Sigurður Gunnar: Ég er fúll og brjálaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Sigurður mælir með því að sem flestir prófi að spila körfubolta í Grindavík. Segir að það sé frábært. Vísir/Anton „Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Svíþjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ.Sigurður Gunnar Þorsteinsson kynntur til leiks ásamt nýjum liðsfélögum.Fésbókar síða Körfuknattleiksdeildar GrindavíkurMikil lífsreynsla Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er talsvert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grindavíkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“Sigurður Gunnar Þorsteinsson á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Andri MarinóVerð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileikaríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17 Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Sjá meira
„Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Svíþjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ.Sigurður Gunnar Þorsteinsson kynntur til leiks ásamt nýjum liðsfélögum.Fésbókar síða Körfuknattleiksdeildar GrindavíkurMikil lífsreynsla Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er talsvert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grindavíkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“Sigurður Gunnar Þorsteinsson á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Andri MarinóVerð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileikaríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17 Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Sjá meira
Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17
Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga