Sigga segir typpamyndaköllum að senda frekar putta Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 07:31 Sigga Dögg segir þennan áhuga karlmanna á typpamyndum vera alveg merkilegan. Vísir Ótrúlegt en satt þá þykir konum ekki heillandi að fá senda óumbeðna typpamynd. Þrátt fyrir það hafa nær allar konur einhverja reynslu af slíkum myndsendingum sem kynfræðingurinn Siríður Dögg Arnardóttir, eða Sigga Dögg, segir byggja á miklum misskilningi. Þær konur sem hún hafi rætt við hugsi almennt ekki um tylftir typpa þegar þær hiti sig upp fyrir kynlíf og ef karlmenn ætla að senda myndir af einhverjum líkamshlut óumbeðnir ættu þeir frekar að senda myndir af puttunum á sér. Sigga ræddi typpamyndir og stöðu kynfæranna við Reykjavík sídegis í gær og sagðist hún þekkja slíkar myndir vel og af eigin raun. Hún hafi síðast fengið boð um typpamynd á miðvikudaginn. „Það er eiginlega ekki hægt að vera á Tinder án þess að hafa lent í þessu,“ segir Sigga sem rætt hefur málið við fjölda kvenna sem allar eru á einu máli. Þeim þyki ekki aðlaðandi að fá svona myndir óumbeðnar.Konur óhræddar við að ræða typpamyndir Því virðist vera töluverður munur á upplifun þess sem sendir myndina og þess sem fær hana senda. „Mér finnst þetta mjög merkilegt,“ segir Sigga, ekki síst í ljósi þess hversu algengar þessar myndsendingar eru. Að sögn Siggu séu konur alveg óhræddar við að ræða typpamyndir sem þær hafi fengið sendar sín á milli. - „Lykilorðið hér er „óumbeðin,“ myndin er send án þess að fá leyfi frá viðkomandi og þá verður til sameiginleg upplifun,“ útskýrir Sigga og bregður sér í karakter. „Bíddu, honum finnst í lagi að senda mér þetta, sjáðu hvað ég var að fá sent.“ Sigga segir að það hvarfli ekki að konunum sem hún hafi rætt við að svara þessum typpamyndum með því að senda píkumynd til baka. Alltaf þegar hún stingi upp á því hrópi þær „Ertu frá þér! Ég myndi aldrei!“ sem Siggu þykir ekki síður merkilegt því að hennar mati undirstriki það að einhverju leyti stöðu píkunnar. „Typpi er einhvern veginn hversdagslegt og því þykir þeim kannski hversdagslegara að deila því meðan píkan er látin vera heilög og falin,“ segir Sigga og bendir á að það sé til að mynda miklu aðgengilegra að sjá veggjakrot af typpi en píku.Klámneysla hluti af skýringunni Karlar virðist vera miklu stoltari af typpunum sínum, nógu stoltir til að deila myndum af því með öðrum, heldur en konur af píkunum sínum. Þeir virðist líta á þessar typpamyndir sem bón um kynlíf og segir Sigga að þær haldist í hendur við mýtuna um að stærðin skipti máli. „Eftir því sem þú ert stoltari af limnum því líklegri ertu til að deila honum.“ Hún segir þetta líka skýrast að einhverju leyti af því að karlar fari fyrr að tengja myndir af kynfærum við kynferðislega örvun. Þar spili klámneysla inn en rannsóknir sýna að drengir byrja fyrr að horfa á klám. Þannig venjist þeir því fyrr að örvast við að horfa á kynfæri. Aðra sögu sé að segja af stelpum, þær séu búnar að þjálfa sig, „ef það má orða það þannig,“ öðruvísi upp að sögn Siggu. „Ef ég ætla að hita mig upp fyrir kynlíf þá hugsa ég ekki um 14 typpi flaxandi um í herbergi,“ segir Sigga og bætir við að þær konur sem hún hafi rætt við séu á sama máli. Þegar þær vilji koma sér í gírinn fyrir kynlíf hugsi þær ekki um „makann minn allsberan, sveiflandi typpinu í hringi,“ segir Sigga sem er hálf gáttuð á andavarleysi karlpeningsins.Putta, ekki typpi „Ég hefði haldið, eftir alla þessa umræðu um hvað skiptir konur máli í kynlífi, að þá ættu menn að vera taka myndir af fingrunum sínum,“ segir Sigga enda skipti þeir meira máli. Það þurfi nú að nudda, strjúka og faðma. Því eigi frekar að senda óumbeðnar puttamyndir, ef maður ætlar að senda myndir af líkamshlutum yfir höfuð. „Já - og skrifa kannski einhvern texta með eins og „Þessi kann sko að nudda!“ Spjall Siggu við strákana í Reykjavík Síðdegis má heyra hér að neðan. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ótrúlegt en satt þá þykir konum ekki heillandi að fá senda óumbeðna typpamynd. Þrátt fyrir það hafa nær allar konur einhverja reynslu af slíkum myndsendingum sem kynfræðingurinn Siríður Dögg Arnardóttir, eða Sigga Dögg, segir byggja á miklum misskilningi. Þær konur sem hún hafi rætt við hugsi almennt ekki um tylftir typpa þegar þær hiti sig upp fyrir kynlíf og ef karlmenn ætla að senda myndir af einhverjum líkamshlut óumbeðnir ættu þeir frekar að senda myndir af puttunum á sér. Sigga ræddi typpamyndir og stöðu kynfæranna við Reykjavík sídegis í gær og sagðist hún þekkja slíkar myndir vel og af eigin raun. Hún hafi síðast fengið boð um typpamynd á miðvikudaginn. „Það er eiginlega ekki hægt að vera á Tinder án þess að hafa lent í þessu,“ segir Sigga sem rætt hefur málið við fjölda kvenna sem allar eru á einu máli. Þeim þyki ekki aðlaðandi að fá svona myndir óumbeðnar.Konur óhræddar við að ræða typpamyndir Því virðist vera töluverður munur á upplifun þess sem sendir myndina og þess sem fær hana senda. „Mér finnst þetta mjög merkilegt,“ segir Sigga, ekki síst í ljósi þess hversu algengar þessar myndsendingar eru. Að sögn Siggu séu konur alveg óhræddar við að ræða typpamyndir sem þær hafi fengið sendar sín á milli. - „Lykilorðið hér er „óumbeðin,“ myndin er send án þess að fá leyfi frá viðkomandi og þá verður til sameiginleg upplifun,“ útskýrir Sigga og bregður sér í karakter. „Bíddu, honum finnst í lagi að senda mér þetta, sjáðu hvað ég var að fá sent.“ Sigga segir að það hvarfli ekki að konunum sem hún hafi rætt við að svara þessum typpamyndum með því að senda píkumynd til baka. Alltaf þegar hún stingi upp á því hrópi þær „Ertu frá þér! Ég myndi aldrei!“ sem Siggu þykir ekki síður merkilegt því að hennar mati undirstriki það að einhverju leyti stöðu píkunnar. „Typpi er einhvern veginn hversdagslegt og því þykir þeim kannski hversdagslegara að deila því meðan píkan er látin vera heilög og falin,“ segir Sigga og bendir á að það sé til að mynda miklu aðgengilegra að sjá veggjakrot af typpi en píku.Klámneysla hluti af skýringunni Karlar virðist vera miklu stoltari af typpunum sínum, nógu stoltir til að deila myndum af því með öðrum, heldur en konur af píkunum sínum. Þeir virðist líta á þessar typpamyndir sem bón um kynlíf og segir Sigga að þær haldist í hendur við mýtuna um að stærðin skipti máli. „Eftir því sem þú ert stoltari af limnum því líklegri ertu til að deila honum.“ Hún segir þetta líka skýrast að einhverju leyti af því að karlar fari fyrr að tengja myndir af kynfærum við kynferðislega örvun. Þar spili klámneysla inn en rannsóknir sýna að drengir byrja fyrr að horfa á klám. Þannig venjist þeir því fyrr að örvast við að horfa á kynfæri. Aðra sögu sé að segja af stelpum, þær séu búnar að þjálfa sig, „ef það má orða það þannig,“ öðruvísi upp að sögn Siggu. „Ef ég ætla að hita mig upp fyrir kynlíf þá hugsa ég ekki um 14 typpi flaxandi um í herbergi,“ segir Sigga og bætir við að þær konur sem hún hafi rætt við séu á sama máli. Þegar þær vilji koma sér í gírinn fyrir kynlíf hugsi þær ekki um „makann minn allsberan, sveiflandi typpinu í hringi,“ segir Sigga sem er hálf gáttuð á andavarleysi karlpeningsins.Putta, ekki typpi „Ég hefði haldið, eftir alla þessa umræðu um hvað skiptir konur máli í kynlífi, að þá ættu menn að vera taka myndir af fingrunum sínum,“ segir Sigga enda skipti þeir meira máli. Það þurfi nú að nudda, strjúka og faðma. Því eigi frekar að senda óumbeðnar puttamyndir, ef maður ætlar að senda myndir af líkamshlutum yfir höfuð. „Já - og skrifa kannski einhvern texta með eins og „Þessi kann sko að nudda!“ Spjall Siggu við strákana í Reykjavík Síðdegis má heyra hér að neðan.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira