Lífið

Breskum fréttaþul ofbauð gúrkan

Kjartan Kjartansson skrifar
McCoy var ekki hlátur í huga að þurfa að segja frá hundum á brimbrettum.
McCoy var ekki hlátur í huga að þurfa að segja frá hundum á brimbrettum.
Fréttaþulur breska ríkisúvarpsins gat ekki falið áhugaleysi sitt á frétt um hunda á brimbrettum í dag. Myndband af lestri þularins hefur vakið mikla kátínu netverja.

Simon McCoy, fréttaþulur BBC, var greinilega þvert um geð að þurfa að segja frá Heimameistarmótinu í brimbrettareið hunda sem fór fram í San Fransiskó.

„Þið eru að horfa á fréttir BBC en hafið í huga að það er ágúst,“ byrjaði McCoy á að afsaka sig fyrir fram áður en hann slugsaði í gegnum texta sem hafði verið skrifaður fyrir hann um ferfætta brimbrettakappa.

Þegar myndskeiðinu af hundunum lauk draup kaldhæðnin af McCoy þegar hann sagði: „En sú skömm, myndirnar eru búnar“.

Chris Gray, starfsbróðir McCoy hjá BBC, tísti myndbandi af lestri félaga síns og sagði hann sýna fréttinni allan þann áhuga sem hún hafi átt skilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×