Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 21:12 Orðaval Ásdísar Ránar vakti hörð viðbrögð „Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar,“ segir Stefanía Tara Þrastardóttir í athugasemd á Facebook-færslu hjá ísdrottningunni Ásdísi Rán. Stefanía Tara keppti í gær í Ungfrú Ísland og var hún valin Vinsælasta stúlkan í keppninni í lok kvöldsins. Ásdís Rán deildi mynd af Stefaníu Töru á Snapchat og skrifaði þar „Er búið að breyta stöðlunum í Miss World eða er hún bara uppfyllingarefni til að sýnast fyrir ISL femínistann...?“ Í kjölfar fréttar á vef DV var Ásdís Rán harðlega gagnrýnd fyrir að fitusmána Stefaníu Töru á opnum Snapchat aðgangi. Ásdís Rán reyndi að útskýra málið á Facebook fyrr í dag og talar þar aftur um Stefaníu Töru sem uppfyllingarefni: „Ég vil taka það fram að ég er hér algjörlega ekki að setja út á keppandann sjálfan heldur spyr ég hér einfaldrar spurningar um keppnina og svarið er að það er ekki búið að breyta reglunum í erlendu keppninni sem þessar stúlkur keppast um að taka þátt í. Þarna er ég einfaldlega að benda á að þessar stúlkur eigi ekki jafnan rétt í keppninni þar sem einhverjir keppendur uppfylla ekki staðla fyrir keppnina úti og geta þar með ekki í raun unnið Miss Iceland, ef það á að leyfa stærri stelpum að taka þátt eiga þær þá ekki að hafa jafn mikla möguleika og hinar? Eða eru þær bara uppfyllingarefni? fegurðin í öllum sínum formum kemur málinu ekkert við. Þarna finnst mér verið að fara illa með greyið stelpurnar...“ Stefanía Tara skrifaði kaldhæðna athugasemd við færsluna á Facebook síðu Ásdísar Ránar og hefur fengið mikið hrós fyrir að svara þessum skrifum.„Sæl Ásdís. Mér þykir rosalega vænt um að þú hafir tekið sérstaklega eftir því hversu mikið þyngri eða stærri á einhvern hátt ég er, miðað við aðra keppendur. Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar, hvorki hérlendis, né erlendis. Því allar þær stúlkur sem keppa á Íslandi, hafa jafnan möguleika á því að fara fyrir hönd Íslands, út í Miss World, og hefði ég alveg getað verið sú stúlka. Ég kem ekki nálægt neinum femínískum reglum, né er ég UPPFYLLINGAREFNI (takk fyrir þetta fallega og ótrúlega tillitsama orð) í þessari keppni. ÉG sótti um, ÉG komst inn, Ég réð hvað ÉG gerði. Annars er þetta ágætur vettvangur fyrir þig til að fá athygli þar sem ég stóð mig alveg ógeðslega vel, því neikvæð athygli er jú betri en engin.“ Ásdís Rán hefur ekki svarað athugasemd Stefaníu Töru þegar þessi frétt er skrifuð. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar,“ segir Stefanía Tara Þrastardóttir í athugasemd á Facebook-færslu hjá ísdrottningunni Ásdísi Rán. Stefanía Tara keppti í gær í Ungfrú Ísland og var hún valin Vinsælasta stúlkan í keppninni í lok kvöldsins. Ásdís Rán deildi mynd af Stefaníu Töru á Snapchat og skrifaði þar „Er búið að breyta stöðlunum í Miss World eða er hún bara uppfyllingarefni til að sýnast fyrir ISL femínistann...?“ Í kjölfar fréttar á vef DV var Ásdís Rán harðlega gagnrýnd fyrir að fitusmána Stefaníu Töru á opnum Snapchat aðgangi. Ásdís Rán reyndi að útskýra málið á Facebook fyrr í dag og talar þar aftur um Stefaníu Töru sem uppfyllingarefni: „Ég vil taka það fram að ég er hér algjörlega ekki að setja út á keppandann sjálfan heldur spyr ég hér einfaldrar spurningar um keppnina og svarið er að það er ekki búið að breyta reglunum í erlendu keppninni sem þessar stúlkur keppast um að taka þátt í. Þarna er ég einfaldlega að benda á að þessar stúlkur eigi ekki jafnan rétt í keppninni þar sem einhverjir keppendur uppfylla ekki staðla fyrir keppnina úti og geta þar með ekki í raun unnið Miss Iceland, ef það á að leyfa stærri stelpum að taka þátt eiga þær þá ekki að hafa jafn mikla möguleika og hinar? Eða eru þær bara uppfyllingarefni? fegurðin í öllum sínum formum kemur málinu ekkert við. Þarna finnst mér verið að fara illa með greyið stelpurnar...“ Stefanía Tara skrifaði kaldhæðna athugasemd við færsluna á Facebook síðu Ásdísar Ránar og hefur fengið mikið hrós fyrir að svara þessum skrifum.„Sæl Ásdís. Mér þykir rosalega vænt um að þú hafir tekið sérstaklega eftir því hversu mikið þyngri eða stærri á einhvern hátt ég er, miðað við aðra keppendur. Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar, hvorki hérlendis, né erlendis. Því allar þær stúlkur sem keppa á Íslandi, hafa jafnan möguleika á því að fara fyrir hönd Íslands, út í Miss World, og hefði ég alveg getað verið sú stúlka. Ég kem ekki nálægt neinum femínískum reglum, né er ég UPPFYLLINGAREFNI (takk fyrir þetta fallega og ótrúlega tillitsama orð) í þessari keppni. ÉG sótti um, ÉG komst inn, Ég réð hvað ÉG gerði. Annars er þetta ágætur vettvangur fyrir þig til að fá athygli þar sem ég stóð mig alveg ógeðslega vel, því neikvæð athygli er jú betri en engin.“ Ásdís Rán hefur ekki svarað athugasemd Stefaníu Töru þegar þessi frétt er skrifuð.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira