit með sigurvegurunum voru Ítalar niðurlútir að loknu stríði líkt og Þjóðverjar. Þar liggur hluti skýringarinnar á uppgangi fasista á Ítalíu eftir fyrra stríð og bandalagi þeirra við þýzka nasista. Eftir ósigur Þjóðverja og Ítala í síðari heimsstyrjöldinni settu bæði löndin sér nýjar stjórnarskrár, Ítalar 1948 og Þjóðverjar 1949. Endurreisn efnahagslífsins gekk vel og lífskjör bötnuðu hratt í báðum löndum fyrstu áratugina eftir stríð. Þjóðartekjur á mann í löndunum tveim fylgdust að í grófum dráttum fram að aldamótunum 2000. Þýzkaland bjó við stöðugt stjórnarfar en Ítalía skipti um ríkisstjórn á hverju ári eða því sem næst. Nú situr 65. ríkisstjórn Ítalíu frá 1946. Ekki varð séð að óstöðugleiki í ítölskum stjórnmálum stæði viðgangi efnahagslífsins fyrir þrifum. Það kom á óvart.Þegar flokkakerfi springurÞrátt fyrir tíð stjórnarskipti var flokkur Kristilegra demókrata á Ítalíu nær alltaf í ríkisstjórn unz flokkakerfið sprakk af spillingu 1992-1994. Aðeins einn þingflokkur starfar enn undir óbreyttu nafni. Allir hinir flokkarnir voru ýmist leystir upp eða skiptu um nafn. Um skeið sætti meira en helmingur ítalskra þingmanna opinberum ákærum fyrir spillingu. Meira en 400 bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Margir stjórnmálamenn og viðskiptaforkólfar fengu fangelsisdóma. Það var í þessu ástandi að auðjöfurinn Silvio Berlusconi sem áður hafði sungið dægurlög m.a. á súlustöðum stofnaði nýjan flokk og bauð sig fram til þings 1994, sumir segja til að komast í aðstöðu til að vernda sjálfan sig og fyrirtæki sín fyrir ákæruvaldinu. Berlusconi varð forsætisráðherra og beitti sér sem slíkur og í þinginu gegn ákæruvaldinu. Allt fór á annan endann líkt og í Bandaríkjunum að undanförnu. Berlusconi tókst að bola aðalsaksóknaranum, Antonio Di Petro, úr starfi strax árið eftir, 1995, og hrökklaðist sjálfur sama ár frá völdum sem hann náði síðan aftur 2001 og sat þá til 2006 og aftur 2008-2011. Lítill árangur náðist við landstjórnina þar eð landið logaði í hneykslismálum kringum Berlusconi sem fékk að endingu dóma fyrir að því er virðist lítinn hluta brota sinna. Landið líður enn fyrir mafíuna sem yfirvöldum tókst að vísu að kveða niður á Sikiley eftir að tveir dómarar þar voru myrtir og eyjarskeggjar sögðu loksins hingað og ekki lengra. Mafían heldur þó áfram að heimta verndarfé af fyrirtækjum á meginlandinu og kveikja í hjá þeim sem neita að borga. Sumt tókst betur, t.d. að halda Ítalíu innan ESB með evrunni og öllu saman.Tekjur og langlífiÞjóðartekjur á mann voru svipaðar á Ítalíu og í Þýzkalandi allar götur frá 1970 fram yfir aldamótin 2000. Þá tók Ítalía að dragast aftur úr Þýzkalandi. Í fyrra, 2016, var kaupmáttur þjóðartekna á mann orðinn næstum fjórðungi minni á Ítalíu en í Þýzkalandi. Kannski óstöðugleiki stjórnmálanna, spillingin og getuleysi nýrra flokka til að gera upp við spillta fortíð hafi dregið úr vaxtargetu ítalsks efnahagslífs eftir allt saman. Hvað sem því líður lifa margir Ítalar býsna góðu lífi í ægifögru umhverfi, einkum í norðanverðu landinu. Ítalar lifa nú að jafnaði lengur en allar aðrar þjóðir heimsins aðrar en Kínverjar í Hong Kong og Japanar skv. tölum Alþjóðabankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Ítalía er eins og listasafn. Nei, ég ætla að byrja aftur: Ítalía er listasafn. Fegurðin er ekki bundin við Feneyjar, Flórens og Róm, heldur prýðir hún landið nánast allt frá norðri til suðurs, sveit og borg og einnig eyjarnar, þ. á m. Sardiníu og Sikiley. Náttúrufegurð, fagrar byggingar og listaverk frá ýmsum tímum mynda órofa heild. Mig rámar í frásögn af fundi hagfræðinga á Ítalíu fyrir 30-40 árum þar sem áhyggjufullir heimamenn lýstu lítilli trú á efnahagsframför landsins fyrir erlendum gestum eftir rífandi gang efnahagslífsins frá stríðslokum fram yfir 1970. Þá sagði bandaríski hagfræðingurinn John Kenneth Galbraith: Herðið upp hugann. Lítið í kringum ykkur. Ítalar hafa fáheyrt fegurðarskyn sem mun nýtast nútímanum, t.d. í fatahönnun og ferðamennsku. Galbraith reyndist sannspár.Skin og skúrirSaga Ítalíu vitnar um mikil afrek á mörgum sviðum, allar götur frá Rómaveldi fram á okkar daga. Róm var stærsta borg heims í 500 ár, frá 100 f.kr. til 400 e.kr. þegar Istanbúl eins og hún heitir nú óx Róm yfir höfuð. Við tóku myrkar miðaldir. Endurreisnin hófst á Ítalíu á 14. öld og barst þaðan til annarra Evrópulanda, þ.m.t. upprisa vísindanna gegn kreddum kirkjunnar. Bókmenntir, listir og vísindi voru öldum saman hryggjarstykkið í ítalskri menningu. Stjórnmál sátu á hakanum. Ítalía náði þó að sameinast undir einni stjórn 1861, tíu árum á undan Þýzkalandi. Í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 börðust Ítalar með bandamönnum (Bretum, Frökkum og Rússum), en þeir náðu litlum árangri og máttu þola mikið mannfall. Þótt þeir hefðu skipað sér í sveit með sigurvegurunum voru Ítalar niðurlútir að loknu stríði líkt og Þjóðverjar. Þar liggur hluti skýringarinnar á uppgangi fasista á Ítalíu eftir fyrra stríð og bandalagi þeirra við þýzka nasista. Eftir ósigur Þjóðverja og Ítala í síðari heimsstyrjöldinni settu bæði löndin sér nýjar stjórnarskrár, Ítalar 1948 og Þjóðverjar 1949. Endurreisn efnahagslífsins gekk vel og lífskjör bötnuðu hratt í báðum löndum fyrstu áratugina eftir stríð. Þjóðartekjur á mann í löndunum tveim fylgdust að í grófum dráttum fram að aldamótunum 2000. Þýzkaland bjó við stöðugt stjórnarfar en Ítalía skipti um ríkisstjórn á hverju ári eða því sem næst. Nú situr 65. ríkisstjórn Ítalíu frá 1946. Ekki varð séð að óstöðugleiki í ítölskum stjórnmálum stæði viðgangi efnahagslífsins fyrir þrifum. Það kom á óvart.Þegar flokkakerfi springurÞrátt fyrir tíð stjórnarskipti var flokkur Kristilegra demókrata á Ítalíu nær alltaf í ríkisstjórn unz flokkakerfið sprakk af spillingu 1992-1994. Aðeins einn þingflokkur starfar enn undir óbreyttu nafni. Allir hinir flokkarnir voru ýmist leystir upp eða skiptu um nafn. Um skeið sætti meira en helmingur ítalskra þingmanna opinberum ákærum fyrir spillingu. Meira en 400 bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Margir stjórnmálamenn og viðskiptaforkólfar fengu fangelsisdóma. Það var í þessu ástandi að auðjöfurinn Silvio Berlusconi sem áður hafði sungið dægurlög m.a. á súlustöðum stofnaði nýjan flokk og bauð sig fram til þings 1994, sumir segja til að komast í aðstöðu til að vernda sjálfan sig og fyrirtæki sín fyrir ákæruvaldinu. Berlusconi varð forsætisráðherra og beitti sér sem slíkur og í þinginu gegn ákæruvaldinu. Allt fór á annan endann líkt og í Bandaríkjunum að undanförnu. Berlusconi tókst að bola aðalsaksóknaranum, Antonio Di Petro, úr starfi strax árið eftir, 1995, og hrökklaðist sjálfur sama ár frá völdum sem hann náði síðan aftur 2001 og sat þá til 2006 og aftur 2008-2011. Lítill árangur náðist við landstjórnina þar eð landið logaði í hneykslismálum kringum Berlusconi sem fékk að endingu dóma fyrir að því er virðist lítinn hluta brota sinna. Landið líður enn fyrir mafíuna sem yfirvöldum tókst að vísu að kveða niður á Sikiley eftir að tveir dómarar þar voru myrtir og eyjarskeggjar sögðu loksins hingað og ekki lengra. Mafían heldur þó áfram að heimta verndarfé af fyrirtækjum á meginlandinu og kveikja í hjá þeim sem neita að borga. Sumt tókst betur, t.d. að halda Ítalíu innan ESB með evrunni og öllu saman.Tekjur og langlífiÞjóðartekjur á mann voru svipaðar á Ítalíu og í Þýzkalandi allar götur frá 1970 fram yfir aldamótin 2000. Þá tók Ítalía að dragast aftur úr Þýzkalandi. Í fyrra, 2016, var kaupmáttur þjóðartekna á mann orðinn næstum fjórðungi minni á Ítalíu en í Þýzkalandi. Kannski óstöðugleiki stjórnmálanna, spillingin og getuleysi nýrra flokka til að gera upp við spillta fortíð hafi dregið úr vaxtargetu ítalsks efnahagslífs eftir allt saman. Hvað sem því líður lifa margir Ítalar býsna góðu lífi í ægifögru umhverfi, einkum í norðanverðu landinu. Ítalar lifa nú að jafnaði lengur en allar aðrar þjóðir heimsins aðrar en Kínverjar í Hong Kong og Japanar skv. tölum Alþjóðabankans.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun