Þau Arnar Freyr og Salka Sól, sem eru meðal vinsælasta tónlistarfólks landsins, hafa verið í sambandi í um tvö ár. Þeirra leiðir lágu fyrst saman á giggi og ræddi Arnar augnablikið í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum.
„Á eftir sendi ég henni nokkur sæt skilaboð og hún beit á agnið. Ég held það hafi breytt mér að kynnast Sölku. Ég er svo lokaður og latur og hálfgerður einfari, get verið þungur og erfiður, en það eru læti í henni og hún drífur mig áfram. Salka er full af gleði og smitandi lífsorku og er ég henni óendanlega þakklátur fyrir.“
Salka virðist í skýjunum.
„Þessi spurði mig hvort ég vildi verða eiginkonan hans og ég sagði hell yeah bro!!“ sagði Salka í færslu sinni á Instagram. Hamingjuóskum rignir yfir parið á Instagram.