Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Hörður Ægisson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Tekjur Bláa lónsins voru yfir 10 milljarðar í fyrra. Vísir/GVA Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30