Veipvöllurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2017 06:00 „Strákarnir á leikvellinum voru að bjóða mér að prófa rafsígarettu. Þeir segja að þær séu ekkert hættulegar,“ sagði miðstrákurinn í uppnámi eitt kvöldið. Þeir félagarnir eru tólf ára. „Veistu, veipur með tyggjóbragði eru ekkert hættulegar. Það er bara eins og að fá sér tyggjó,“ fullyrti vinur yngsta sonar míns. Þeir eru tíu ára. Eftir að hafa rakið garnirnar úr þessum tíu ára kom í ljós að hann hafði hitt fræga Snapchat-stjörnu sem hafði reyndar sagt honum að hann ætti ekki að prófa þetta, því sjálfur gæti hann ekki hætt. Þetta er raunveruleikinn á leikvelli barnanna enda hafa notendur og söluaðilar verið iðnir við að kynna rafsígarettur til leiks sem skaðlausa hegðun. Við vitum að rafsígarettur eru ekki skaðlausar. Og að það er einkum eitt efni sem gerir þær eftirsóknarverðar. Rafsígarettur eru notaðar til að ferja nikótín, efni sem við mennirnir erum veikir fyrir. Líkt og önnur fíkniefni veitir nikótín vellíðan með því að auka dópamín í heilanum. En áhrifin vara skammt því nikótín er mjög óstöðugt efni – um helmingur þess hættir að hafa áhrif eftir um klukkustund. Þá kemur fram vanlíðan og líkaminn fer að kalla á meira nikótín. Þá má segja að maður sé orðinn þræll nikótíns. Svo eru börn viðkvæmari fyrir nikótíni og sem dæmi er barn sem prófar nikótín líklegra til að verða háð því en fullorðinn, því heili þess er enn að taka út þroska. Strákarnir á veipvellinum eru ekki að hugsa um hvernig þeim muni líða þegar þeir eru orðnir háðir rafsígarettum. Þeir vita ekki betur en að það sé hið besta mál að veipa því eins og staðan er í dag þá eru engar reglugerðir til um rafsígarettur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
„Strákarnir á leikvellinum voru að bjóða mér að prófa rafsígarettu. Þeir segja að þær séu ekkert hættulegar,“ sagði miðstrákurinn í uppnámi eitt kvöldið. Þeir félagarnir eru tólf ára. „Veistu, veipur með tyggjóbragði eru ekkert hættulegar. Það er bara eins og að fá sér tyggjó,“ fullyrti vinur yngsta sonar míns. Þeir eru tíu ára. Eftir að hafa rakið garnirnar úr þessum tíu ára kom í ljós að hann hafði hitt fræga Snapchat-stjörnu sem hafði reyndar sagt honum að hann ætti ekki að prófa þetta, því sjálfur gæti hann ekki hætt. Þetta er raunveruleikinn á leikvelli barnanna enda hafa notendur og söluaðilar verið iðnir við að kynna rafsígarettur til leiks sem skaðlausa hegðun. Við vitum að rafsígarettur eru ekki skaðlausar. Og að það er einkum eitt efni sem gerir þær eftirsóknarverðar. Rafsígarettur eru notaðar til að ferja nikótín, efni sem við mennirnir erum veikir fyrir. Líkt og önnur fíkniefni veitir nikótín vellíðan með því að auka dópamín í heilanum. En áhrifin vara skammt því nikótín er mjög óstöðugt efni – um helmingur þess hættir að hafa áhrif eftir um klukkustund. Þá kemur fram vanlíðan og líkaminn fer að kalla á meira nikótín. Þá má segja að maður sé orðinn þræll nikótíns. Svo eru börn viðkvæmari fyrir nikótíni og sem dæmi er barn sem prófar nikótín líklegra til að verða háð því en fullorðinn, því heili þess er enn að taka út þroska. Strákarnir á veipvellinum eru ekki að hugsa um hvernig þeim muni líða þegar þeir eru orðnir háðir rafsígarettum. Þeir vita ekki betur en að það sé hið besta mál að veipa því eins og staðan er í dag þá eru engar reglugerðir til um rafsígarettur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun