Innlent

Um 10 prósent Íslendinga vilja nú gefa líffæri úr sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Æ fleiri vilja gefa líffæri.
Æ fleiri vilja gefa líffæri. Nordicphotos/Getty
Íslendingum sem tekið hafa afstöðu til líffæragjafar hefur fjölgað verulega frá því að líffæragjafavefur Embættis landlæknis var tekinn í notkun í lok október 2014.

Í gær höfðu tæplega 32 þúsund manns samþykkt að gerast líffæragjafar og hefur þeim fjölgað um eitt þúsund í sumar. Í janúar 2015 stóð talan í 12 þúsund manns. Því blasir við að líffæragjöfum hefur fjölgað um 20 þúsund á rúmlega tveimur og hálfu ári. Íslendingar eru 338 þúsund og því lætur nærri að 9,5 prósent Íslendinga hafi tekið afstöðu. Langstærstur hluti þeirra sem tekur afstöðu samþykkir líffæragjöf.

„Við sjáum helstu toppana koma þegar það er mikil umræða í fjölmiðlum,“ segir Jórlaug Heimisdóttir, sérfræðingur hjá Embætti landlæknis.

Jórlaug segir að um þessar mundir sé verið að flytja grunninn inn í Heilsuveruna, en það er vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem eru skráð um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×