Undir trénu valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2017 16:30 Edda Björgvinsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum. Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september. Nýverið var tilkynnt um heimsfrumsýningu á Undir trénu í Orrizonti keppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, sem fer fram frá 30. ágúst – 9. september. „Þetta eru frábærar fréttir og gerir þetta að enn meiri draumabyrjun fyrir myndina, að vera á þessum tveimur stærstu kvikmyndahátíðum haustsins, Feneyjum og Toronto,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi. „Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ Hann segir að þessi byrjun gefi frábær fyrirheit um það sem koma skal. „Við finnum nú þegar fyrir mjög miklum áhuga frá fleiri kvikmyndahátíðum þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvernig spilast úr haustinu. Burt séð frá þessum góðu fréttum erum við líka afskaplega spennt að frumsýna myndina hérna heima þann 6. september næstkomandi. Íslenski markaðurinn er mikilvægastur fyrir okkur sem að myndinni standa.“ Myndin verður frumsýnd hérlendis þann 6. september. Undir trénu fjallar um Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg, París norðursins) leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september. Nýverið var tilkynnt um heimsfrumsýningu á Undir trénu í Orrizonti keppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, sem fer fram frá 30. ágúst – 9. september. „Þetta eru frábærar fréttir og gerir þetta að enn meiri draumabyrjun fyrir myndina, að vera á þessum tveimur stærstu kvikmyndahátíðum haustsins, Feneyjum og Toronto,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi. „Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ Hann segir að þessi byrjun gefi frábær fyrirheit um það sem koma skal. „Við finnum nú þegar fyrir mjög miklum áhuga frá fleiri kvikmyndahátíðum þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvernig spilast úr haustinu. Burt séð frá þessum góðu fréttum erum við líka afskaplega spennt að frumsýna myndina hérna heima þann 6. september næstkomandi. Íslenski markaðurinn er mikilvægastur fyrir okkur sem að myndinni standa.“ Myndin verður frumsýnd hérlendis þann 6. september. Undir trénu fjallar um Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg, París norðursins) leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira