Nærandi eða tærandi? Þorvaldur Gylfason skrifar 24. ágúst 2017 07:00 Bill O´Reilley, þá frægasti sjónvarpsmaður Fox-stöðvarinnar, sagði í viðtali við Trump forseta í febrúar leið: „Pútín er morðingi.“ Forsetinn svaraði: „Það er fullt af morðingjum. Við erum með fullt af morðingjum. Heldurðu að landið okkar sé svona saklaust?“ Það er saga til næsta bæjar að forseti Bandaríkjanna leggi land sitt að jöfnu við Rússland sem réttarríki. Morð á blaðamönnum eru sjaldgæf í Bandaríkjunum sem betur fer en algeng í Rússlandi. Á vefsetri samtaka blaðamanna í New York, Committee to Protect Journalists, kemur fram að frá 1992 hafa 38 blaðamenn verið myrtir í Rússlandi á móti fjórum í Bandaríkjunum eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Bandarískir blaðamenn þurfa samt að fara varlega. Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Jane Mayer birti langa ritgerð í New Yorker og síðan bók, Dark Money, um bræður tvo, Charles og David Koch, sem hafa látið mjög að sér kveða í undirheimum bandarískra stjórnmála síðustu ár. Mayer varð þess áskynja nokkru síðar að bræðurnir höfðu ráðið einkaspæjara til að leita að óþægilegum upplýsingum um hana eða ljúga ella einhverju á hana. Þeir reyndu að bera á hana ritstuld, en atlagan geigaði.Kærleiksheimili í Kansas Bræðurnir eru fjórir. Faðir þeirra, Fred Koch, rak olíuvinnslu, starfaði um hríð í Þýzkalandi þar sem hann hjálpaði til við að smyrja stríðsvél nasista enda hallur undir Hitler og var orðinn ríkastur allra í Kansas þegar hann dó 1967. Hann hafði lesið efnaverkfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Það gerðu einnig yngstu synir hans þrír, Charles, David og William, en elzti bróðirinn Fredrick kaus heldur að lesa heimspeki o.fl. í Harvard. Yngri bræðurnir reyndu að fjárkúga hinn elzta með því að hóta því að segja föður þeirra að hann væri samkynhneigður og þeir brutust inn hjá honum í leit að sönnunargögnum. Atlagan geigaði, en faðirinn skrifaði hann samt út úr erfðaskránni og gerði heldur sérstaklega upp við hann þar eð hann taldi hann þjófóttan, en Fredrick sagðist sjálfur hvorki vera samkynhneigður né þjófur. Eftir lát föðurins hófust eitruð málaferli milli bræðranna þar sem Fredrick og William töldu Charles og David hafa svikið sig um stórfé þegar síðar nefndu keyptu fyrr nefndu út úr fjölskyldufyrirtækinu á hóflegu verði svo notað sé orðalag Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna hér heima. Bræðurnir töluðust ekki við eftir það nema Charles og David eru enn mestu mátar. Þeir fengu fleira en efnaverkfræði í vöggugjöf frá föður sínum, t.d. viðskiptavit og stjórnmálaskoðanir. (Móðir þeirra er sjaldan nefnd til sögunnar; þeir áttu móður.) Bræðurnir gáfu sig að öfgasamtökum yzt á hægri væng stjórnmálanna (skattlagning er þjófnaður, eftirlit er ofbeldi, umhverfisvernd er óþarfi, loftslag fer ekki hlýnandi o.s.frv.). David var m.a.s. varaforsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins 1980, en lítið fylgi flokksins sannfærði bræðurna um að vænlegra væri og hampaminna að kaupa stjórnmálamenn í kippum en reyna að sannfæra kjósendur. Þeir hafa æ síðan ausið ómældu fé í frambjóðendur Repúblikanaflokksins o.fl.Tæring í boði Hæstaréttar Þegar Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna 2008 settu Koch-bræður kosningavél sína á fulla ferð ásamt fáeinum öðrum auðmönnum sem margir höfðu komizt í kast við lögin, einkum umhverfisverndarlög. Þannig varð teboðshreyfingin til, hreyfing sem hristi rækilega upp í Repúblikanaflokknum með því að ýta til hliðar hófsömum flokksmönnum til að rýma fyrir frumskógaíhaldi. Baráttan skilaði sigri repúblikana í kosningunni til fulltrúadeildar þingsins 2010 og til beggja þingdeilda 2014 og hafa þeir haft meiri hluta í báðum deildum frá 2014. Koch-bræður studdu þó ekki Donald Trump í forsetakjörinu 2016. Straumhvörfin 2010 eiga sér þá einföldu skýringu að það ár létti Hæstiréttur Bandaríkjanna öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálastarfsemi á þeirri forsendu að fyrri hömlur feli í sér málfrelsisskerðingu. Þessi dómur gerði fámennum hópi auðmanna kleift að taka sér boðvald yfir auknum fjölda þingmanna. Þess vegna munaði ekki nema hársbreidd að þingið ákvæði um daginn að svipta 24 milljónir Bandaríkjamanna nýfengnum heilbrigðistryggingum til að fjármagna skattalækkun handa auðmönnum. Þetta skýrir að hluta hvers vegna Bandaríkin teljast ekki lengur vera óskorað lýðræðisríki á viðtekna kvarða stjórnmálafræðinga. Æ fleiri fræðimenn lýsa Bandaríkjunum sem fáræðisríki (e. oligarchy) frekar en lýðræðisríki. Fæstir telja þó rétt að kalla Bandaríkin þjófræðisríki (e. kleptocracy) líkt og t.d. Rússland og ýmis önnur lönd þar sem harðdrægir hagsmunaseggir hafa sölsað undir sig náttúruauðlindir eða önnur hlunnindi á kostnað almennings. Fv. siðameistari Hvíta hússins Hvíta hússins hefur þó nýlega varað við hættunni á að sú nafngift kunni að festast við Bandaríkin. Heilbrigð fjármögnun stjórnmálastarfsemi þarf að lúta skýrum takmörkunum og ströngu eftirliti. Hömlulaus fjárframlög til stjórnmálamanna og flokka grafa undan lýðræði og ógna velferð almennings eins og reynsla Bandaríkjanna vitnar um. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun
Bill O´Reilley, þá frægasti sjónvarpsmaður Fox-stöðvarinnar, sagði í viðtali við Trump forseta í febrúar leið: „Pútín er morðingi.“ Forsetinn svaraði: „Það er fullt af morðingjum. Við erum með fullt af morðingjum. Heldurðu að landið okkar sé svona saklaust?“ Það er saga til næsta bæjar að forseti Bandaríkjanna leggi land sitt að jöfnu við Rússland sem réttarríki. Morð á blaðamönnum eru sjaldgæf í Bandaríkjunum sem betur fer en algeng í Rússlandi. Á vefsetri samtaka blaðamanna í New York, Committee to Protect Journalists, kemur fram að frá 1992 hafa 38 blaðamenn verið myrtir í Rússlandi á móti fjórum í Bandaríkjunum eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Bandarískir blaðamenn þurfa samt að fara varlega. Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Jane Mayer birti langa ritgerð í New Yorker og síðan bók, Dark Money, um bræður tvo, Charles og David Koch, sem hafa látið mjög að sér kveða í undirheimum bandarískra stjórnmála síðustu ár. Mayer varð þess áskynja nokkru síðar að bræðurnir höfðu ráðið einkaspæjara til að leita að óþægilegum upplýsingum um hana eða ljúga ella einhverju á hana. Þeir reyndu að bera á hana ritstuld, en atlagan geigaði.Kærleiksheimili í Kansas Bræðurnir eru fjórir. Faðir þeirra, Fred Koch, rak olíuvinnslu, starfaði um hríð í Þýzkalandi þar sem hann hjálpaði til við að smyrja stríðsvél nasista enda hallur undir Hitler og var orðinn ríkastur allra í Kansas þegar hann dó 1967. Hann hafði lesið efnaverkfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Það gerðu einnig yngstu synir hans þrír, Charles, David og William, en elzti bróðirinn Fredrick kaus heldur að lesa heimspeki o.fl. í Harvard. Yngri bræðurnir reyndu að fjárkúga hinn elzta með því að hóta því að segja föður þeirra að hann væri samkynhneigður og þeir brutust inn hjá honum í leit að sönnunargögnum. Atlagan geigaði, en faðirinn skrifaði hann samt út úr erfðaskránni og gerði heldur sérstaklega upp við hann þar eð hann taldi hann þjófóttan, en Fredrick sagðist sjálfur hvorki vera samkynhneigður né þjófur. Eftir lát föðurins hófust eitruð málaferli milli bræðranna þar sem Fredrick og William töldu Charles og David hafa svikið sig um stórfé þegar síðar nefndu keyptu fyrr nefndu út úr fjölskyldufyrirtækinu á hóflegu verði svo notað sé orðalag Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna hér heima. Bræðurnir töluðust ekki við eftir það nema Charles og David eru enn mestu mátar. Þeir fengu fleira en efnaverkfræði í vöggugjöf frá föður sínum, t.d. viðskiptavit og stjórnmálaskoðanir. (Móðir þeirra er sjaldan nefnd til sögunnar; þeir áttu móður.) Bræðurnir gáfu sig að öfgasamtökum yzt á hægri væng stjórnmálanna (skattlagning er þjófnaður, eftirlit er ofbeldi, umhverfisvernd er óþarfi, loftslag fer ekki hlýnandi o.s.frv.). David var m.a.s. varaforsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins 1980, en lítið fylgi flokksins sannfærði bræðurna um að vænlegra væri og hampaminna að kaupa stjórnmálamenn í kippum en reyna að sannfæra kjósendur. Þeir hafa æ síðan ausið ómældu fé í frambjóðendur Repúblikanaflokksins o.fl.Tæring í boði Hæstaréttar Þegar Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna 2008 settu Koch-bræður kosningavél sína á fulla ferð ásamt fáeinum öðrum auðmönnum sem margir höfðu komizt í kast við lögin, einkum umhverfisverndarlög. Þannig varð teboðshreyfingin til, hreyfing sem hristi rækilega upp í Repúblikanaflokknum með því að ýta til hliðar hófsömum flokksmönnum til að rýma fyrir frumskógaíhaldi. Baráttan skilaði sigri repúblikana í kosningunni til fulltrúadeildar þingsins 2010 og til beggja þingdeilda 2014 og hafa þeir haft meiri hluta í báðum deildum frá 2014. Koch-bræður studdu þó ekki Donald Trump í forsetakjörinu 2016. Straumhvörfin 2010 eiga sér þá einföldu skýringu að það ár létti Hæstiréttur Bandaríkjanna öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálastarfsemi á þeirri forsendu að fyrri hömlur feli í sér málfrelsisskerðingu. Þessi dómur gerði fámennum hópi auðmanna kleift að taka sér boðvald yfir auknum fjölda þingmanna. Þess vegna munaði ekki nema hársbreidd að þingið ákvæði um daginn að svipta 24 milljónir Bandaríkjamanna nýfengnum heilbrigðistryggingum til að fjármagna skattalækkun handa auðmönnum. Þetta skýrir að hluta hvers vegna Bandaríkin teljast ekki lengur vera óskorað lýðræðisríki á viðtekna kvarða stjórnmálafræðinga. Æ fleiri fræðimenn lýsa Bandaríkjunum sem fáræðisríki (e. oligarchy) frekar en lýðræðisríki. Fæstir telja þó rétt að kalla Bandaríkin þjófræðisríki (e. kleptocracy) líkt og t.d. Rússland og ýmis önnur lönd þar sem harðdrægir hagsmunaseggir hafa sölsað undir sig náttúruauðlindir eða önnur hlunnindi á kostnað almennings. Fv. siðameistari Hvíta hússins Hvíta hússins hefur þó nýlega varað við hættunni á að sú nafngift kunni að festast við Bandaríkin. Heilbrigð fjármögnun stjórnmálastarfsemi þarf að lúta skýrum takmörkunum og ströngu eftirliti. Hömlulaus fjárframlög til stjórnmálamanna og flokka grafa undan lýðræði og ógna velferð almennings eins og reynsla Bandaríkjanna vitnar um. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun