Lífið

Super Match: Vísir býður á leik Manchester City og West Ham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brahim Diaz og Sergio Aguero fagna marki gegn Tottenham um síðustu helgi.
Brahim Diaz og Sergio Aguero fagna marki gegn Tottenham um síðustu helgi.
Vísir ætlar að bjóða lesendum sínum að fara með vini á leik Manchester City og West Ham sem fram fer á föstudaginn á Laugardalsvelli. 

Tilefnið er að Manchester City er að koma hingað til lands til að spila gegn West Ham. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 14.00 á föstudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikurinn er lokahnykkur liðanna í undirbúningi sínum fyrir komandi keppnistímabil í ensku úrvalsdeildinni og mæta bæði með sín sterkustu byrjunarlið. Vísir ætlar að gefa heppnum lesandum miða á leikinn.

Til þess að eiga tækifæri á því að fá miða þurfa lesendur að skrifa athugasemd hér að neðan og segja hver uppáhalds leikmaður þeirra er í liðunum og af hverju. 

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á Facebook-síðu Super Match og þá fer miðasala fram á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.