Lífið

Fresta tökum á Mission Impossible 6 vegna ökklameiðsla Cruise

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tom Cruse lenti harkalega þegar hann stökk fram af þaki.
Tom Cruse lenti harkalega þegar hann stökk fram af þaki. Visir/skjáskot
Fresta þarf tökum á Mission Impossible 6 vegna þess að Tom Cruise slasaðist illa þegar hann reyndi að framkvæma áhættuatriði í kvikmyndinni. Vísir greindi frá því að Cruise slasaðist illa þegar lenti harkalega á þakskeggi byggingar þegar hann stökk fram af einni byggingu yfir á aðra. Nú liggur fyrir að leikarinn ökklabrotnaði við byltuna.

Á vef Guardian segir að það heyri til undantekninga að þekktir leikarar kjósi að framkvæma glæfrabrögð persónanna sem þeir leika sjálfir en Tom Cruise hefur ávallt krafist þess að leika sjálfur í áhættuatriðunum.

Í myndskeiði af atvikinu, sem fór um netheima sem eldur í sinu, sást Tom Cruise haltra sárkvalinn af vettvangi. Tökur hafa staðið yfir í Lundúnum en þeim hefur nú formlega verið slegið á frest vegna óhappsins.

Hér að neðan er myndskeið af atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.