Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 13:21 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni „Það er svo mikið af mismunandi skilaboðum þarna úti sem eru einungis til þess fallin að rugla fólk í ríminu um hvað sé hollt og hvað ekki. Hvað "má" borða og hvað "má ekki". Nýjasta dæmið er kókosolían sem allt í einu er uppspretta alls ills. Meira að segja bananar hafa verið settir út í kuldann,“ segir sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í samtali við Vísi. Ragnhildur sem er betur þekkt sem Ragga Nagli birti pistil á Facebook síðu sinni um matvæli á bannlista fólks. Hún telur að bannlistar í mataræði gæti valdið því að fólk þrói óheilbrigt samband við mat. Hennar skoðun er að maturinn sem fólk ætti að forðast þegar það er að reyna að ná árangri sé matur sem því þykir vondur og matur sem fer illa í skrokkinn, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. Ragga segir lesendum sínum að borða frekar mat sem er góður á bragðið, nærir skrokkinn og fer vel í maga.Getur aldrei orðið að lífsstíl „Mataræði sem einkennist af miklum reglum, boðum og bönnum hefur alltaf síðasta söludag. Bannlistar gefa matnum vald yfir þér sem veldur pervertískum löngunum og þú borðar alltof mikið. Allt sem er bannað verður spennandi, og þú upplifir þig sem fórnarlamb sem má ekki taka þátt í gleðinni með hinum. Að lokum gefurðu skít í allt saman og borðar vélindað stútfullt af þessu bannaða. Þá er hvort sem er "allt ónýtt" og þú þarft ekki að fylgja reglunum lengur,“ segir Ragga í samtali við Vísi. Hún segir að fólk fái í kjölfarið samviskubit og til þess að bæta upp fyrir ákvarðanir sínar byrji það aftur í öfgum og bannlistum. „Með langan lista af mat sem "má" og "má ekki" borða vefur þannig snöru um hálsinn á okkur og við jó-jóum frá einum öfgum yfir í aðra. Frá því að borða það aldrei og yfir í að borða yfir okkur af því. Slík nálgun getur aldrei orðið að lífsstíl.“ Hér að neðan má lesa pistil Röggu í heild sinni: Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Það er svo mikið af mismunandi skilaboðum þarna úti sem eru einungis til þess fallin að rugla fólk í ríminu um hvað sé hollt og hvað ekki. Hvað "má" borða og hvað "má ekki". Nýjasta dæmið er kókosolían sem allt í einu er uppspretta alls ills. Meira að segja bananar hafa verið settir út í kuldann,“ segir sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í samtali við Vísi. Ragnhildur sem er betur þekkt sem Ragga Nagli birti pistil á Facebook síðu sinni um matvæli á bannlista fólks. Hún telur að bannlistar í mataræði gæti valdið því að fólk þrói óheilbrigt samband við mat. Hennar skoðun er að maturinn sem fólk ætti að forðast þegar það er að reyna að ná árangri sé matur sem því þykir vondur og matur sem fer illa í skrokkinn, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. Ragga segir lesendum sínum að borða frekar mat sem er góður á bragðið, nærir skrokkinn og fer vel í maga.Getur aldrei orðið að lífsstíl „Mataræði sem einkennist af miklum reglum, boðum og bönnum hefur alltaf síðasta söludag. Bannlistar gefa matnum vald yfir þér sem veldur pervertískum löngunum og þú borðar alltof mikið. Allt sem er bannað verður spennandi, og þú upplifir þig sem fórnarlamb sem má ekki taka þátt í gleðinni með hinum. Að lokum gefurðu skít í allt saman og borðar vélindað stútfullt af þessu bannaða. Þá er hvort sem er "allt ónýtt" og þú þarft ekki að fylgja reglunum lengur,“ segir Ragga í samtali við Vísi. Hún segir að fólk fái í kjölfarið samviskubit og til þess að bæta upp fyrir ákvarðanir sínar byrji það aftur í öfgum og bannlistum. „Með langan lista af mat sem "má" og "má ekki" borða vefur þannig snöru um hálsinn á okkur og við jó-jóum frá einum öfgum yfir í aðra. Frá því að borða það aldrei og yfir í að borða yfir okkur af því. Slík nálgun getur aldrei orðið að lífsstíl.“ Hér að neðan má lesa pistil Röggu í heild sinni:
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira