Telja markaðsvirði Össurar of hátt og uppgjör valda vonbrigðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Rekstur Össurarar hefur verið fremur stöðugur síðustu ár og ársvöxtur að meðaltali um 6,4%. vísir/anton brink Capacent telur að rekstur stoðtækjaframleiðandans Össurar sé góður og hafi skilað fjárfestum góðum arði. Hins vegar sé verð félagsins á markaði of hátt. Samkvæmt nýju verðmati Capacent, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er Össur metinn á 1.525 milljónir dala sem jafngildir 158,6 milljörðum króna og verðmatsgenginu 369 krónur á hlut. Gengi bréfa í félaginu var 470 krónur þegar verðmatið var gert, 2. ágúst, og er matið því um 21 prósenti undir markaðsgengi. Greinendur Capacent telja uppgjör Össurar á fyrstu sex mánuðum ársins hafa valdið vonbrigðum. Þeir benda á að rekstraráætlun félagsins hafi verið endurskoðuð. Nú geri félagið ráð fyrir að EBITDA-hlutfallið verði átján til nítján prósent, en ekki nítján til tuttugu prósent eins og áður. Þá hafi innri vöxtur Össurar á Ameríkumarkaði verið lítill eða eitt prósent, líklega vegna aukinnar samkeppni, sér í lagi í framleiðslu stuðningsvara. Benda þeir á að sala stuðningsvara hafi dregist saman nær samfellt frá árinu 2014. Þeir taka þó fram að rekstur Össurar hafi verið sterkur og EBITDA-hlutfallið hátt eða um nítján prósent að meðaltali á árunum 2010 til 2016. Gerir Capacent ráð fyrir að hlutfallið verði komið í 20,1 prósent á næsta ári og 20,8 prósent árið 2021. Auk þess er gert ráð fyrir um 7,5 prósenta tekjuvexti á þessu ári en á næstu árum er spáð 5,1 prósents tekjuvexti sem endurspeglar hagvöxt og verðbólgu á helstu markaðssvæðum Össurar. Greinendur Capacent segja að framlegðin sé há á markaðinum fyrir framleiðslu stoð- og stuðningstækja. Því sé líklegt að fleiri vilji „komast að veisluborðinu“. Telur Capacent því að helstu áskoranirnar í rekstri Össurar til framtíðar tengist vaxandi samkeppni. Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Capacent telur að rekstur stoðtækjaframleiðandans Össurar sé góður og hafi skilað fjárfestum góðum arði. Hins vegar sé verð félagsins á markaði of hátt. Samkvæmt nýju verðmati Capacent, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er Össur metinn á 1.525 milljónir dala sem jafngildir 158,6 milljörðum króna og verðmatsgenginu 369 krónur á hlut. Gengi bréfa í félaginu var 470 krónur þegar verðmatið var gert, 2. ágúst, og er matið því um 21 prósenti undir markaðsgengi. Greinendur Capacent telja uppgjör Össurar á fyrstu sex mánuðum ársins hafa valdið vonbrigðum. Þeir benda á að rekstraráætlun félagsins hafi verið endurskoðuð. Nú geri félagið ráð fyrir að EBITDA-hlutfallið verði átján til nítján prósent, en ekki nítján til tuttugu prósent eins og áður. Þá hafi innri vöxtur Össurar á Ameríkumarkaði verið lítill eða eitt prósent, líklega vegna aukinnar samkeppni, sér í lagi í framleiðslu stuðningsvara. Benda þeir á að sala stuðningsvara hafi dregist saman nær samfellt frá árinu 2014. Þeir taka þó fram að rekstur Össurar hafi verið sterkur og EBITDA-hlutfallið hátt eða um nítján prósent að meðaltali á árunum 2010 til 2016. Gerir Capacent ráð fyrir að hlutfallið verði komið í 20,1 prósent á næsta ári og 20,8 prósent árið 2021. Auk þess er gert ráð fyrir um 7,5 prósenta tekjuvexti á þessu ári en á næstu árum er spáð 5,1 prósents tekjuvexti sem endurspeglar hagvöxt og verðbólgu á helstu markaðssvæðum Össurar. Greinendur Capacent segja að framlegðin sé há á markaðinum fyrir framleiðslu stoð- og stuðningstækja. Því sé líklegt að fleiri vilji „komast að veisluborðinu“. Telur Capacent því að helstu áskoranirnar í rekstri Össurar til framtíðar tengist vaxandi samkeppni.
Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent