Gagnrýnir umræðu Manuelu um varafyllingar: „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 14:07 Manuela Ósk Harðardóttir er gríðarlega vinsæl á Snapchat GETTY „Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun, það gerir mig mjög sorgmædda,“ skrifaði Sigrún Karls Kristínardóttir í opinni færslu á Facebook á laugardag. Ástæðan er umfjöllun Manuelu Óskar Harðardóttur á Snapchat um varafyllingar en þar sagði hún fylgjendum sínum frá afslætti sem þeir gætu fengið af slíkri meðferð. Færslan hefur fengið hörð viðbrögð og mikla dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Manuela Ósk segir að þetta sé ósanngjörn gagnrýni og að það sé ekki hennar hlutverk að vera fullkomin fyrirmynd. „Ég næ ekki almennilega utan um þessa normaliseringu á lýtaaðgerðum,“ segir Sigrún sem furðar sig á því að það sé hægt að kaupa varafyllingar á tilboði í gegnum Snapchat. „Það er ekki skrítið að ungar stelpur/konur séu að þróa með sér geð- og kvíðaraskanir í tengslum við útlit sitt og hafi brenglaðar hugmyndir um fegurð. Það er sorglegt að ungar stelpur muni notfæra sér þetta tilboð. Útlitskröfur sem að ungar stelpur setja á sjálfan sig eru svo fjarri raunveruleikanum, átröskunardeild landspítalans er að springa listinn er svo langur.“Ekki að reyna að vera fullkomin „Manneskjan er að gera mig ábyrga fyrir röskunum ungra stúlkna, sem er algjörlega fáránlegt,“ segir Manuela Ósk í samtali við Vísi. Finnst henni sjálfri ekki fréttnæmt að einhver hafi skoðun á því hvað hún geri við sinn eigin líkama. „Ég er að verða 34 ára gömul og sé engar upplýsingar um aldur þeirra sem fylgja mér á Snapchat. Ég get ekki tekið ábyrgð á því hver addar mér og get ekki borið ábyrgð á því hvort ég sé að segja eitthvað sem einhver þolir ekki að heyra. Foreldrar þurfa að passa hvað þeirra börn eru að gera á internetinu, ég passa mjög vel upp á hvað mín börn eru að gera og það er mitt verkefni.“ Upplifir hún sig sem skotmark í þessu máli. „Foreldrar eiga að passa hvað börnin þeirra eru að gera á internetinu. Það er ekki hægt að segja að fullt af stelpum líti upp til mín og ég þurfi að passa mig. Mér finnst frábært ef ég er fyrirmynd fyrir það góða sem ég er að gera en ég er ekkert fullkomin og er ekkert að reyna að vera það.“GETTYGreiddi sjálf fyrir meðferðina „Mér finnst ég ekki vera að setja óraunhæfar kröfur. Mér finnst það mín skylda að koma fram og segja að ég sé ekki með svona náttúrulegar varir, það væri óraunhæft. Ég hef aldrei normalíserað lýtaaðgerðir. Ég rek fyrirtæki og vinn hörðum höndum af því að byggja það upp, sem snýst einmitt um að styrkja ungar konur.“ Manuela Ósk segist mjög þreytt á því að fá stimpilinn slæm fyrirmynd. „Það eru fæstir sem vita hvað ég er pottþétt í því sem ég geri. Ég hef aldrei tekið sopa af áfengi, ég hef aldrei tekið smók af sígarettu, ég hef aldrei neytt fíkniefna, ég hef aldrei prófað neitt slíkt. Ég er komin upp í rúm tíu á kvöldin og vöknuð sex á morgnanna ef mér tekst að sofa. Ég vinn, eða er í skólanum eða með börnunum mínum. Ég er ekki á djamminu og þú sérð mig aldrei auglýsa slíkt líferni. Ég er með hæstu einkunn í skólanum.“ Hún segir að hún sprauti fyllingum í varir sínar en hafi ekki rætt það mikið áður. Vegna þess hversu margar spurningar hún fái um varafyllingar hafi hún ákveðið að tjá sig um þetta málefni. „Ég er 34 ára gömul kona og hlýt að geta ráðið því hvort að ég lita á mér hárið, hvítta á mér tennurnar eða ekki. Ég borgaði Evu Lísu fyrir þessa tilteknu þjónustu, þetta var engin auglýsing. Mér var ekki borgað fyrir að segja þetta,“ útskýrir Manuela Ósk. Tók hún það fram að fleiri snapparar hafi fjallað um varafyllingar á Snapchat.Finnst þetta ljót umræða Aðspurð um ástæðuna fyrir því að auglýsa afslátt eða kaupauka af ákveðinni varameðferð svarar Manuela Ósk að hún fái mjög reglulega spurningar um varafyllingar og skynji mikinn áhuga hjá sínum fylgjendum. „Mínir fylgjendur geta svo tekið upplýsta ákvörðun um það hvað þeir gera við sinn líkama. Ég get miðlað minni reynslu og sagt hvað mér finnst.“ Varðandi pistil Sigrúnar sagði Manuela Ósk: „Þessi manneskja ætti aðeins að horfa í kringum sig. Hvernig samfélagið er og hugsar stendur ekki og fellur með mér og mínu Snapchatti.“ Bætti hún því við að stelpur þurfi að vera eldri en 18 ára til þess að geta nýtt sér þennan kaupauka í varafyllingum sem hún hafi sagt frá á Snapchat. „Ég er ekki að biðja um að allir séu sammála mér, þessi kona má alveg vera ósammála mér. Ef henni líður betur með því að skella skuldinni á mig fyrir það hvernig samfélagið er, þá er það bara allt í lagi. En að hún hafi þörfina til að úthúða mér á opnum miðli, sem hefur ekki bara áhrif á mig og mína ímynd heldur líka börnin mín og fólkið sem mér þykir vænt um, þá finnst mér það mjög ljótt,“ segir Manuela Ósk að lokum.Hér fyrir neðan má lesa færslu Sigrúnar í heild sinni: Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Það er ömurlegt að konur þurfi að alast upp við svona brenglun, það gerir mig mjög sorgmædda,“ skrifaði Sigrún Karls Kristínardóttir í opinni færslu á Facebook á laugardag. Ástæðan er umfjöllun Manuelu Óskar Harðardóttur á Snapchat um varafyllingar en þar sagði hún fylgjendum sínum frá afslætti sem þeir gætu fengið af slíkri meðferð. Færslan hefur fengið hörð viðbrögð og mikla dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Manuela Ósk segir að þetta sé ósanngjörn gagnrýni og að það sé ekki hennar hlutverk að vera fullkomin fyrirmynd. „Ég næ ekki almennilega utan um þessa normaliseringu á lýtaaðgerðum,“ segir Sigrún sem furðar sig á því að það sé hægt að kaupa varafyllingar á tilboði í gegnum Snapchat. „Það er ekki skrítið að ungar stelpur/konur séu að þróa með sér geð- og kvíðaraskanir í tengslum við útlit sitt og hafi brenglaðar hugmyndir um fegurð. Það er sorglegt að ungar stelpur muni notfæra sér þetta tilboð. Útlitskröfur sem að ungar stelpur setja á sjálfan sig eru svo fjarri raunveruleikanum, átröskunardeild landspítalans er að springa listinn er svo langur.“Ekki að reyna að vera fullkomin „Manneskjan er að gera mig ábyrga fyrir röskunum ungra stúlkna, sem er algjörlega fáránlegt,“ segir Manuela Ósk í samtali við Vísi. Finnst henni sjálfri ekki fréttnæmt að einhver hafi skoðun á því hvað hún geri við sinn eigin líkama. „Ég er að verða 34 ára gömul og sé engar upplýsingar um aldur þeirra sem fylgja mér á Snapchat. Ég get ekki tekið ábyrgð á því hver addar mér og get ekki borið ábyrgð á því hvort ég sé að segja eitthvað sem einhver þolir ekki að heyra. Foreldrar þurfa að passa hvað þeirra börn eru að gera á internetinu, ég passa mjög vel upp á hvað mín börn eru að gera og það er mitt verkefni.“ Upplifir hún sig sem skotmark í þessu máli. „Foreldrar eiga að passa hvað börnin þeirra eru að gera á internetinu. Það er ekki hægt að segja að fullt af stelpum líti upp til mín og ég þurfi að passa mig. Mér finnst frábært ef ég er fyrirmynd fyrir það góða sem ég er að gera en ég er ekkert fullkomin og er ekkert að reyna að vera það.“GETTYGreiddi sjálf fyrir meðferðina „Mér finnst ég ekki vera að setja óraunhæfar kröfur. Mér finnst það mín skylda að koma fram og segja að ég sé ekki með svona náttúrulegar varir, það væri óraunhæft. Ég hef aldrei normalíserað lýtaaðgerðir. Ég rek fyrirtæki og vinn hörðum höndum af því að byggja það upp, sem snýst einmitt um að styrkja ungar konur.“ Manuela Ósk segist mjög þreytt á því að fá stimpilinn slæm fyrirmynd. „Það eru fæstir sem vita hvað ég er pottþétt í því sem ég geri. Ég hef aldrei tekið sopa af áfengi, ég hef aldrei tekið smók af sígarettu, ég hef aldrei neytt fíkniefna, ég hef aldrei prófað neitt slíkt. Ég er komin upp í rúm tíu á kvöldin og vöknuð sex á morgnanna ef mér tekst að sofa. Ég vinn, eða er í skólanum eða með börnunum mínum. Ég er ekki á djamminu og þú sérð mig aldrei auglýsa slíkt líferni. Ég er með hæstu einkunn í skólanum.“ Hún segir að hún sprauti fyllingum í varir sínar en hafi ekki rætt það mikið áður. Vegna þess hversu margar spurningar hún fái um varafyllingar hafi hún ákveðið að tjá sig um þetta málefni. „Ég er 34 ára gömul kona og hlýt að geta ráðið því hvort að ég lita á mér hárið, hvítta á mér tennurnar eða ekki. Ég borgaði Evu Lísu fyrir þessa tilteknu þjónustu, þetta var engin auglýsing. Mér var ekki borgað fyrir að segja þetta,“ útskýrir Manuela Ósk. Tók hún það fram að fleiri snapparar hafi fjallað um varafyllingar á Snapchat.Finnst þetta ljót umræða Aðspurð um ástæðuna fyrir því að auglýsa afslátt eða kaupauka af ákveðinni varameðferð svarar Manuela Ósk að hún fái mjög reglulega spurningar um varafyllingar og skynji mikinn áhuga hjá sínum fylgjendum. „Mínir fylgjendur geta svo tekið upplýsta ákvörðun um það hvað þeir gera við sinn líkama. Ég get miðlað minni reynslu og sagt hvað mér finnst.“ Varðandi pistil Sigrúnar sagði Manuela Ósk: „Þessi manneskja ætti aðeins að horfa í kringum sig. Hvernig samfélagið er og hugsar stendur ekki og fellur með mér og mínu Snapchatti.“ Bætti hún því við að stelpur þurfi að vera eldri en 18 ára til þess að geta nýtt sér þennan kaupauka í varafyllingum sem hún hafi sagt frá á Snapchat. „Ég er ekki að biðja um að allir séu sammála mér, þessi kona má alveg vera ósammála mér. Ef henni líður betur með því að skella skuldinni á mig fyrir það hvernig samfélagið er, þá er það bara allt í lagi. En að hún hafi þörfina til að úthúða mér á opnum miðli, sem hefur ekki bara áhrif á mig og mína ímynd heldur líka börnin mín og fólkið sem mér þykir vænt um, þá finnst mér það mjög ljótt,“ segir Manuela Ósk að lokum.Hér fyrir neðan má lesa færslu Sigrúnar í heild sinni:
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira