Kisner leiðir fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2017 23:45 Kisner er einum hring frá fyrsta sigrinum á einu af risamótunum fjórum. Vísir/Getty Kevin Kisner er með eins högga forskot á Chris Shroud og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Bandaríkjunum þessa helgina. Þriðji hringurinn tók langan tíma og mátti sjá það á efstu kylfingum að þeir voru þreytulegir er þeir komu loksins í hús nú rétt fyrir miðnætti á íslenskum tíma. Kisner og Hideki Matsuyama deildu efsta sætinu fyrir þriðja hringinn á átta höggum undir pari en þeir léku báðir yfir pari í dag, Kisner á einu höggi yfir pari en Matsuyama á tveimur höggum yfir pari. Kisner er því átján holum frá því að fagna sigri á einu af fjórum risamótum ársins í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á einu af stórmótunum er þegar hann deildi 12. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Stroud lék á parinu og saxaði með því á Kisner á toppnum en þeir Shroud og Matsuyama eru einu höggi á eftir Kisner en Justin Thomas og Louis Oosthuizen eru á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kisner. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti ári 2016 náði sér engan vegin á strik í dag en hann var á sex höggum yfir pari og er á parinu eftir þrjá hringi. Fékk hann fjórfaldan skolla á lokaholu dagsins eftir skrautleg innáhögg þar sem hann týndi meðal annars bolta en hann fékk fjóra skolla, einn skramba og fjórfaldan skolla á þriðja hring. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kevin Kisner er með eins högga forskot á Chris Shroud og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Bandaríkjunum þessa helgina. Þriðji hringurinn tók langan tíma og mátti sjá það á efstu kylfingum að þeir voru þreytulegir er þeir komu loksins í hús nú rétt fyrir miðnætti á íslenskum tíma. Kisner og Hideki Matsuyama deildu efsta sætinu fyrir þriðja hringinn á átta höggum undir pari en þeir léku báðir yfir pari í dag, Kisner á einu höggi yfir pari en Matsuyama á tveimur höggum yfir pari. Kisner er því átján holum frá því að fagna sigri á einu af fjórum risamótum ársins í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á einu af stórmótunum er þegar hann deildi 12. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Stroud lék á parinu og saxaði með því á Kisner á toppnum en þeir Shroud og Matsuyama eru einu höggi á eftir Kisner en Justin Thomas og Louis Oosthuizen eru á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kisner. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti ári 2016 náði sér engan vegin á strik í dag en hann var á sex höggum yfir pari og er á parinu eftir þrjá hringi. Fékk hann fjórfaldan skolla á lokaholu dagsins eftir skrautleg innáhögg þar sem hann týndi meðal annars bolta en hann fékk fjóra skolla, einn skramba og fjórfaldan skolla á þriðja hring.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira