Tuddinn í beinni: 300 manns keppa í sex tölvuleikjum Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2017 18:00 Frá Tuddanum í fyrra. Tuddinn, stærsta tölvuleikjamót ársins, fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Tæplega 300 keppendur eru skráðir til leiks og verður keppt í sex leikjum yfir þrjá daga. Mótið er haldið á vegum nemendafélagsins Tvíund og tölvuleikjafélagsins Tuddinn. Verðmæti verðlauna er rúmar 700 þúsund krónur. Mikil áhersla er lögð á áhorfendasvæði í húsnæðinu þar sem fólk getur fylgst með á stórum skjá. Einnig verður hægt að horfa á mótið á Twitch og hér á Vísi. „Rafrænar íþróttir (eSports) hafa verið í miklum vexti um allan heim en eSports er samheiti yfir viðburði þar sem keppt er í ýmsum tölvuleikjum. Stærstu mótin sem haldin eru draga til sín þúsundir gesta víðsvegar um heim og fylgjast milljónir manna með stærstu viðburðum í gegnum streymisveitur á netinu. Vinsælustu leikirnir á Íslandi eru meðal annars Counter-Strike, League of Legends og Overwatch en keppt verður í þeim öllum um helgina.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.Uppfært: Einhverjar tafir hafa orðið á keppninni og hefur útsending ekki farið af stað. Verið er að reyna að koma henni í gang, en til stendur að streyma frá keppni í League of Legends í kvöld. Dagskráum helgina er eftirfarandi:Föstudagur: Húsið opnar 16.00 - riðlakeppni hefst í öllum leikjum 19.00Laugardagur: Útsláttarkeppni hefst í öllum leikjum. 2v2 FIFA mót í M.101 og Mountain Dew Keppni.Sunnudagur: Úrslitaleikir hefjast.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Tuddinn, stærsta tölvuleikjamót ársins, fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Tæplega 300 keppendur eru skráðir til leiks og verður keppt í sex leikjum yfir þrjá daga. Mótið er haldið á vegum nemendafélagsins Tvíund og tölvuleikjafélagsins Tuddinn. Verðmæti verðlauna er rúmar 700 þúsund krónur. Mikil áhersla er lögð á áhorfendasvæði í húsnæðinu þar sem fólk getur fylgst með á stórum skjá. Einnig verður hægt að horfa á mótið á Twitch og hér á Vísi. „Rafrænar íþróttir (eSports) hafa verið í miklum vexti um allan heim en eSports er samheiti yfir viðburði þar sem keppt er í ýmsum tölvuleikjum. Stærstu mótin sem haldin eru draga til sín þúsundir gesta víðsvegar um heim og fylgjast milljónir manna með stærstu viðburðum í gegnum streymisveitur á netinu. Vinsælustu leikirnir á Íslandi eru meðal annars Counter-Strike, League of Legends og Overwatch en keppt verður í þeim öllum um helgina.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.Uppfært: Einhverjar tafir hafa orðið á keppninni og hefur útsending ekki farið af stað. Verið er að reyna að koma henni í gang, en til stendur að streyma frá keppni í League of Legends í kvöld. Dagskráum helgina er eftirfarandi:Föstudagur: Húsið opnar 16.00 - riðlakeppni hefst í öllum leikjum 19.00Laugardagur: Útsláttarkeppni hefst í öllum leikjum. 2v2 FIFA mót í M.101 og Mountain Dew Keppni.Sunnudagur: Úrslitaleikir hefjast.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv
Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira