Íslenski boltinn

Flösku kastað í Kassim: Ég varð fyrir kynþáttafordómum

Kassim Doumbia í leik með FH.
Kassim Doumbia í leik með FH. Vísir/Andri Marinó
Kassim Doumbia, varnarmaður FH, varð fyrir aðkasti á leik liðsins gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í gær. Flösku var kastað í andlit hans og hrópað á hann ókvæðisorðum.

Þetta segir hann í viðtali við Fótbolta.net en Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, staðfestir það einnig í samtali við Vísi.

Doumbia sagði að flaskan hefði farið í andlitið hans og öxl. Hann bætir einnig við að það hafi verið öskrað á hann á meðan leiknum stóð.

„Ég skil ekki íslensku vel en þeir voru að öskra á mig eitthvað kjaftæði. Það voru kynþáttafordómar,“ sagði hann við Fótbolta.net.

Birgir sagði að FH-ingar líti atvikið alvarlegum augum en ætli að bíða með næstu skref þar til að frekari upplýsingar liggja fyrir.

„Við ætlum að skoða þetta betur innan okkar raða,“ sagði Birgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×