Lífið

So You Think You Can Snap hefst í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
20 framhaldsskólar eru skráðir til leiks í So You Think You Can Snap
20 framhaldsskólar eru skráðir til leiks í So You Think You Can Snap
Snapchat keppnin So You Think You Can Snap fór fram í fyrsta skipti á síðasta ári og fékk gríðarlega mikið áhorf. Mest horfðu 25 þúsund manns á keppnina á einum sólahring. Að keppninni standa meðlimir Áttunnar og segjast þeir binda miklar vonir við keppnina í ár.

20 framhaldsskólar taka þátt í So You Think You Can Snap og keppa um það hver sé með besta snapparann.

„Þetta er stærsti Snapchat-viðburðurinn okkar á árinu,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason einn af meðlimum Áttunnar í samtali við Vísi. Áttan er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum og er einnig með sína eigin útvarpsstöð. Áttuna skipa ásamt Nökkva Fjalari þau Orri Einarsson, Egill Ploder Ottóson, Aron Ingi Davíðsson og Sonja Rut Valdin.

Keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official og líkt og á síðasta ári mun Vísir fylgjast vel með gangi mála. Sigurvegarinn fær Lenovo fartölvu frá Nýherja í verðlaun. Fyrstu skólarnir keppa í dag.

 

Dagskráfyrstu umferðar keppninnar:

14.ágúst

Menntaskólinn í Kópavogi vs. Menntaskólinn á Akureyri

15.ágúst

Kvennaskólinn í Reykjavík vs. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

16.ágúst

Fjölbrautaskóli Suðurlands vs. Fjölbrautaskóli Vesturlands

17.ágúst

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vs. Fjölbrautaskólinn við Ármúla

18.ágúst

Flensborgarskólinn vs. Verzlunarskóli Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.