Kristján vann Einvígið á Nesinu í annað sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2017 17:38 Kristján með sigurlaunin. vísir/andri marinó Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, sem fór fram á Nesvellinum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig árið 2014. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni. Venju samkvæmt var leikinn níu holu höggleikur í morgun. Þar lék Björgvin Sigurbergsson best, eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson stóðu síðastir eftir og hafði sá fyrrnefndi betur á endanum. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.Lokastaðan í Einvíginu á Nesinu 2017: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 3. Birgir Björn Magnússon, GK 4. Björgvin Sigurbergsson, GK 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 6. Björgvin Þorsteinsson, GA 7. Ingvar Andri Magnússon, GR 8. Úlfar Jónsson, GKG 9. Oddur Óli Jónasson, NK 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, sem fór fram á Nesvellinum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig árið 2014. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni. Venju samkvæmt var leikinn níu holu höggleikur í morgun. Þar lék Björgvin Sigurbergsson best, eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson stóðu síðastir eftir og hafði sá fyrrnefndi betur á endanum. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.Lokastaðan í Einvíginu á Nesinu 2017: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 3. Birgir Björn Magnússon, GK 4. Björgvin Sigurbergsson, GK 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 6. Björgvin Þorsteinsson, GA 7. Ingvar Andri Magnússon, GR 8. Úlfar Jónsson, GKG 9. Oddur Óli Jónasson, NK 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira