Tottenham og Burnley skildu jöfn á Wembley Elías Orri Njarðarson skrifar 27. ágúst 2017 17:00 Dele Alli skoraði fyrir Tottenham í dag vísir/getty Tottenham og Burnley gerðu 1-1 jafntefli á Wembley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Staðan var markalaus þegar að blásið var til loka fyrri hálfleiks. Strax þegar að fjórar mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum skoraði enski miðjumaðurinn, Dele Alli, fyrir Tottenham eftir vandræðargang í vörn Burnley. Það leit allt út fyrir að Tottenham væri að fara að sigla sigrinum heim en Chris Wood, sem gekk í raðir Burnley frá Leeds á dögunum, var ekki á sama máli og jafnaði metin þegar að tvær mínútur voru búnar af uppbótartímanum. Niðurstaðan var því 1-1 jafntefli en leikmenn Tottenham mega svekkja sig á þessum úrslitum. Eftir leikinn situr Tottenham í níunda sæti deildarinnar með fjögur stig en Burnley í sætinu fyrir neðan einnig með fjögur stig. Enski boltinn
Tottenham og Burnley gerðu 1-1 jafntefli á Wembley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Staðan var markalaus þegar að blásið var til loka fyrri hálfleiks. Strax þegar að fjórar mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum skoraði enski miðjumaðurinn, Dele Alli, fyrir Tottenham eftir vandræðargang í vörn Burnley. Það leit allt út fyrir að Tottenham væri að fara að sigla sigrinum heim en Chris Wood, sem gekk í raðir Burnley frá Leeds á dögunum, var ekki á sama máli og jafnaði metin þegar að tvær mínútur voru búnar af uppbótartímanum. Niðurstaðan var því 1-1 jafntefli en leikmenn Tottenham mega svekkja sig á þessum úrslitum. Eftir leikinn situr Tottenham í níunda sæti deildarinnar með fjögur stig en Burnley í sætinu fyrir neðan einnig með fjögur stig.