Nixon býður sig mögulega fram til ríkisstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 12:24 Cynthia Nixon vildi ekki segja þáttastjórnendum Today Show hvort hún ætlaði að bjóða sig fram. Samsett mynd/Vísir/getty Úr öllum áttum er þrýst á leikkonuna Cynthiu Nixon að gefa kost á sér til ríkisstjóra New York-fylkis í Bandaríkjunum. Leikkonan hefur um þó nokkra hríð haft sterkar pólitískar skoðanir og gert sig gildandi í umræðunni um menntamál. Cynthia Nixon er þekkt fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu þáttaröð Beðmál í borginni. Þar fór hún með hlutverk lögfræðingsins Miröndu Hobbes sem lifði æsispennandi tilhugalífi á milli þess sem hún skálaði við bestu vinkonur sínar. Þátturinn þykir hafa opnað á umræðu um konur, kynlíf og skyld málefni.Cynthia Nixon ásamt mótleikkonum úr Sex and the City, þeim Söruh Jessicu Parker, Kristin Davis og Kim Cattrall. Bandaríska gamanþáttaröðin um vinkonurnar í New York er margverðlaunuð.Vísir/gettyOrðrómur hefur komist á kreik sem hefur orðið æ háværari með tímanum um að Nixon sé mögulega að leggja inn á nýjar og pólitískari brautir. Leikkonan var í viðtali á dögunum í spjallþættinum Today Show þar sem nýja myndin sem hún leikur í, The Only Living Boy in New York, var til umfjöllunar.Cynthia Nixon ásamt Jeff Bridges og Callum Turner í myndinni The Only Living Boy in New York sem er þroskasaga hins unga Thomasar Webb.Vísir/gettyÚr því að Nixon var mætt í myndverið var ekki úr vegi að spyrja hana út í orðróminn. Þrátt fyrir að þáttastjórnendurnir Al Roker og Dylan Dreyer þjörmuðu að henni gaf leikkonan ekkert upp um ákvörðun sína. Þó mátti greina mikinn áhuga á mögulegu framboði á tali hennar. Hún sagðist finna fyrir gríðarlegum meðbyr og áhuga á meðal fólks. Fólk hvaðanæva að hvetji hana til þess að bjóða sig fram. Nixon sagði fjölmargar ástæður liggja þar að baki en sú sem vegi þyngst séu menntamálin sem hún fullyrðir að séu í ólestri í fylkinu. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-fylki. Við erum í fertugasta og níunda sæti þegar kemur að jafnræði í úthlutun til skólamála sem þýðir að eina ríkið sem stendur sig verr en við er Illinois,“ segir leikkonan alvarleg í bragði. Misskipting auðævanna er Nixon mikið hjartans mál auk þess sem hún brennur fyrir menntamálum. Hún lá núverandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, á hálsi fyrir að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málaflokknum. Í þættinum vændi hún Cuomo um að reyna að slá ryki í augu kjósenda þegar hann segir að New York sé það fylki sem mestu eyðir í nemendur sína.Cynthia Nixon liggur ekki á skoðunum sínum.Vísir/getty Nixon segir það vera einföldun staðreynda. Það sem skekki tölfræðina sé það að fylkið eyði svo gífurlegum fjármunum í ríkustu hverfin og að peningurinn renni til þeirra sem mest hafi á milli handanna. „Á milli hundrað ríkustu og hundrað fátækustu skólanna er tíu þúsund dollara munur á því sem við eyðum í hvern nemanda,“ segir Nixon til útskýringar. Nixon hefur sjálf töluverða reynslu af ríkisskólakerfinu í New York- fylki því öll hennar börn stunduðu nám í slíkum skólum. Þrátt fyrir að Nixon hafi ekki gefið afdráttarlaust svar er ljóst að hún hefur mikinn áhuga á starfinu, menntamálum og auknum jöfnuði. Tal leikkonunnar í þættinum slær í það minnsta ekki á orðróminn heldur þvert á móti; ljær honum vængi.Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið við Cynthiu Nixon í þættinum Today Show Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Úr öllum áttum er þrýst á leikkonuna Cynthiu Nixon að gefa kost á sér til ríkisstjóra New York-fylkis í Bandaríkjunum. Leikkonan hefur um þó nokkra hríð haft sterkar pólitískar skoðanir og gert sig gildandi í umræðunni um menntamál. Cynthia Nixon er þekkt fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu þáttaröð Beðmál í borginni. Þar fór hún með hlutverk lögfræðingsins Miröndu Hobbes sem lifði æsispennandi tilhugalífi á milli þess sem hún skálaði við bestu vinkonur sínar. Þátturinn þykir hafa opnað á umræðu um konur, kynlíf og skyld málefni.Cynthia Nixon ásamt mótleikkonum úr Sex and the City, þeim Söruh Jessicu Parker, Kristin Davis og Kim Cattrall. Bandaríska gamanþáttaröðin um vinkonurnar í New York er margverðlaunuð.Vísir/gettyOrðrómur hefur komist á kreik sem hefur orðið æ háværari með tímanum um að Nixon sé mögulega að leggja inn á nýjar og pólitískari brautir. Leikkonan var í viðtali á dögunum í spjallþættinum Today Show þar sem nýja myndin sem hún leikur í, The Only Living Boy in New York, var til umfjöllunar.Cynthia Nixon ásamt Jeff Bridges og Callum Turner í myndinni The Only Living Boy in New York sem er þroskasaga hins unga Thomasar Webb.Vísir/gettyÚr því að Nixon var mætt í myndverið var ekki úr vegi að spyrja hana út í orðróminn. Þrátt fyrir að þáttastjórnendurnir Al Roker og Dylan Dreyer þjörmuðu að henni gaf leikkonan ekkert upp um ákvörðun sína. Þó mátti greina mikinn áhuga á mögulegu framboði á tali hennar. Hún sagðist finna fyrir gríðarlegum meðbyr og áhuga á meðal fólks. Fólk hvaðanæva að hvetji hana til þess að bjóða sig fram. Nixon sagði fjölmargar ástæður liggja þar að baki en sú sem vegi þyngst séu menntamálin sem hún fullyrðir að séu í ólestri í fylkinu. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-fylki. Við erum í fertugasta og níunda sæti þegar kemur að jafnræði í úthlutun til skólamála sem þýðir að eina ríkið sem stendur sig verr en við er Illinois,“ segir leikkonan alvarleg í bragði. Misskipting auðævanna er Nixon mikið hjartans mál auk þess sem hún brennur fyrir menntamálum. Hún lá núverandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, á hálsi fyrir að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málaflokknum. Í þættinum vændi hún Cuomo um að reyna að slá ryki í augu kjósenda þegar hann segir að New York sé það fylki sem mestu eyðir í nemendur sína.Cynthia Nixon liggur ekki á skoðunum sínum.Vísir/getty Nixon segir það vera einföldun staðreynda. Það sem skekki tölfræðina sé það að fylkið eyði svo gífurlegum fjármunum í ríkustu hverfin og að peningurinn renni til þeirra sem mest hafi á milli handanna. „Á milli hundrað ríkustu og hundrað fátækustu skólanna er tíu þúsund dollara munur á því sem við eyðum í hvern nemanda,“ segir Nixon til útskýringar. Nixon hefur sjálf töluverða reynslu af ríkisskólakerfinu í New York- fylki því öll hennar börn stunduðu nám í slíkum skólum. Þrátt fyrir að Nixon hafi ekki gefið afdráttarlaust svar er ljóst að hún hefur mikinn áhuga á starfinu, menntamálum og auknum jöfnuði. Tal leikkonunnar í þættinum slær í það minnsta ekki á orðróminn heldur þvert á móti; ljær honum vængi.Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið við Cynthiu Nixon í þættinum Today Show
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira