Hreyfingarhátíð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. Viðburðir á borð við Reykjavíkurmaraþonið eru samfélaginu mikilvægir. Hlaupnar eru vegalengdir sem henta öllum, ungum sem öldnum, vönum og óreyndum. Þeir allra hörðustu hlaupa maraþon, hálfmaraþon eða tíu kílómetra og berjast bæði við sjálfa sig og aðra hlaupara. Einnig er í boði skemmtiskokk fyrir fjölskyldur eða þá sem láta sér skemmri vegalengdir nægja, og fyrir þau allra yngstu er furðufatahlaup. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi í Reykjavíkurmaraþoninu. Í því eru einmitt fólgin skilaboð sem vel hefur tekist að koma áleiðis á seinni árum. Hlaup og hreyfing er ekki bara fyrir þrautþjálfaða maraþonhlaupara, heldur fyrir alla. Hreyfing er ekki bara mikilvæg einstaklingnum, heldur samfélaginu í heild. Reykjavíkurmaraþonið er sannkölluð hreyfingarhátíð. Fyrir Reykjavíkurmaraþoninu stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur, sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Íslandsbanki, og forveri þess banka, hefur um árabil verið helsti bakhjarl hlaupsins. Reykjavíkurmaraþonið ber nafn bankans og allt kynningarefni hlaupsins, merki bankans og auglýsingar bera auðkenni sem minna á bankann. Sennilega er stuðningurinn við hlaupið stærsta markaðsátak Íslandsbanka á ári hverju, og nokkuð sem tryggir honum athygli og umfjöllun undir jákvæðum formerkjum. Á seinni árum hafa áheitasafnanir færst í aukana. Hlauparar velja sér gott málefni og safna áheitum. Á síðasta ári söfnuðust 96 milljónir króna með þessum hætti, og vænta má að það met verði slegið núna. Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna. Ekki skal gert lítið úr stuðningi Íslandsbanka við Reykjavíkurmaraþonið sem hefur verið veglegur gegnum árin, og vafalaust átt þátt í því að hefja hlaupið til vegs og virðingar. Þó verður að segjast að það skýtur skökku við að banki sem á fyrri árshelmingi ársins 2017 hagnaðist um 8 milljarða sjái sér ekki fært að taka á sig kostnað sem í stóra samhenginu getur vart talist annað en smápeningar. Hreinlegra væri að styrktarféð rynni óskipt í góðan málstað. Því skal tækifærið notað hér og skorað á Íslandsbanka að leggja þetta fyrirkomulag af, og sjá til þess að þau áheit sem berast vegna hlaupsins renni óskert til góðra málefna. Jafnvel þótt það kosti bankann einhverjar krónur og aura. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun
Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. Viðburðir á borð við Reykjavíkurmaraþonið eru samfélaginu mikilvægir. Hlaupnar eru vegalengdir sem henta öllum, ungum sem öldnum, vönum og óreyndum. Þeir allra hörðustu hlaupa maraþon, hálfmaraþon eða tíu kílómetra og berjast bæði við sjálfa sig og aðra hlaupara. Einnig er í boði skemmtiskokk fyrir fjölskyldur eða þá sem láta sér skemmri vegalengdir nægja, og fyrir þau allra yngstu er furðufatahlaup. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi í Reykjavíkurmaraþoninu. Í því eru einmitt fólgin skilaboð sem vel hefur tekist að koma áleiðis á seinni árum. Hlaup og hreyfing er ekki bara fyrir þrautþjálfaða maraþonhlaupara, heldur fyrir alla. Hreyfing er ekki bara mikilvæg einstaklingnum, heldur samfélaginu í heild. Reykjavíkurmaraþonið er sannkölluð hreyfingarhátíð. Fyrir Reykjavíkurmaraþoninu stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur, sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Íslandsbanki, og forveri þess banka, hefur um árabil verið helsti bakhjarl hlaupsins. Reykjavíkurmaraþonið ber nafn bankans og allt kynningarefni hlaupsins, merki bankans og auglýsingar bera auðkenni sem minna á bankann. Sennilega er stuðningurinn við hlaupið stærsta markaðsátak Íslandsbanka á ári hverju, og nokkuð sem tryggir honum athygli og umfjöllun undir jákvæðum formerkjum. Á seinni árum hafa áheitasafnanir færst í aukana. Hlauparar velja sér gott málefni og safna áheitum. Á síðasta ári söfnuðust 96 milljónir króna með þessum hætti, og vænta má að það met verði slegið núna. Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna. Ekki skal gert lítið úr stuðningi Íslandsbanka við Reykjavíkurmaraþonið sem hefur verið veglegur gegnum árin, og vafalaust átt þátt í því að hefja hlaupið til vegs og virðingar. Þó verður að segjast að það skýtur skökku við að banki sem á fyrri árshelmingi ársins 2017 hagnaðist um 8 milljarða sjái sér ekki fært að taka á sig kostnað sem í stóra samhenginu getur vart talist annað en smápeningar. Hreinlegra væri að styrktarféð rynni óskipt í góðan málstað. Því skal tækifærið notað hér og skorað á Íslandsbanka að leggja þetta fyrirkomulag af, og sjá til þess að þau áheit sem berast vegna hlaupsins renni óskert til góðra málefna. Jafnvel þótt það kosti bankann einhverjar krónur og aura.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun