Hnúðlaxar veiðast í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2017 14:28 Sigþór með hnúðlax úr Soginu. Hnúðlaxar hafa verið að veiðast í Soginu upp á síðkastið og það hafa sést fleiri í ánni en veiðimenn hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Sigþór Hreggviðsson var við veiðar í Soginu og hann ásamt félögum sínum veiddu tvo hnúðlaxa en við vitum um að minnsta kosti fjóra í viðbót sem hafa veiðst í ánni. Það má þess vegna reikna með að það sé nokkuð um hnúðlaxa í Soginu. "Við fengum fimm laxa plús tvo Hnúðlaxa, misstum þann þriðja" sagði Sigþór í samtali við Veiðivísi. Þeir félagar fengu einnig nokkuð af bleikju, urriða og 3 kg sjóbirting. "Það er mjög mikið af fallegri bleikju á svæðinu öllu. Við vorum í þrjá daga og má segja að ekkert laxalíf hafi verið fyrir neðan Neðrigarð. Á þriðjudags hádegi 1/8 var búið að skrá 25 laxa auk 2 Hnúðlaxa. Slatti af silung en það er ekki algengt að mínu mati að fólk leggi sig mikið eftir honum. Hnúðlaxarnir fengust á Bíldsfell breiðu og í Útfallinu, báðir voru um 1,3 kg" nætir Sigþór við. Besti tíminn er framundan á Bíldsfellinu en veiðimenn sem veiða hnúðlaxa í Soginu sem og öðrum ám á landinu eru benir um að skila sýnum eða löxunum til Veiðimálastofnunar. Mest lesið Smálaxakenningin er ágætis óskhyggja Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði
Hnúðlaxar hafa verið að veiðast í Soginu upp á síðkastið og það hafa sést fleiri í ánni en veiðimenn hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Sigþór Hreggviðsson var við veiðar í Soginu og hann ásamt félögum sínum veiddu tvo hnúðlaxa en við vitum um að minnsta kosti fjóra í viðbót sem hafa veiðst í ánni. Það má þess vegna reikna með að það sé nokkuð um hnúðlaxa í Soginu. "Við fengum fimm laxa plús tvo Hnúðlaxa, misstum þann þriðja" sagði Sigþór í samtali við Veiðivísi. Þeir félagar fengu einnig nokkuð af bleikju, urriða og 3 kg sjóbirting. "Það er mjög mikið af fallegri bleikju á svæðinu öllu. Við vorum í þrjá daga og má segja að ekkert laxalíf hafi verið fyrir neðan Neðrigarð. Á þriðjudags hádegi 1/8 var búið að skrá 25 laxa auk 2 Hnúðlaxa. Slatti af silung en það er ekki algengt að mínu mati að fólk leggi sig mikið eftir honum. Hnúðlaxarnir fengust á Bíldsfell breiðu og í Útfallinu, báðir voru um 1,3 kg" nætir Sigþór við. Besti tíminn er framundan á Bíldsfellinu en veiðimenn sem veiða hnúðlaxa í Soginu sem og öðrum ám á landinu eru benir um að skila sýnum eða löxunum til Veiðimálastofnunar.
Mest lesið Smálaxakenningin er ágætis óskhyggja Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði