Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 12:51 Steindi og félagar fögnuðu ákaft þegar í mark var komið. Vísir/eyþór Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi eins og hann oftast kallaður, er svo stoltur af árangri sínum í Reykjavíkurmaraþoninu í dag að hann ætlar að láta jarða sig með medalíuna. Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum og það gerði hann nánast án þjálfunar. „Ég fór nánast óæfður í það. Ég náði að fara fjórum sinnum út að hlaupa fyrir það,“ segir Steindi um Reykjavíkurmaraþonið. Steindi lét plata sig í Reykjavíkurmaraþonið eftir að hann hljóp á sig í útvarpsviðtali hjá Sólmundi Hólm með því að segja að tíu kílómetra hlaup væri í raun bara auðvelt verkefni. Hann segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum sársauka og „kláraði hann þetta á þrjóskunni,“ eins og Steindi komst að orði. Hann var þó ávallt í öruggum höndum því í samfloti með Steinda hlupu slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn. Á meðan á hlaupinu stóð hlustaði hlaupakappinn á íslenskt rapp til að koma sér í gírinn. Steindi náði að safna 583.261 kr. fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Hann segir að það hafi verið sannur heiður að fá að hlaupa fyrir svona góðan málstað. Í samtali við Vísi segir Steindi að það hefði verið skondið að heyra af því að Guðni forseti hafi sagst hafa „sæmilega trú“ á sér í maraþoninu og ennfremur að allt gæti gerst í þeim efnum þegar hann var spurður út í möguleika Steinda í hlaupinu. Dóttir og kærasta Steinda tóku á móti honum þegar í mark var komið og segist Steindi, aðspurður, ætla fagna með fjölskyldunni með því að borða ís og láta keyra sig um borgina.Steindi í góðum félagsskap með slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum sem hlupu einnig fyrir Neistann.Steinþór Hróar Tengdar fréttir Sóli snöggreiddist í beinni og Steindi þarf að hlaupa hálfmaraþon "Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. 28. júní 2017 13:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi eins og hann oftast kallaður, er svo stoltur af árangri sínum í Reykjavíkurmaraþoninu í dag að hann ætlar að láta jarða sig með medalíuna. Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum og það gerði hann nánast án þjálfunar. „Ég fór nánast óæfður í það. Ég náði að fara fjórum sinnum út að hlaupa fyrir það,“ segir Steindi um Reykjavíkurmaraþonið. Steindi lét plata sig í Reykjavíkurmaraþonið eftir að hann hljóp á sig í útvarpsviðtali hjá Sólmundi Hólm með því að segja að tíu kílómetra hlaup væri í raun bara auðvelt verkefni. Hann segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum sársauka og „kláraði hann þetta á þrjóskunni,“ eins og Steindi komst að orði. Hann var þó ávallt í öruggum höndum því í samfloti með Steinda hlupu slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn. Á meðan á hlaupinu stóð hlustaði hlaupakappinn á íslenskt rapp til að koma sér í gírinn. Steindi náði að safna 583.261 kr. fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Hann segir að það hafi verið sannur heiður að fá að hlaupa fyrir svona góðan málstað. Í samtali við Vísi segir Steindi að það hefði verið skondið að heyra af því að Guðni forseti hafi sagst hafa „sæmilega trú“ á sér í maraþoninu og ennfremur að allt gæti gerst í þeim efnum þegar hann var spurður út í möguleika Steinda í hlaupinu. Dóttir og kærasta Steinda tóku á móti honum þegar í mark var komið og segist Steindi, aðspurður, ætla fagna með fjölskyldunni með því að borða ís og láta keyra sig um borgina.Steindi í góðum félagsskap með slökkviliðsmönnum og sjúkraflutningamönnum sem hlupu einnig fyrir Neistann.Steinþór Hróar
Tengdar fréttir Sóli snöggreiddist í beinni og Steindi þarf að hlaupa hálfmaraþon "Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. 28. júní 2017 13:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Sóli snöggreiddist í beinni og Steindi þarf að hlaupa hálfmaraþon "Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. 28. júní 2017 13:30