Nixon býður sig mögulega fram til ríkisstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 12:24 Cynthia Nixon vildi ekki segja þáttastjórnendum Today Show hvort hún ætlaði að bjóða sig fram. Samsett mynd/Vísir/getty Úr öllum áttum er þrýst á leikkonuna Cynthiu Nixon að gefa kost á sér til ríkisstjóra New York-fylkis í Bandaríkjunum. Leikkonan hefur um þó nokkra hríð haft sterkar pólitískar skoðanir og gert sig gildandi í umræðunni um menntamál. Cynthia Nixon er þekkt fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu þáttaröð Beðmál í borginni. Þar fór hún með hlutverk lögfræðingsins Miröndu Hobbes sem lifði æsispennandi tilhugalífi á milli þess sem hún skálaði við bestu vinkonur sínar. Þátturinn þykir hafa opnað á umræðu um konur, kynlíf og skyld málefni.Cynthia Nixon ásamt mótleikkonum úr Sex and the City, þeim Söruh Jessicu Parker, Kristin Davis og Kim Cattrall. Bandaríska gamanþáttaröðin um vinkonurnar í New York er margverðlaunuð.Vísir/gettyOrðrómur hefur komist á kreik sem hefur orðið æ háværari með tímanum um að Nixon sé mögulega að leggja inn á nýjar og pólitískari brautir. Leikkonan var í viðtali á dögunum í spjallþættinum Today Show þar sem nýja myndin sem hún leikur í, The Only Living Boy in New York, var til umfjöllunar.Cynthia Nixon ásamt Jeff Bridges og Callum Turner í myndinni The Only Living Boy in New York sem er þroskasaga hins unga Thomasar Webb.Vísir/gettyÚr því að Nixon var mætt í myndverið var ekki úr vegi að spyrja hana út í orðróminn. Þrátt fyrir að þáttastjórnendurnir Al Roker og Dylan Dreyer þjörmuðu að henni gaf leikkonan ekkert upp um ákvörðun sína. Þó mátti greina mikinn áhuga á mögulegu framboði á tali hennar. Hún sagðist finna fyrir gríðarlegum meðbyr og áhuga á meðal fólks. Fólk hvaðanæva að hvetji hana til þess að bjóða sig fram. Nixon sagði fjölmargar ástæður liggja þar að baki en sú sem vegi þyngst séu menntamálin sem hún fullyrðir að séu í ólestri í fylkinu. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-fylki. Við erum í fertugasta og níunda sæti þegar kemur að jafnræði í úthlutun til skólamála sem þýðir að eina ríkið sem stendur sig verr en við er Illinois,“ segir leikkonan alvarleg í bragði. Misskipting auðævanna er Nixon mikið hjartans mál auk þess sem hún brennur fyrir menntamálum. Hún lá núverandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, á hálsi fyrir að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málaflokknum. Í þættinum vændi hún Cuomo um að reyna að slá ryki í augu kjósenda þegar hann segir að New York sé það fylki sem mestu eyðir í nemendur sína.Cynthia Nixon liggur ekki á skoðunum sínum.Vísir/getty Nixon segir það vera einföldun staðreynda. Það sem skekki tölfræðina sé það að fylkið eyði svo gífurlegum fjármunum í ríkustu hverfin og að peningurinn renni til þeirra sem mest hafi á milli handanna. „Á milli hundrað ríkustu og hundrað fátækustu skólanna er tíu þúsund dollara munur á því sem við eyðum í hvern nemanda,“ segir Nixon til útskýringar. Nixon hefur sjálf töluverða reynslu af ríkisskólakerfinu í New York- fylki því öll hennar börn stunduðu nám í slíkum skólum. Þrátt fyrir að Nixon hafi ekki gefið afdráttarlaust svar er ljóst að hún hefur mikinn áhuga á starfinu, menntamálum og auknum jöfnuði. Tal leikkonunnar í þættinum slær í það minnsta ekki á orðróminn heldur þvert á móti; ljær honum vængi.Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið við Cynthiu Nixon í þættinum Today Show Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Menning Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ Sjá meira
Úr öllum áttum er þrýst á leikkonuna Cynthiu Nixon að gefa kost á sér til ríkisstjóra New York-fylkis í Bandaríkjunum. Leikkonan hefur um þó nokkra hríð haft sterkar pólitískar skoðanir og gert sig gildandi í umræðunni um menntamál. Cynthia Nixon er þekkt fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu þáttaröð Beðmál í borginni. Þar fór hún með hlutverk lögfræðingsins Miröndu Hobbes sem lifði æsispennandi tilhugalífi á milli þess sem hún skálaði við bestu vinkonur sínar. Þátturinn þykir hafa opnað á umræðu um konur, kynlíf og skyld málefni.Cynthia Nixon ásamt mótleikkonum úr Sex and the City, þeim Söruh Jessicu Parker, Kristin Davis og Kim Cattrall. Bandaríska gamanþáttaröðin um vinkonurnar í New York er margverðlaunuð.Vísir/gettyOrðrómur hefur komist á kreik sem hefur orðið æ háværari með tímanum um að Nixon sé mögulega að leggja inn á nýjar og pólitískari brautir. Leikkonan var í viðtali á dögunum í spjallþættinum Today Show þar sem nýja myndin sem hún leikur í, The Only Living Boy in New York, var til umfjöllunar.Cynthia Nixon ásamt Jeff Bridges og Callum Turner í myndinni The Only Living Boy in New York sem er þroskasaga hins unga Thomasar Webb.Vísir/gettyÚr því að Nixon var mætt í myndverið var ekki úr vegi að spyrja hana út í orðróminn. Þrátt fyrir að þáttastjórnendurnir Al Roker og Dylan Dreyer þjörmuðu að henni gaf leikkonan ekkert upp um ákvörðun sína. Þó mátti greina mikinn áhuga á mögulegu framboði á tali hennar. Hún sagðist finna fyrir gríðarlegum meðbyr og áhuga á meðal fólks. Fólk hvaðanæva að hvetji hana til þess að bjóða sig fram. Nixon sagði fjölmargar ástæður liggja þar að baki en sú sem vegi þyngst séu menntamálin sem hún fullyrðir að séu í ólestri í fylkinu. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-fylki. Við erum í fertugasta og níunda sæti þegar kemur að jafnræði í úthlutun til skólamála sem þýðir að eina ríkið sem stendur sig verr en við er Illinois,“ segir leikkonan alvarleg í bragði. Misskipting auðævanna er Nixon mikið hjartans mál auk þess sem hún brennur fyrir menntamálum. Hún lá núverandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, á hálsi fyrir að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málaflokknum. Í þættinum vændi hún Cuomo um að reyna að slá ryki í augu kjósenda þegar hann segir að New York sé það fylki sem mestu eyðir í nemendur sína.Cynthia Nixon liggur ekki á skoðunum sínum.Vísir/getty Nixon segir það vera einföldun staðreynda. Það sem skekki tölfræðina sé það að fylkið eyði svo gífurlegum fjármunum í ríkustu hverfin og að peningurinn renni til þeirra sem mest hafi á milli handanna. „Á milli hundrað ríkustu og hundrað fátækustu skólanna er tíu þúsund dollara munur á því sem við eyðum í hvern nemanda,“ segir Nixon til útskýringar. Nixon hefur sjálf töluverða reynslu af ríkisskólakerfinu í New York- fylki því öll hennar börn stunduðu nám í slíkum skólum. Þrátt fyrir að Nixon hafi ekki gefið afdráttarlaust svar er ljóst að hún hefur mikinn áhuga á starfinu, menntamálum og auknum jöfnuði. Tal leikkonunnar í þættinum slær í það minnsta ekki á orðróminn heldur þvert á móti; ljær honum vængi.Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið við Cynthiu Nixon í þættinum Today Show
Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Menning Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ Sjá meira