Frjáls undan öllu krumpi sem safnast upp í lífinu Magnús Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2017 10:30 Tómas Lemarquis hefur lengi haft mikinn áhuga á andlegum málefnum og lagt stund á shamanisma og heilun. Visir/Stefán Leikarinn Tómas Lemarquis er fertugur í dag en hann var hinn rólegasti yfir þessum tímamótum þegar blaðamaður náði af honum tali enda önnum kafinn við að undirbúa ferð til Perú sem hann leggur í ásamt góðu föruneyti á morgun. Að Tómas sé á faraldsfæti kemur þó eflaust engum sem til hans þekkja á óvart en hann hefur óneitanlega verið á miklu flakki síðustu ár. „Já, það er nú búið að vera flakk á mér um talsvert langt skeið. Ég hef bæði verið á ferðalögum og svo hef ég búið erlendis alveg frá 2003. Fyrst var ég í París í þrjú ár, síðan bjó ég í Berlín en svo er ég núna fluttur með annan fótinn til Los Angeles.“ Tómas segir að það sé nú fyrst og fremst leiklistin sem hafi dregið hann svona víða á þessum tíma og í LA sé hann að fylgja því eftir. „Þar er ég að fara í prufur og svona að vinna með mínum umboðsmanni en ég er kominn með atvinnuleyfi þannig að ég svona ákvað að láta reyna á þetta.“ En er þetta ekki harður heimur? „Jú, jú, þetta er harður heimur,“ tekur Tómas undir er nú engu að síður hinn rólegasti. „En ég kann bara mjög vel við þetta. Maður er búinn að byggja upp ákveðið þol í þessu í gegnum öll þessu ár. Þetta er auðvitað mikið af nei-um og allt það en ég er hættur að taka það inn á mig. Áður fyrr hefði ég kannski verið rosalega spældur að rétt missa af hlutverki en núna lít ég frekar á það sem jákvætt að vera á meðal þeirra sem koma sterklega til greina, þannig að þetta er svona spurning um afstöðu. Ég horfi núna frekar til þess að maður sé að færast nær og það er auðvitað jákvætt. En annars er einhver Hollywood ræma sem er að koma út á næstunni og ég er í henni,“ laumar Tómas út úr sér hinn rólegasti yfir upphefðinni og bætir við: „En ég má bara ekki nefna hana enn sem komið er. Svo eru líka tvær aðrar myndir að koma út á næstunni þar sem ég er með hlutverk og önnur þeirra er íslensk en hin rúmensk. Þannig að það er heilmikið að gerast.“ Tómas segir að það angri hann ekki sem leikara að hoppa á milli þessara tungumála við starfið. „Nei, það er ekkert mál. Ætli að það sé ekki hinn tvítyngdi bakgrunnur minn sem hjálpar til við þetta. Þetta er ekkert sem ég hef sóst eftir heldur má segja að tungumálin hafi bara komið upp í hendurnar á mér. Ég var leiðsögumaður uppi á jökli í sumar og er mikið fyrir að komast út í náttúruna og þar hoppa ég alveg linnulaust á milli tungumála,“ segir Tómas og brosir. Varðandi afmælisdaginn sjálfan þá segir Tómas að hann komi nú til með að fara í undirbúning Perúferðar sem standi fyrir dyrum daginn eftir. „Ég er að fara í þriggja vikna ferðalag með hóp af fólki. Við erum að fara til Perú að labba í fjöllunum. En ég stunda mikið andleg mál og hef verið að læra shamanisma og heilun sem á ættir að rekja til Perú. En ég er ekkert í þessum ofskynjunarlyfjum eins og sumir gera í Perú en ég hef mikinn áhuga á transástandinu og vitundinni þannig að þessi ferð er líka andleg í þeim skilningi. Ég fór þarna 2012 en þetta er land sem kallar mikið á mig. Einu sinni fór ég til Nepal og var að hugleiða í fjöllunum og hef farið í nokkrar svona lengri reisur í gegnum tíðina og yfirleitt er það eitthvað andlega tengt.“ Tómas segir að þetta hafi þróast á einhverjum árum og að í raun tengist þetta líka leiklistinni. „Þetta svona losar um allt sem stendur í vegi fyrir manni og hjálpar mér ótvírætt sem leikara. En fyrst og fremst með því að vera frjáls undan öllu því krumpi sem maður safnar saman í lífinu, það er gott fyrir alla. En til þess að vera leikari þá þarf maður að vera laus við komplexa og frjáls.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. ágúst. Lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Leikarinn Tómas Lemarquis er fertugur í dag en hann var hinn rólegasti yfir þessum tímamótum þegar blaðamaður náði af honum tali enda önnum kafinn við að undirbúa ferð til Perú sem hann leggur í ásamt góðu föruneyti á morgun. Að Tómas sé á faraldsfæti kemur þó eflaust engum sem til hans þekkja á óvart en hann hefur óneitanlega verið á miklu flakki síðustu ár. „Já, það er nú búið að vera flakk á mér um talsvert langt skeið. Ég hef bæði verið á ferðalögum og svo hef ég búið erlendis alveg frá 2003. Fyrst var ég í París í þrjú ár, síðan bjó ég í Berlín en svo er ég núna fluttur með annan fótinn til Los Angeles.“ Tómas segir að það sé nú fyrst og fremst leiklistin sem hafi dregið hann svona víða á þessum tíma og í LA sé hann að fylgja því eftir. „Þar er ég að fara í prufur og svona að vinna með mínum umboðsmanni en ég er kominn með atvinnuleyfi þannig að ég svona ákvað að láta reyna á þetta.“ En er þetta ekki harður heimur? „Jú, jú, þetta er harður heimur,“ tekur Tómas undir er nú engu að síður hinn rólegasti. „En ég kann bara mjög vel við þetta. Maður er búinn að byggja upp ákveðið þol í þessu í gegnum öll þessu ár. Þetta er auðvitað mikið af nei-um og allt það en ég er hættur að taka það inn á mig. Áður fyrr hefði ég kannski verið rosalega spældur að rétt missa af hlutverki en núna lít ég frekar á það sem jákvætt að vera á meðal þeirra sem koma sterklega til greina, þannig að þetta er svona spurning um afstöðu. Ég horfi núna frekar til þess að maður sé að færast nær og það er auðvitað jákvætt. En annars er einhver Hollywood ræma sem er að koma út á næstunni og ég er í henni,“ laumar Tómas út úr sér hinn rólegasti yfir upphefðinni og bætir við: „En ég má bara ekki nefna hana enn sem komið er. Svo eru líka tvær aðrar myndir að koma út á næstunni þar sem ég er með hlutverk og önnur þeirra er íslensk en hin rúmensk. Þannig að það er heilmikið að gerast.“ Tómas segir að það angri hann ekki sem leikara að hoppa á milli þessara tungumála við starfið. „Nei, það er ekkert mál. Ætli að það sé ekki hinn tvítyngdi bakgrunnur minn sem hjálpar til við þetta. Þetta er ekkert sem ég hef sóst eftir heldur má segja að tungumálin hafi bara komið upp í hendurnar á mér. Ég var leiðsögumaður uppi á jökli í sumar og er mikið fyrir að komast út í náttúruna og þar hoppa ég alveg linnulaust á milli tungumála,“ segir Tómas og brosir. Varðandi afmælisdaginn sjálfan þá segir Tómas að hann komi nú til með að fara í undirbúning Perúferðar sem standi fyrir dyrum daginn eftir. „Ég er að fara í þriggja vikna ferðalag með hóp af fólki. Við erum að fara til Perú að labba í fjöllunum. En ég stunda mikið andleg mál og hef verið að læra shamanisma og heilun sem á ættir að rekja til Perú. En ég er ekkert í þessum ofskynjunarlyfjum eins og sumir gera í Perú en ég hef mikinn áhuga á transástandinu og vitundinni þannig að þessi ferð er líka andleg í þeim skilningi. Ég fór þarna 2012 en þetta er land sem kallar mikið á mig. Einu sinni fór ég til Nepal og var að hugleiða í fjöllunum og hef farið í nokkrar svona lengri reisur í gegnum tíðina og yfirleitt er það eitthvað andlega tengt.“ Tómas segir að þetta hafi þróast á einhverjum árum og að í raun tengist þetta líka leiklistinni. „Þetta svona losar um allt sem stendur í vegi fyrir manni og hjálpar mér ótvírætt sem leikara. En fyrst og fremst með því að vera frjáls undan öllu því krumpi sem maður safnar saman í lífinu, það er gott fyrir alla. En til þess að vera leikari þá þarf maður að vera laus við komplexa og frjáls.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. ágúst.
Lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira