Lífið

So You Think You Can Snap: Óhefðbundin lautarferð og mannasiðir Tomma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snapchat keppnin So You Think You Can Snap fór fram í fyrsta skipti á síðasta ári og fékk gríðarlega mikið áhorf. Mest horfðu 25 þúsund manns á keppnina á einum sólahring. Að keppninni standa meðlimir Áttunnar og er keppnin farin af stað í ár.

20 framhaldsskólar taka þátt í So You Think You Can Snap og keppa um það hver sé með besta snapparann.

Keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official og líkt og á síðasta ári mun Vísir fylgjast vel með gangi mála. Sigurvegarinn fær Lenovo fartölvu frá Nýherja í verðlaun. Nú er komið að annarri viðureign og þar mætast Kvennaskólinn og FB en í gær mættust Menntaskólinn í Kópavogi og Menntaskólinn á Akureyri. Í þeirri viðureign vann MK.

Daníel Óskar Jóhannesson keppir fyrir hönd Kvennaskólans og Tómas Helgi Bergs fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Hér að ofan má sjá hvernig skólarnir stóðu sig í þessari fyrstu umferð. Það kemur síðan í ljós á morgun hver fer með sigur af hólmi.

Dagskrá fyrstu umferðar keppninnar:

14.ágúst

Menntaskólinn í Kópavogi vs. Menntaskólinn á Akureyri (MK vann þá viðureign)

15.ágúst

Kvennaskólinn í Reykjavík vs. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

16.ágúst

Fjölbrautaskóli Suðurlands vs. Fjölbrautaskóli Vesturlands

17.ágúst

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vs. Fjölbrautaskólinn við Ármúla

18.ágúst

Flensborgarskólinn vs. Verzlunarskóli Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.