Lífið

Future með tónleika á Íslandi í október

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einn sá allra heitasti í Hip-Hop senunni.
Einn sá allra heitasti í Hip-Hop senunni. getty
Rapparinn Future heldur tónleikar í Laugardalshöllinni þann 8. október en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Emmsjé Gauti og Aron Can munu hita upp fyrir kappann. Future hefur unnið með mörgum þekktum listamönnum líkt og Drake, The Weeknd og Rihönnu.

Hann á mörg vinsælustu lög heims í dag og má þar nefna Selfish, Move That Dope, Turn on the Lights, Jumpman og Mask Off.

Í febrúar gaf hann út tvær nýjar plötur með viku millibili sem heita FUTURE og HNDRXX. Þær fóru beint í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum og er þetta í fyrsta skipti sem tónlistarmaður nær tveimur plötum í röð á topp listans.

Tvö verðsvæði verða á tónleikana. Það mun kosta 9.990 krónur í stæði en númerað sæti kosta 14.990 krónur.

Miðasala hefst föstudaginn 25. ágúst kl. 10:00 á tix.is. Forsala Senu Live fer fram einum sólarhring áður, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.